Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 87

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 87
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Efniviöur og aðferðir: Prófuð voru peptíðin Polyarginine (PA) og Muramyl dipeptid (MDP) sem voru keypt frá Sigma. Einþátta raðir með tveimur músa- eða tveimur hestastefjum voru keyptar frá TAG Copenhagen. Raðirnar voru eðlissviptar, látnar þátta- tengjast með samloðunarendum og límdar inn í klippta bluescript tjáningarferju. Bluescriptferja án innskots er með einu músa- og þremur hestastefjum. Bluescriptferja án innskots og ferjur með innskotum, 8 músa- eða hestastefjum, voru einangraðar, hreins- aðar á Quiagen súlum og magnmældar. Hvítfrumur voru aðskild- ar úr hestablóði á sykurstigli og síðan örvaðar með mismunandi þynningum af PA, MDP og ferjum. Örvun hvítfrumna var mæld í eitilfrumuörvunarprófi með upptöku á geislavirku thymidini. Niðurstöður og ályktanir: PA örvaði eitilfrumufjölgun í einum af sex hestum en ekki MDP. Bæði peptíðin juku örvun ef þau voru notuð með vaka. Örvað var með bluescript ferjunni; án innskots, með átta hesta- eða átta músastefjum. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að ferjan með hestastefjunum örvi frumufjölgun meira en ferjan með músastefjunum og ferja án innskots. Til þess að athuga hvort peptíðin og ferjurnar beina svarinu á Thl eða Th2 braut verða eitilfrumur örvaðar með kjörsamsetningu og -styrk og boðefnasnið mælt. Þakkir: Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, Rannsóknasjóði Háskóla íslands, Aðstoðarmannasjóði HI og RANNÍS. V 45 Samanburður á ónæmissvari hesta eftir próteinbólu- setningu með tveimur mismunandi ónæmisglæðum Guðbjörg Ólafsdóttir, Vilhjálmur Svansson, Eliane Marti, Sigurbjörg Þor- steinsdóttir Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum gudbjol@hi.is Inngangur: Sumarexem (SE) er ofnæmi í hrossum gegn próteinum sem berast við bit mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Ofnæmið er af gerð I sem er ónæmissvar með IgE framleiðslu á Th2 braut. Alumium hydroxid (alum) sem hefur verið ráðandi glæðir í bólu- efnum er Th2 stýrandi. í þróun eru Thl stýrandi glæðar sem hægt er að nota til að efla ofnæmisbóluefni. Einn þessara glæða er Monophosphoryl-lipid A (MPL) sem innheldur afeitrað lipið A úr lípópólísakkaríði (LPS) Salmonellu minnesota R595 og er Thl stýrandi glæðir bæði í músum og mönnum. Markmið verkefnisins er að finna ónæmisglæða sem örva Thl ónæmissvar í hestum með því framtíðarmarkmiði að nota þá í bóluefni gegn SE. Efniviður og aðferðir: Tveir hestar voru bólusettir undir húð með human serum albumin (HSA) í alum ónæmisglæði einu sinni og aðrir tveir hestar með HSA í MPL ónæmisglæði tvisvar. Gerðar voru mælingar á sérvirkum mótefnum, IgG, IgG undirflokkunt og IgE, í elísuprófi. Einnig voru hvítfrumur örvaðar in vitro með HSA og gerðar mælingar á boðefnum með rauntíma PCR, IL-4 fyrir Th2 braut og y-IFN fyrir Thl braut, 6-actin notað sem við- mið. Niðurstöður: Alum bólusettu hestarnir framleiddu 2-4 sinnum meira af IL-4 en -y-IFN en MPL hestarnir 4-10 sinnum meira af y- IFN en IL-4. Heildar IgG og IgG undirflokkasvörun var svipuð hjá báðum hópunum. Alum hestarnir sýndu kröftugt IgE svar á viku tvö sem var stöðugt að minnsta kosti þar til í viku 11. MPL hestarn- ir framleiddu einnig IgE en mun minna og svarið dvínaði fljótt. Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að hægt sé að nota MPL sem Thl stýrandi ónæmisglæði í hestum. Þakkir: Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, Rannsóknasjóði Háskóla íslands, Aðstoðarmannasjóði HÍ og RANNÍS. V 46 Verndandi magn móðurmótefna gegn pneumókokk- um getur stuðlað að auknu ónæmissvari nýfæddra afkvæma við bólusetningu með próteintengdum pneumókokkafjöl- sykrum Margrét Y. Richter1, Hávard Jakobsen1, Jean-Franijois Haeuw2, Ultan F. Power2, Ingileif Jónsdóttir1-3 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2CIPF, Frakklandi, ’læknadeild HÍ ingileif@landspitali. is Inngangur: Móðurmótefni flytjast til fósturs á meðgöngu og geta verndað afkvæmin gegn sýkingum, en geta líka truflað ónæm- issvar þeirra við bólusetningu. Við höfum sýnt að bólusetning kvenmúsa með pneumókokkafjölsykrum (PPS) tengdum tetanus toxóíði (TT), Pnc-TT, getur verndað afkvæmin gegn sýkingum mikilvægra hjúpgerða pneumókokka. Efniviður og aðferðir: Til að kanna áhrif móðurmótefna á ónæm- issvar afkvæma bólusettum við fullorðnar kvenntýs 2x með Pnc- TT og afkvæmi þeirra einnar viku (nýburar) eða þriggja vikna (ungar) gömul og 2x aftur með þriggja vikna millibili. Niðurstöður: Há PPS sértæk móðurmótefni (>3 log10 EU/mL) í afkvæmum kvenmúsa sem voru bólusettar með Pnc-TT hindruðu algerlega mótefnamyndun afkvæmanna. Hins vegar höfðu lág og meðalhá móðurmótefni gegn PPS (-1-2 log|0EU/mL) engin truflandi áhrif heldur juku marktækt ónæmissvar afkvæmanna og ungarnir sýndu minnissvar við aðra bólusetningu. Móðurmótefni gegn TT-hluta bóluefnisins höfðu hverfandi áhrif á ónæmissvar afkvæmanna. Öll afkvæmi sem voru bólusett með Pncl-TT í við- urvist eða án móðurmótefna voru vernduð gegn blóðsýkingu og lungnabólgu. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að jafnvel í viðurvist móðurmót- efna getur Pnc-TT bóluefni vakið myndun mótefna í afkvæmum í nægjanlegum styrk til að vernda þá gegn sýkingum og getur jafn- framt örvað myndun fjölsykrusértæks ónæmisminnis. Mikilvægast er að lág eða meðalhá móðurmótefni gegn pneumókokkafjölsykr- unni vernduðu ekki bara afkvæmin gegn sýkingum heldur var ónæmissvar nýbura og ungra músa betra en í afkvæmum sem voru bólusettir án viðurvistar móðurmótefna. Bólusetning mæðra er raunhæfur kostur til að vernda afkvæmi þeirra gegn pneumókokkasýkingum. Þróaðar verða leiðir sem byggja á samþættingu bólusetninga verðandi mæðra og afkvæma þeirra til að fá verndandi ónæmi gegn sýkingum af völdum fjöl- sykruhjúpaðra baktería snemma á ævinni. Niðurstöðurnar hafa verið samþykktar til birtingar í Infection and Immunity, 2004. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.