Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 103

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 103
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 90 Bygging fiskroðs og notkun þess til að kanna flutning lyfja yfir lífrænar himnur Fífa Konráðsdóttir. Sigurður Daði Sigfússon, Már Másson, Porsteinn Lofts- son Lyfjafræðideild HÍ fifa@hi.is Inngangur: Himnulíkön sem eru gegndræp fyrir fitusækin efni eru vel þekkt en það hefur ekki gengið eins vel að finna líkön þar sem vatnsflæðilag himnunnar er ráðandi þáttur í flutningi lyfja. Talið er líklegt að vatnsflæðiháður flutningur verði meðal annars með hár- sekkjum, svitaholum og í millifrumulagi. Steinbítsroð hefur lítið sem ekkert hreisturlag og virðist hleypa í gegnum sig stórum sam- eindum og jónanlegum sameindum óháð jónunarástandi þeirra. I efsta lagi roðs eru meðal annars yfirhúðarfrumur og slímmyndandi frumur, miðlag er þéttpakkað af grófum trefjaþráðum en fitufrum- ur raða sér í neðsta hluta roðsins ásamt taugafrumum, æðum og fínlegum trefjaþráðum. Bygging og eiginleikar steinbítsroðs sem himnulíkans var rannsakað og þá sérstaklega hvort neðri lög roðs- ins og/eða vefur sem liggur undir roðinu haga sér að einhverju leyti sem fitusækin himna vegna fitufrumna sem þar er að finna. Efniviður og aðferðir: Flæðið var ákvarðað með Franz-flæðisell- um. Gjaffasi innihélt hýdrókortisón (HC) sem er fituleysanlegur steri eða staðdeyfilyfið lídókaín. Móttökufasinn var fosfatstuð- púði (pH 7,4) í vatni. 2-Hýdroxýpropýl-B-sýklódextrín var notað til að auka leysni HC í báðum fösum (2,5% v/w). Flæði var mælt í gegnum steinbítsroð sem var: i) roðflett í vél, ii) handroðflett með veflagi. Þykkt roðs var mæld milli tveggja álþynna með skífumáli. Sýni tekin og mæld í vökvaskilju (HPLC). Niðurstöður: Flæði HC var helmingi hægar í gegnum roð með vefjalagi heldur en roð án vefjar, en þegar tekið var tillit til himnu- þykktar var ekki lengur marktækur munur á flæði. Ályktanir: Steinbítsroð hagar sér því ekki líkt og fitusækin himna. Líklega ferðast lyfin í gegnum vatnssækin göng eða millifrumu- vökva í roðinu, sem eykur líkur á því að hægt verði að nota það í rannsóknum á eðli vatnsflæðilags í lífrænum himnum. V 91 Fitusæknar himnur, þróun líkans til að rannsaka himnuflæði Fífa Konráðsdóttir, Birna Vigdís Sigurðardóttir, Már Másson, Þorsteinn Loftsson Lyfjafræðideild HÍ fifa@hi.is Inngangur: í leit okkar að himnu þar sem við getum stjórnað bæði vatnsflæðilagi við yfirborð himnunnar og fitusækni hennar höfum við meðal annars rannsakað hvaða áhrif það hefur á flæði hydró- kortisóns (HC) að staðsetja oktanóllag (fitulag), og/eða filter bleyttan í oktanóli, undir sellófanhimnu (vatnsflæðilag). Einnig var fitusækin himna mynduð með því að blanda saman oktanóli og nítróselluósa (kollódíon). Gegndræpni himnunnar var hægt að stjórna með því að breyta hlutfalli oktanóls f kollódíon-okt- anólhimnunni eða þykkja/þynna kollódíon-oktanólhimnuna. Vatnsflæðilagi var hægt að breyta með því að nota einfalda eða tvöfalda sellófanhimnu og með því að breyta gatastærðinni (það er molecular weight cutoff) himnunnar. Efniviður og aðferðir: Kollódíon, sem er nitróselluósi í eter-etan- ól blöndu var notaðað sem „burðarefni" (matrix) fyrir oktanólið. Kollódíonlausnin var þynnt með ether-etanól blöndu og lausninni annaðhvort dreift á glerplötu eða borin á sellófanhimnur og þær þurrkaðar. Flæði HC yfir himnurnar var mælt í Franz-flæðisell- um. Gjaffasi og móttökufasi innihéldu 2-hýdroxýprópýl-6-sýkl- ódextrín til að auka leysni HC og móttökufasinn var mettaður með oktanóli. í kollódíontilraununum var gjaffasinn yfirmettuð HC vatnslausn, en 1 mg/ml HC lausn var notuð þegar áhrif hreins oktanóls undir himnu var kannað. Niðurstöður: Flæði HC yfir sellófanhimnu var hægast þegar okt- anóllag eða oktanólbleyttur filter voru undir sellófanhimnunni, en 2 ml oktanóllag hægði meira á flæðinu en oktanólbleyttur filter eingöngu. Flæði HC virðist minnka í réttu hlutfalli við þykkt okt- anóllagsins, en einnig varð töluverð söfnun HC í oktanóllaginu og jókst söfnunin með þykkt lagsins. Ályktanir: Kollódíum/oktanólhimnur á sellófani lýsa vel óvirkum flutningi lyfja yfir lífrænar himnur. V 92 Rannsóknir á stofnum Streptococcus mutans frá ein- staklingum með og án tannátu W. Peter Holbrook1, Margrét O. Magnúsdóttir1, Jingping Ge2, Zhiyun Chen2, R. L. Gregory2 Hannlæknadeild HÍ, 2Indiana University, School of Dentistry, Indianapolis, USA phol@hi.is Inngangur: Streptococcus mutans stofnar úr einstaklingum með og án tannátu bindast mismunandi fast við apatite og losa mismikið kalk úr því í rækt. Markmið þessarar rannsóknar var að meta mismun í sýkiþáttum meðal þessara stofna. Efniviður og aðferðir: Bacteriocin-lík virkni 16 klínískra Strep. mutans stofna frá einstaklingum með tannskemmdir (CA stofn- ar) og án tannskemmda (CF stofnar) var rannsökuð með stungu- sáningu hvers stofns í „pour-plates“ sáningar sem hver innihélt einn af öllum hinum 15 stofnunum, og að auki 25 rannsóknastofu- stofna af streptókokkum, pneumókokkum, stafýlókokkum og mjólkursýrubakteríum úr munni. Niðurstöður: Þó CA stofnarnir sýndu meiri bacteriocin-líka virkni gegn öðrum Streptococcus mutans (3,4 vs, 1,2 stofnar; p<0,01) höfðu CF stofnarnir meiri hindrandi áhrif á aðrar munn- holsbakteríur (88/126 vs. 59/126 próf; p<0,001). Á rafeindasmá- sjármyndum af neikvætt Iituðum bakteríum sást „fuzzy coat“. Ónæmislitun með gullmerktum crude fimbriu mótefnum var notuð til að meta mun á fimbrium CA of CF stofna. Þrátt fyrir mikinn breytileika milli stofna sást skýr leitni í átt að þykkari „fuzzy coat“ á CF stofnunum, þó munurinn reyndist ekki vera marktækur (p=0,057). Þetta ytra lag á nær öllum stofnunum batt gull en enginn munur sást milli CA og Cf stofnanna. Ályktanir: Greinilegur útlits- og hegðunarmunur virðist vera milli CF og CA stofna Strep. mutans, en hvernig þessi munur kemur fram í mismunandi tannátu virkni þessara stofna er, enn sem komið er, óljóst. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.