Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 60
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl tíðni MI í þversniðshópnum (áhættustuðull (OR) 0,64; p<0,001). Hátt MBL tengdist einnig lægri tíðni MI í framvirka hópnum, en áhættuminnkunin var ekki marktæk hjá heildarhópnum, einstak- lingum með sögu um háþrýsting eða reykingar. Ahættan á MI var hins vegar, eins og í þversniðshópnum, verulega minnkuð hjá einstaklingum með sykursýki (0,15; p=0,02) og kólesterólhækkun (0,26; p=0,004) sem höfðu hátt MBL. Sama gilti um sökkhækkun (0,27; p=0,007). Sykursjúkir sem höfðu hátt MBL voru ekki í meiri áhættu á MI en einstaklingar án sykursýki. Samanburður á dreifingu MBL styrks gaf svipaðar niðurstöður. Ályktanir: Hátt MBL tengist minnkaðri áhættu á kransæðastíflu, einkum hjá sjúklingum með sykursýki. Mæling á MBL gæti hjálp- að við að meta þörf á fyrirbyggjandi meðferð. Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarnámssjóði RANN- ÍS. E 105 Uppsetning á æðakölkunarlíkani í músum sem skortir ApoE - áhrif slímhúðarþols gegn oxuðu LDL á æðakölkun Jóna Freysdóttir1-2, Erla B Ólafsdóttir', Ingibjörg Harðardóttir1, Sverrir Harðarson', Sveinbjörn Gizurarson', Arnór Víkingsson1-24 'Lyfjaþróun hf., 2Naturimm ehf., -’rannsóknastofa í meinafræði, 4gigtardeild Landspítala jonafreys@simnet. is Inngangur: Vefjameinafræðilega einkennist æðakölkun nteðal annars af uppsöfnun fitu, kalks og bandvefs og af íferð bólgu- frumna í æðaveggjum slagæða. Á síðustu árum hefur vaxandi athygli beinst að þætti ónæmiskerfisins í meingerð æðakölkunar. Ónæmissvör gegn oxuðu LDL (oxLDL) finnast í ríkum mæli, bæði mótefni gegn oxLDL í blóði og oxLDL sértækar T-frumur í æðakölkunarskemmdum. Einnig gleypa umbreyttar átfrumur (foam cells) oxLDL í ríkum mæli. Slímhúðarþol er þekkt aðferð til að draga úr óæskilegum ónæmissvörum gegn skilgreindum sameindum. Tilgangur: í þessari forkönnun (pilot study) var kannað hvort hægt væri að draga úr fitusöfnun í ósæð með því að mynda slím- húðarþol gegn oxLDL. EfniviAur og aðferðir: Notaðar voru erfðabreyttar mýs sem skortir ApoE en þessar mýs fá æðakölkun mjög fljótt á lífsleið- inni og er hún verulega mikil. Mýsnar voru settar á fituríkt fæði (western diet) frá fjögurra vikna aldri og fengu vikulega oxLDL í nef, en það getur leitt til myndunar oxLDL slímhúðarþols. Til viðmiðunar voru sumar mýs meðhöndlaðar með saltvatni. Að 10 viknum liðnum voru mýsnar aflífaðar og ósæðin fjarlægð. Magn fituskellna var athugað á tvo vegu. Annars vegar voru skornar þversneiðar af ósæðinni við hjartarætur, þær litaðar með oil-red O sem litar fitu rauða og flatarmál fituskellanna mælt. Hins vegar var ósæðin frá aorta boga að nýrnaslagæð opnuð, lituð og flatar- mál skella mælt. