Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 71
AGRIP ERINDA OG VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl
protein A (PspA), pnemolysin og afbrigði þess, PdB, pneum-
ococcal surface antigen A (PsaA) og choline binding protein A
(CbpA).
Markmið rannsóknarinnar var að kanna ónæmissvör ný-
fæddra músa gegn ofantöldum próteinum og meta vernd bólu-
setningar gegn sýkingu af völdum S. pneumoniae.
Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (1 viku gamlar) af NMRI
stofni voru bólusettar með PspA, PsaA, PdB og CbpA, einum
sér eða saman, ásamt ónæmisglæðinum Imject® Alum, undir húð
eða um nef. Styrkur mótefna í blóði var mældur vikulega með
ELISA. Sýkt var um nef með 5. pneumoniae (hjúpgerð 1) og sýk-
ing í lungum og blóði metin með talningu bakteríuþyrpinga.
Niðurstöður: Marktæk hækkun varð á sértækum mótefnum gegn
öllum próteinunum sem bólusett var með undir húð, hvort sem
þau voru gefin ein eða í blöndu. Ekki varð marktæk hækkun á
mótefnum gegn CbpA og PspA við slímhúðarbólusetningu um
nef en lítil hækkun gegn PdB. Enginn munur var á lungna- og
blóðsýkingu hjá bólusettum hópum og óbólusettu viðmiði. Þó svo
nýburamýsnar mynduðu sértæk mótefni gegn öllum fjórum pró-
teinunum þegar bólusett var með þeim ásamt ónæmisglæði undir
húð voru þær ekki verndaðar gegn pneumókokkasýkingu um nef.
Aðrir hafa vakið verndandi ónæmi með þessum próteinum gegn
sýkingum í kviðarhol eða blóð. Próteinin ásamt Imject® Alum
vöktu mjög lítið ónæmissvar þegar bólusett var um nef og þar af
leiðandi enga vernd.
Ályktanir: Sterkt mótefnasvar í slímhúð auk mótefna í sermi gæti
verndað gegn sýkingu um öndunarveg. Því verður reynt að bólu-
setja með pneumókokkapróteinum og virkari ónæmisglæðum í
formi nefdropa.
ÁGRIP VEGGSPJALDA
V 01 Bein einangrun erfðabreytilegra raða úr erfðamengj-
um með mispörunarskimun á samsvörunum erfðamengja
Hans G. Þormar1-3, Bjarki Guðmundsson2, Guðmundur H. Gunnarsson1-2,
Jón J. Jónsson1-3
'Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild Háskóla íslands, 2Lífeind
ehf., 3erfða- og sameindalæknisfræðideild rannsóknastofnunar Landspítala
hans<Shi.is
Inngangur: í erfðamengi mannsins eru þekktar yfir 650 þús-
und örtunglaraðir (microsatellites), þar af rúmlega 100 þúsund
erfðabreytilegar. Við kynnum hér aðferð til að einangra á ein-
faldan hátt þúsundir erfðabreytilegra raða úr erfðamengjum með
mispörunarskimun á samsvörunum erfðamengja.
Efniviður og aðferðir: Magnaðar voru upp úr erfðamengi tíu ein-
staklinga hundruðir þúsunda 3’ hjáraða Alu endurtaka. Þessum
flóknu PCR afurðum var síðan blandað saman, þær bræddar
upp og endurblendaðar. Eftir endurblendingu voru aðhæfar til
sérhæfðrar mögnunar límdir á enda PCR afurðanna og sýnið
sett í tvívíðan lögunarháðan rafdrátt (2D-CDE) sem aðskilur
á skilvirkan hátt milli réttparaðs og misparaðs DNA í flóknum
erfðaefnissýnum. Sá hluti gelsins sem innihélt misparaðar DNA
raðir var skorinn út og DNA raðir magnaðar upp á sértækan hátt,
klónaðar og raðgreindar. Arfgerðargreining var gerð á upphaf-
legu tíu erfðaefnissýnunum.
Niðurstöður og ályktanir: 70% raða sem einangraðar voru reynd-
ust vera erfðabreytilegar. Þessi aðferðafræði gerir okkur kleift
að reyna einangrun erfðabreytilegra raða úr öðrum lífverum,
hvort sem erfðamengi þeirra eru raðgreind eða ekki. Slík söfn
eru mikilvæg í margvíslegum líffræðirannsóknum, til dæmis við
gerð erfðakorta.
V 02 Epigenetísk óvirkjun BRCA1 gens í brjóstakrabbameini
Valgerður Birgisdóttir12, Sigríður Klara Böðvarsdóttir1-2, Hólmfríður Hilm-
arsdóttir', Guðríður Ólafsdóttir3, Jón Gunnlaugur Jónasson23-4, Jórunn Erla
Eyfjörð1'2
'Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélagi íslands,
2læknadeild HÍ, 3Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags fslands, 4meina-
fræðideild Landspítala
jonmn@krabb.is
Inngangur: Ættlæg áhætta á brjóstakrabbameini hefur verið
tengd kímlínu stökkbreytingum í æxlisbæligenunum BRCAl og
BRCA2. Stökkbreytingar í BRCA hafa ekki greinst í stökum
brjóstakrabbameinum þó svo að algengt sé að finna tap/ójafn-
vægi (AI) á BRCA genasvæðum í æxlunum. Rannsóknir sýna að
metýlering á BRCAl stýrilsvæði getur leitt til óvirkjunar BRCAl
í stökum brjóstakrabbameinum. Markmið rannsóknarinnar: 1)
Að rannsaka stök brjóstakrabbameinssýni með tilliti til metýler-
ingar á BRCAl stýrilsvæði og AI á BRCA genasvæðum. 2) Að
rannsaka BRCAl metýleringu æxli með tilliti til fjölda eintaka
BRCAl gens, tjáningu BRCAl próteins og tíðni p53 stökkbreyt-
inga. 3) Kanna möguleg tengsl milli þessara þátta og einnig hugs-
anleg tengsl við tap/ekki tap á hormónaviðtökum.
Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 71