Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 71
AGRIP ERINDA OG VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl protein A (PspA), pnemolysin og afbrigði þess, PdB, pneum- ococcal surface antigen A (PsaA) og choline binding protein A (CbpA). Markmið rannsóknarinnar var að kanna ónæmissvör ný- fæddra músa gegn ofantöldum próteinum og meta vernd bólu- setningar gegn sýkingu af völdum S. pneumoniae. Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (1 viku gamlar) af NMRI stofni voru bólusettar með PspA, PsaA, PdB og CbpA, einum sér eða saman, ásamt ónæmisglæðinum Imject® Alum, undir húð eða um nef. Styrkur mótefna í blóði var mældur vikulega með ELISA. Sýkt var um nef með 5. pneumoniae (hjúpgerð 1) og sýk- ing í lungum og blóði metin með talningu bakteríuþyrpinga. Niðurstöður: Marktæk hækkun varð á sértækum mótefnum gegn öllum próteinunum sem bólusett var með undir húð, hvort sem þau voru gefin ein eða í blöndu. Ekki varð marktæk hækkun á mótefnum gegn CbpA og PspA við slímhúðarbólusetningu um nef en lítil hækkun gegn PdB. Enginn munur var á lungna- og blóðsýkingu hjá bólusettum hópum og óbólusettu viðmiði. Þó svo nýburamýsnar mynduðu sértæk mótefni gegn öllum fjórum pró- teinunum þegar bólusett var með þeim ásamt ónæmisglæði undir húð voru þær ekki verndaðar gegn pneumókokkasýkingu um nef. Aðrir hafa vakið verndandi ónæmi með þessum próteinum gegn sýkingum í kviðarhol eða blóð. Próteinin ásamt Imject® Alum vöktu mjög lítið ónæmissvar þegar bólusett var um nef og þar af leiðandi enga vernd. Ályktanir: Sterkt mótefnasvar í slímhúð auk mótefna í sermi gæti verndað gegn sýkingu um öndunarveg. Því verður reynt að bólu- setja með pneumókokkapróteinum og virkari ónæmisglæðum í formi nefdropa. ÁGRIP VEGGSPJALDA V 01 Bein einangrun erfðabreytilegra raða úr erfðamengj- um með mispörunarskimun á samsvörunum erfðamengja Hans G. Þormar1-3, Bjarki Guðmundsson2, Guðmundur H. Gunnarsson1-2, Jón J. Jónsson1-3 'Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild Háskóla íslands, 2Lífeind ehf., 3erfða- og sameindalæknisfræðideild rannsóknastofnunar Landspítala hans<Shi.is Inngangur: í erfðamengi mannsins eru þekktar yfir 650 þús- und örtunglaraðir (microsatellites), þar af rúmlega 100 þúsund erfðabreytilegar. Við kynnum hér aðferð til að einangra á ein- faldan hátt þúsundir erfðabreytilegra raða úr erfðamengjum með mispörunarskimun á samsvörunum erfðamengja. Efniviður og aðferðir: Magnaðar voru upp úr erfðamengi tíu ein- staklinga hundruðir þúsunda 3’ hjáraða Alu endurtaka. Þessum flóknu PCR afurðum var síðan blandað saman, þær bræddar upp og endurblendaðar. Eftir endurblendingu voru aðhæfar til sérhæfðrar mögnunar límdir á enda PCR afurðanna og sýnið sett í tvívíðan lögunarháðan rafdrátt (2D-CDE) sem aðskilur á skilvirkan hátt milli réttparaðs og misparaðs DNA í flóknum erfðaefnissýnum. Sá hluti gelsins sem innihélt misparaðar DNA raðir var skorinn út og DNA raðir magnaðar upp á sértækan hátt, klónaðar og raðgreindar. Arfgerðargreining var gerð á upphaf- legu tíu erfðaefnissýnunum. Niðurstöður og ályktanir: 70% raða sem einangraðar voru reynd- ust vera erfðabreytilegar. Þessi aðferðafræði gerir okkur kleift að reyna einangrun erfðabreytilegra raða úr öðrum lífverum, hvort sem erfðamengi þeirra eru raðgreind eða ekki. Slík söfn eru mikilvæg í margvíslegum líffræðirannsóknum, til dæmis við gerð erfðakorta. V 02 Epigenetísk óvirkjun BRCA1 gens í brjóstakrabbameini Valgerður Birgisdóttir12, Sigríður Klara Böðvarsdóttir1-2, Hólmfríður Hilm- arsdóttir', Guðríður Ólafsdóttir3, Jón Gunnlaugur Jónasson23-4, Jórunn Erla Eyfjörð1'2 'Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélagi íslands, 2læknadeild HÍ, 3Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags fslands, 4meina- fræðideild Landspítala jonmn@krabb.is Inngangur: Ættlæg áhætta á brjóstakrabbameini hefur verið tengd kímlínu stökkbreytingum í æxlisbæligenunum BRCAl og BRCA2. Stökkbreytingar í BRCA hafa ekki greinst í stökum brjóstakrabbameinum þó svo að algengt sé að finna tap/ójafn- vægi (AI) á BRCA genasvæðum í æxlunum. Rannsóknir sýna að metýlering á BRCAl stýrilsvæði getur leitt til óvirkjunar BRCAl í stökum brjóstakrabbameinum. Markmið rannsóknarinnar: 1) Að rannsaka stök brjóstakrabbameinssýni með tilliti til metýler- ingar á BRCAl stýrilsvæði og AI á BRCA genasvæðum. 2) Að rannsaka BRCAl metýleringu æxli með tilliti til fjölda eintaka BRCAl gens, tjáningu BRCAl próteins og tíðni p53 stökkbreyt- inga. 3) Kanna möguleg tengsl milli þessara þátta og einnig hugs- anleg tengsl við tap/ekki tap á hormónaviðtökum. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.