Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 31
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl Inngangur: Með þessari rannsókn var ætlun að prófa þá tilgátu að tengsl séu milli líkamsvaxtar fólks, það er hæðar og þyngdar, annars vegar og hins vegar lengdar og þykktar hinna ýmsu hluta augans, eins og til dæmis forhólfs, augnhlaups og augasteins. Efniviður og aðferðir: Tekið var handahófsúrtak úr þjóðskrá yfir Reykvíkinga, 50 ára og eldri. Heildarfjöldi þátttakenda var 846. Scheimpflug myndir voru teknar til að mæla forhólfsdýpt, boglínu hornhimnu, og til að flokka skýmyndun á augasteini. Sónar var notaður til að mæla öxullengd augans, þykkt augasteins og dýpt augnhlaupshólfs. Sjálfvirkur sjónlagsmælir (autorefracto-kerato- meter) var notaður til að mæla sjónlag og lögun hornhimnu. Þrívíddar augnbotnamyndir voru teknar af sjóntaugum og þver- mál sjóntaugaróss mælt með viðeigandi hugbúnaði í tölvu. Niðurstöður: Meðalöxullengd augans reyndist marktækt meiri (p<.001) meðal karla (23,68±1,12 mm) en kvenna (23,17± 1,07 mm). Öxullengd augans almennt sýnir marktæka fylgni við bæði líkamshæð (r=.291; p <.001) og þyngd r=.152; p<.001). Forhólfsdýpt hefur marktæka fylgni við hæð (r=.200; p<.001) og þyngd (r=.180; p<,001). Sama gildir um fylgni milli dýptar augnhlaupshólfs og hæðar (r=.240; p<.0001) og þyngdar (r=.123; p<.0001). Það reyndist marktæk neikvæð fylgni milli þykktar augasteins og forhólfsdýptar (r=-.472; p<.000). Boglína horn- himnu er marktækt flatari (p=.0004) hjá körlum (7,79±0,60 mm) en konum (7,63±0,58 mnt), og sýnir marktæka fylgni almennt við bæði líkamshæð (r=.175; p<.001) og þyngd (r=.121; p<.001). Ályktanir: Niðurstöður benda til að það séu marktæk tengsl á milli líkamsvaxtar og lengdar og þykktar hinna ýmsu hluta augans í því þýði sem var skoðað. E 21 Sjónskerðing í týpu 2 sykursýki Eydís Ólafsdóttir1. Dan Andersson’, Einar Stefánsson1-2 'Augndeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Háskólinn í Uppsölum eydiso@lcmdspitati. is Inngangur: Sykursýki er algeng orsök sjónskerðingar og blindu í hinum vestræna heimi. Þar sem algengi sykursýki vex stöðugt er sjóndepra vaxandi vandamál. Með því að greina og meðhöndla sykursýki snemma má draga úr fylgikvillum. Einnig er vel þekkt að algengi blindu af völdum sykursýki er minna þar sem skimað er fyrir sykursýkisbreytingum í sjónhimnu. Þetta gildir alla vega fyrir týpu 1. En hvernig er þessu varið fyrir týpu 2 sykursýki? Er hægt að koma alveg í veg fyrir sjónskerðingu og blindu með snemmgreiningu augnsjúkdóma og skimun? Efniviður og aðferðir: Við skoðuðum algengi sjónskerðingar og blindu hjá einstaklingum með týpu 2 sykursýki, frá Laxá í Svíþjóð og bárum niðurstöðurnar saman við samanburðarhóp frá sama svæði. Allt frá 1983 hefur verið leitað skipulega að týpu 2 sykursýki með skimun í Laxá. Regluleg skimun fyrir sjónhimn- ubreytingum við sykursýki er einnig vel skipulögð. Öllum ein- staklingum með týpu 2 sykursýki (n=276) og samanburðarhópi (n=259) með sörnu aldurs- og kynsamsetningu var boðið að taka þátt í