Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 84
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VfSINDARÁÐSTEFNA HÍ
Lungu og heilsa 1990 og 2000 (ELH-I og ELH-II), Annars vegar
þeir sem höfðu sértæk IgE mótefni fyrir rykmaurum en hins vegar
samanburðarhópur neikvæður fyrir rykmaurum en jákvæður fyrir
grasfrjói, Rykmaurahópnum var skipt upp í þrjá undirhópa: 1.
jákvæðir 1990 og 2000 (+/+, n=24). 2. jákvæðir 1990 en neikvæðir
2000 (+/-, n=20), 3. neikvæðir 1990 en jákvæðir 2000 (-/+, n=4).
Spurt var um búsetu erlendis, búsetu/dvöl í sveit, hestamennsku,
fisk-/skelfisksóþol, viðbrögð við flugnabiti og um fiskabúr. Einnig
var notað gagnasafn ELH. Sértæk IgE mótefni voru mæld fyrir
sjö ofnæmisvökum með þekkt krossnæmi við rykmaura.
Niðurstöður: Þátttakendur voru 48 í rykmaurahópnum og 35 í
viðmiðunarhópnum. í +/+ hópi voru karlar 75% en 31% í viðmið-
unarhópi (p<0,01), Öll IgE mótefni reyndust neikvæð í viðmið-
unarhópi en í +/+ hópi voru 67% (16/24) jákvæðir fyrir heymaur
(p<0,0001), 58% fyrir rækju (p<0,0001), 33% fyrir kakkalökkum
(p<0,01), 17% fyrir moskító og tropomyosini (p<0,05), 13% fyrir
kleggi og 4% fyrir blóðormi. Alls voru 75% jákvæðir fyrir einu
mótefni eða fleirum. Ekki var marktækur munur á búsetu erlend-
is milli hópa en fleiri höfðu verið í sveit á sumrin í +/+ hópnum en
í viðmiðunarhópnum (p<0,05).
Ályktanir: Ekki var unnt að tengja jákvæð RAST próf fyrir ryk-
maurum við búsetu erlendis. Jákvætt RAST fyrir rykmaurum
tengjast sterklega krosssvörun við aðra ofnæmisvaka, sérstaklega
heymaura,
V 37 Samanburður á ofnæmisástandi barna sem fædd eru
á Indlandi og ættleidd til íslands og barna sem fædd eru á
(sland og alin upp við sambærílegar aðstæður
Sl(!urveig l>, Si|>urðurdóttir1. Hrefna Grímsdóttr2, Unnur Steina Björnsdóttir1,
Michael Clausen4, Gestur I. Pálsson4
'Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild,2læknadeild HÍ. ’göngu-
deild lungna, ofnæmis og svefns Landspítala, 4Barnaspítali Hringsins
veiga@Iandspiiali. is
Tilgungur: Aukin tíðni á ofnæmissjúkdómum í hinum vestræna
heimi er talin geta stafa af hreinlæti. Til að meta áhrif umhverfis á
nýburaskeiöi á tilkomu ofnæmissjúkdóma síðar, bárum við saman
tvo hópa íslenskra barna sem fæddir eru við mismunandi aðstæð-
ur en aldir upp í sambærilegu umhverfi; indverskættuð börn sem
ættleidd eru frá Kalkútta á Indlandi (hópur I) og börn sem fædd
eru og uppalin á íslandi (hópur II).
Efniviður «g uðferðir: Ofnæmisástand hópanna var borið saman
með stöðluðum spurningalista (JSAAC), prick húðprófum fyrir
átta ofnæmisvökum í lofti og fimm í fæðu og heildar-IgE í blóði.
Aldursstaðlaður viðmiðunarhópur fékkst frá ættingjum og vinum
á sama tíma. Einnig var athugað hvort útsetning fyrir lifrarbólgu
A (JgG mótefni við komu til íslands), Salmonella eða Cam-
phylobacter (jákvæð saurræktun við komu til íslands) hefði áhrif
á ofangreinda þætti.