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að þær mýs sem voru meðhöndl- aðar með oxLDL í nef söfnuðu minni fitu í ósæðina miðað við rottur sem voru meðhöndlaðar með saltvatni. Ályktanir: Þetta bendir til þess að unnt sé að nota slímhúðarþol gegn sameindum sem setjast að í fituskellum í slagæðum til að draga úr myndun æðakölkunar. E 106 Áhrif lyfja og umhverfisþátta á slímhúðarþol Jóna Freysdóttir1-2, Einar í>ór Bogason13, Sigrún L Sigurðardóttir4, Svein- björn Gizurarson1. Arnór Víkingsson122’ ■Lyfjaþróun hf., 2Naturimm ehf., 3læknadeild HÍ, 4rannsóknastofa í ónæmis- fræði, 'gigtardeild Landspítala jonafreys@simnet.is Inngangur: Ónæmiskerfi slímhúðar hefur þróað með sér kerfi sem bælir möguleg ónæmissvör gegn hættulausum sameindum sem berast inn í líkamann og kallast það fyrirbæri slímhúðarþol. Tekist hefur að draga úr sjúkdómsvirkni í ýmsum dýralíkönum af sjálfsofnæmi með því að mynda slímhúðarþol í dýrunum áður en sjálfsofnæmiseinkenni eru mynduð. Tilraunir með að nota slím- húðarþol til meðferðar á sjálfsofnæmi í mönnum hafa hins vegar ekki staðist þær væntingar sem gerðar voru rniðað við lofandi nið- urstöður dýratilrauna. Þessi munur gæti meðal annars legið í því staðlaða umhverfi sem dýrin lifa í þar sem áhrif sýkinga, annarra lyfja eða mataræðis og umhverfismengunar eru hverfandi. Tilgangur: Tilgangur þessarar tilraunar var að kanna áhrif óbeinna reykinga og algengra lyfja á myndun slímhúðarþols í liðagigtarlíkani í rottum. Efniviður og aðf'erðir: Lewis rottur voru meðhöndlaðar með BSA í nef til að mynda BSA slímhúðarþol eða saltvatni til viðmiðunar. Meðan á nefmeðhöndluninni stóð var rottunum ýmist gefið bólgu- eyðandi gigtarlyf (NSAID lyf) um munn, barksterar í nef eða þær voru útsettar fyrir óbeinum tóbaksreyk. Til viðmiðunar var hluti rottnanna ómeðhöndlaður. Allar rotturnar voru síðan bólusettar með BSA og liðbólga framkölluð með því að sprauta BSA í vinstri hnjálið þeirra. Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að NSAID lyf drógu ekki úr nefslímhúðarþoli en barksterar gefnir í nef höfðu jákvæð áhrif á myndun slímhúðarþols. Tóbaksreykur hafði mjög slæm áhrif á slímhúðarþol þar sem slímhúðarþolsmeðhöndlun samfara tóbaks- reyk leiddi til aukinnar liðbólgu. Ályktanir: Þessar niðurstöður styðja þá tilgátu okkar að vissir þættir í lífsvenjum eða umhverfi manna eigi þátt í slakari árangri tilrauna með slímhúðarþol gegn sjálfsofnæmissjúkdómum. E 107 Klínísk rannsókn á meðferð munnangurs með MMP hindra Skúli Skúlason2-3, W. Peter Holbrook1, Þórdís Kristmundsdóttir3 'Tannlæknadeild HÍ, 2Líf-Hlaup ehf., 3lyfjafræðideild HÍ skulis@hi.is Inngangur: Matrix metalló-próteinasar (MMPs) eiga þátt í bólgu- svörun í sárum í munni og niðurbroti vefja. Þekkt er að tetracyk- lín, sérstaklega doxycyklín, geta hindrað virkni þessara ensíma. Þróað hefur verið smáskammta doxycyklínhlaup sem hindrar virkni MMPs en hefur ekki áhrif á eðlilega bakteríuflóru munn- holsins. Frumniðurstöður sýndu að doxycyklín hindraði MMP-2 og MMP-9. Hlaupið reyndist stöðugt og doxycyklín losnar auð- veldlega úr því. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort lágskammta doxycyklín hefði græðandi áhrif á ítrekað munnangur. 60 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.