rannsókninni. Sjónskerpa var mæld með bestu gleraug- um. Augnlæknir skoðaði alla og augnbotnamyndir voru teknar. Blóðsýni voru tekin og og spurningalisti útfylltur. Niðursföður: Algengi lögblindu var 2,9% í sykursýkishópnum og 1,2% í samanburðarhópnum. Munurinn er ekki marktækur. Einungis einn einstaklingur í sykursýkishópnum var blindur vegna sjónhimnubreytinga af völdum sykursýki, en flestir hinna sjónskertu með hrörnun í augnbotnum. Ályktanir: Ekki var marktækur munur á algengi sjónskerðingar og blindu í hópunum. Fáir hafa misst sjón vegna sykursýki, en hrörnun í augnbotnum er algengasta orsök blindu í þessum hópi sjúklinga með sykursýki af tegund 2. E 22 Leið lyfja á augndropaformi til sjónhimnu auga Hákon Hrafn Sigurðsson', Einar Stefánsson22, Fífa Konráðsdóttir1, Þor- stcinn Loftsson1 ‘Lyfjafræðideild HÍ, 2læknadeild HÍ, 3augndeild Landspítala estefans@hi.is Inngangur: Augndropar eru algengt lyfjaform til að meðhöndla augnsjúkdóma. Leið lyfja til sjónhimnu og sjóntaugar hefur hingað til verið óljós. Vitað er að hluti augndropalyfja frásogast í blóðrás og dreifist þaðan til allra hluta líkamans, þar með talið aftur til augans. Þeirri spurningu er ósvarað að hve miklu leyti lyf í augndropum fara til sjónhimnu og sjóntaugar augans beint í gegnum augað og að hve miklu leyti með blóðrásinni. Markmið verkefnisins var svara þessari spurningu. Efniðviður og aðferðir: 0,5% dexamethasone augndropalausn var útbúin með tritium merki. Þrír hópar kanína (n=6) fengu 50 pl af lyfinu eftir mismunandi leiðum; í annað augað, í nös og í bláæð. Blóðsýni voru tekin á 30 mínúlna fresti og eftir tvo tíma voru kanínurnar aflífaðar og augun fjarlægð og einstakir vefir augans einangraðir. Styrkur lyfs í ýmsum vefjum beggja augna og blóðsýnum var mældur í geislateljara. Niðurstöður: Styrkur lyfs í sjónhimnu mældist marktækt meiri í því auga sem fékk augndropa heldur en í sjónhimnu viðmið- unaraugans svo og í kanínum sem fengu lyfið í æð eða í nös. Ekki reyndist marktækur munur á styrk lyfs í sjóntaug í „lyfjaaug- anu“ og viðmiðunarauga (í sömu kanínu) sem ekki var dreypt í. Styrkur í sjóntaug var ekki marktækt meiri hjá þeim kanínum sem fengu lyfið í auga og hjá þeim sem fengu lyfið í æð eða nös. Ekki var marktækur munur á styrk lyfs í mismunandi hlutum augans eftir því hvort lyfið var gefið í æð eða í nös. Ályktanir: Þessi rannsókn bendir til þess að augnlyf berist til sjón- taugar augans að mestu leyti með blóðrás. Hins vegar berst lyfið til sjónhimnu bæði gegnum blóðrás og einnig með frásogi inn í augað og í gegnum augað sjálft. E 23 Stökkbreytingarítýrósínkínasagenumístromaæxlum í meltingarvegi (GIST-æxli) Gcir Tryggvason', Edda R. Guðmundsdóttir2, Hjörtur G. Gíslason3, Jón G. Jónasson14-5, Magnús K. Magnússon2 'Meinafræðideild, 2blóðmeinafræði- og erfða- og sameindalæknisfræðideild og -’skurðdeild Landspílala, 4Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags fslands, 5læknadeild HÍ geirt@landspitali.is Inngangur: Stromaæxli í meltingarvegi (GIST) er bandvefsæxli Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.