Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 60
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl
tíðni MI í þversniðshópnum (áhættustuðull (OR) 0,64; p<0,001).
Hátt MBL tengdist einnig lægri tíðni MI í framvirka hópnum, en
áhættuminnkunin var ekki marktæk hjá heildarhópnum, einstak-
lingum með sögu um háþrýsting eða reykingar. Ahættan á MI
var hins vegar, eins og í þversniðshópnum, verulega minnkuð hjá
einstaklingum með sykursýki (0,15; p=0,02) og kólesterólhækkun
(0,26; p=0,004) sem höfðu hátt MBL. Sama gilti um sökkhækkun
(0,27; p=0,007). Sykursjúkir sem höfðu hátt MBL voru ekki í
meiri áhættu á MI en einstaklingar án sykursýki. Samanburður á
dreifingu MBL styrks gaf svipaðar niðurstöður.
Ályktanir: Hátt MBL tengist minnkaðri áhættu á kransæðastíflu,
einkum hjá sjúklingum með sykursýki. Mæling á MBL gæti hjálp-
að við að meta þörf á fyrirbyggjandi meðferð.
Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarnámssjóði RANN-
ÍS.
E 105 Uppsetning á æðakölkunarlíkani í músum sem skortir
ApoE - áhrif slímhúðarþols gegn oxuðu LDL á æðakölkun
Jóna Freysdóttir1-2, Erla B Ólafsdóttir', Ingibjörg Harðardóttir1, Sverrir
Harðarson', Sveinbjörn Gizurarson', Arnór Víkingsson1-24
'Lyfjaþróun hf., 2Naturimm ehf., -’rannsóknastofa í meinafræði, 4gigtardeild
Landspítala
jonafreys@simnet. is
Inngangur: Vefjameinafræðilega einkennist æðakölkun nteðal
annars af uppsöfnun fitu, kalks og bandvefs og af íferð bólgu-
frumna í æðaveggjum slagæða. Á síðustu árum hefur vaxandi
athygli beinst að þætti ónæmiskerfisins í meingerð æðakölkunar.
Ónæmissvör gegn oxuðu LDL (oxLDL) finnast í ríkum mæli,
bæði mótefni gegn oxLDL í blóði og oxLDL sértækar T-frumur
í æðakölkunarskemmdum. Einnig gleypa umbreyttar átfrumur
(foam cells) oxLDL í ríkum mæli. Slímhúðarþol er þekkt aðferð
til að draga úr óæskilegum ónæmissvörum gegn skilgreindum
sameindum.
Tilgangur: í þessari forkönnun (pilot study) var kannað hvort
hægt væri að draga úr fitusöfnun í ósæð með því að mynda slím-
húðarþol gegn oxLDL.
EfniviAur og aðferðir: Notaðar voru erfðabreyttar mýs sem
skortir ApoE en þessar mýs fá æðakölkun mjög fljótt á lífsleið-
inni og er hún verulega mikil. Mýsnar voru settar á fituríkt fæði
(western diet) frá fjögurra vikna aldri og fengu vikulega oxLDL
í nef, en það getur leitt til myndunar oxLDL slímhúðarþols. Til
viðmiðunar voru sumar mýs meðhöndlaðar með saltvatni. Að 10
viknum liðnum voru mýsnar aflífaðar og ósæðin fjarlægð. Magn
fituskellna var athugað á tvo vegu. Annars vegar voru skornar
þversneiðar af ósæðinni við hjartarætur, þær litaðar með oil-red
O sem litar fitu rauða og flatarmál fituskellanna mælt. Hins vegar
var ósæðin frá aorta boga að nýrnaslagæð opnuð, lituð og flatar-
mál skella mælt.
Niðurstöður: Niðurstöður sýna að þær mýs sem voru meðhöndl-
aðar með oxLDL í nef söfnuðu minni fitu í ósæðina miðað við
rottur sem voru meðhöndlaðar með saltvatni.
Ályktanir: Þetta bendir til þess að unnt sé að nota slímhúðarþol
gegn sameindum sem setjast að í fituskellum í slagæðum til að
draga úr myndun æðakölkunar.