Niðurstuður: 46 og 26 börn fengust í hóp I og II, meðalaldur 8 og
7,4 ár. Enginn munur var á hópunum með tilliti til jákvæðra húð-
prófa, 19 (41%) og 9 (32%) (OR: 1,2; p=0,8); sögu um hvæsiönd-
un 13 (28%) og 8 (30%), (OR: 0,9; p=l,0); eða exem 12 (26%) og
9 (35%) í hópi I og II. Vegið meðaltal IgE í sermi var 65,4 og 19,1
kU/L (P=Q,024; T-próf) í hópi I og II. Börn með IgG fyrir lifrar-
bólgu A (N=14) höfðu lægra IgE en þau sem voru neikvæð; 64,82
miðað við 16 KU/L (P=0,006; T-próf),
Niðurstaða: Enginn marktækur munur fannst á húðprófum eða
sögu um ofnæmissjúkdóma í börnum sem fædd voru á Indlandi
og ættleidd til Islands miðað við börn sem fædd voru á íslandi og
alin upp við sambærilegar aðstæður. Útsetning fyrir hepatitis A
snemma á lífsleiðinni getur leitt til lægra IgE síðar. Samt sem áður
var heildarmagn IgE hærra í ættleiddu börnunum.
V 38 Áhrif endurbólusetningar með fjölsykrubóluefni gegn
pneumókokkum (PPS) á ónæmisminni barna sem voru frum-
bólusett með próteintengdu fjölsykrubóluefni (Pnc) sem
ungabörn
Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1, Katrín Davíðsdóttir2, Ingileif Jónsdóttir1'3
'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Miðstöð heilsuvemdar bama, ’læknadeild HÍ
veiga@landspitali. is
Tilgangur: Við höfum áður sýnt fram á öryggi og ónæmisvekjandi
eiginleika 8-gilda bóluefnisins PncT (hjúpgerðir 3, 4, 6B, 9V, 14,
18C, 19F og 23F, tengdar tetanus próteini) (Aventis Pasteur)
þegar gefið við 3, 4 og 6 mánaða aldur, Endurbólusetning með
23-gildu PPS olli sambærilegu eða hærra IgG svari og PncT við
13 mánaða aldur. Til að svara hvort fullur skammtur af PPS
geti eytt ónæmisminni sem varð til við bólusetningu með PncT,
rannsökuðum við endursvar hjá sömu börnum við 1/10 af PPS
skammti þegar þau voru 7 ára að aldri.
Efniviöur og aðferðir: Mælt var magn og sækni sértækra IgG
mótefna, magn sértæks IgGl og IgG2 (ELISA) og tilvist B-minn-
isfrumna (CD19+, CD80+, CD27+, FACS) og borið saman við
óbólusett börn á sama aldri. Af 41 barni höfðu 17 fengið PncT við
13 mánaða aldur (PncT-hópur), 15 fengið PPS (PPS-hópur) og 9
höfðu ekki áður verið bólusett gegn pneumókokkum (viðmið),
Blóðprufur voru teknar á degi 0,7 og 28.
Niðurstööur: GMC IgG (p.g/ml), 4 vikum eftir 1/10 PPS við 7 ára
(tafla I). Viðmiðunarhópurinn svaraði engri af 8 PncT hjúpgerð-
unum. IgG fyrir hjúpgerð 1,5 og 7 (í PPS en ekki PncT) hækkaði
Tafla I. GMC IgG (\ig/ml), 4 vlkum eftlr 1/10 PPS vlð 7 ára aldur.
Hjúpgerö 3 4 6B 9V 14 18C 19F 23F 1 5 7
PncT, N=17 2,8 3,7* 8,9* 18,4* 7,5 2,8* 6,8 2,8* 1,9* 1,7 1,0
PPS, N=15 1,6 2,2 5,3* 13,4 12,0* 2,1 7,6 3,1 3,6* 3,4 1,0
Vlúmið, N=9 1,6 1,1 2,2 4,8 5,9 1,5 2,9 1,3 2,2* 3,3 1,2
'PncT vs, PPS 0,058 0,139 0,242 0,237 0,099 0,392 0,837 0,810 0,014 0,026 0,953
‘Marktæk aukning (P<0,001-0,05,
' P-glldi (t-prðf).
84 Læknablaðib/fylgirit 50 2004/90