E 106 Áhrif lyfja og umhverfisþátta á slímhúðarþol
Jóna Freysdóttir1-2, Einar í>ór Bogason13, Sigrún L Sigurðardóttir4, Svein-
björn Gizurarson1. Arnór Víkingsson122’
■Lyfjaþróun hf., 2Naturimm ehf., 3læknadeild HÍ, 4rannsóknastofa í ónæmis-
fræði, 'gigtardeild Landspítala
jonafreys@simnet.is
Inngangur: Ónæmiskerfi slímhúðar hefur þróað með sér kerfi
sem bælir möguleg ónæmissvör gegn hættulausum sameindum
sem berast inn í líkamann og kallast það fyrirbæri slímhúðarþol.
Tekist hefur að draga úr sjúkdómsvirkni í ýmsum dýralíkönum af
sjálfsofnæmi með því að mynda slímhúðarþol í dýrunum áður en
sjálfsofnæmiseinkenni eru mynduð. Tilraunir með að nota slím-
húðarþol til meðferðar á sjálfsofnæmi í mönnum hafa hins vegar
ekki staðist þær væntingar sem gerðar voru rniðað við lofandi nið-
urstöður dýratilrauna. Þessi munur gæti meðal annars legið í því
staðlaða umhverfi sem dýrin lifa í þar sem áhrif sýkinga, annarra
lyfja eða mataræðis og umhverfismengunar eru hverfandi.
Tilgangur: Tilgangur þessarar tilraunar var að kanna áhrif
óbeinna reykinga og algengra lyfja á myndun slímhúðarþols í
liðagigtarlíkani í rottum.
Efniviður og aðf'erðir: Lewis rottur voru meðhöndlaðar með BSA
í nef til að mynda BSA slímhúðarþol eða saltvatni til viðmiðunar.
Meðan á nefmeðhöndluninni stóð var rottunum ýmist gefið bólgu-
eyðandi gigtarlyf (NSAID lyf) um munn, barksterar í nef eða þær
voru útsettar fyrir óbeinum tóbaksreyk. Til viðmiðunar var hluti
rottnanna ómeðhöndlaður. Allar rotturnar voru síðan bólusettar
með BSA og liðbólga framkölluð með því að sprauta BSA í
vinstri hnjálið þeirra.
Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að NSAID lyf drógu ekki
úr nefslímhúðarþoli en barksterar gefnir í nef höfðu jákvæð áhrif
á myndun slímhúðarþols. Tóbaksreykur hafði mjög slæm áhrif á
slímhúðarþol þar sem slímhúðarþolsmeðhöndlun samfara tóbaks-
reyk leiddi til aukinnar liðbólgu.
Ályktanir: Þessar niðurstöður styðja þá tilgátu okkar að vissir
þættir í lífsvenjum eða umhverfi manna eigi þátt í slakari árangri
tilrauna með slímhúðarþol gegn sjálfsofnæmissjúkdómum.
E 107 Klínísk rannsókn á meðferð munnangurs með MMP
hindra
Skúli Skúlason2-3, W. Peter Holbrook1, Þórdís Kristmundsdóttir3
'Tannlæknadeild HÍ, 2Líf-Hlaup ehf., 3lyfjafræðideild HÍ
skulis@hi.is
Inngangur: Matrix metalló-próteinasar (MMPs) eiga þátt í bólgu-
svörun í sárum í munni og niðurbroti vefja. Þekkt er að tetracyk-
lín, sérstaklega doxycyklín, geta hindrað virkni þessara ensíma.
Þróað hefur verið smáskammta doxycyklínhlaup sem hindrar
virkni MMPs en hefur ekki áhrif á eðlilega bakteríuflóru munn-
holsins. Frumniðurstöður sýndu að doxycyklín hindraði MMP-2
og MMP-9. Hlaupið reyndist stöðugt og doxycyklín losnar auð-
veldlega úr því. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna
hvort lágskammta doxycyklín hefði græðandi áhrif á ítrekað
munnangur.
60 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90