Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 83
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
Ályktanir: Þetta samspil TGF-(31 og ræsingar er mikilvægt í ljósi
þeirra aðstæðna sem gera má ráð fyrir að séu raunverulega fyrir
hendi in vivo. Ekki er æskilegt að veik boð um CD3 stuðli að
öflugri ræsingu óþroskaðra T-frumna. Ef að T-fruman fær hins
vegar öflug boð um hvoru tveggja T-frumuviðtakann og hjálp-
arsameindir er það vísbending um að hún þurfi að verjast utan-
aðkomandi áreiti og því er æskilegt að hún starfi með óheftum
hætti.
V 34 Veirusýking í nef og svipgerð eitilfrumna í neftengdum
eitilvef
Ingibjörg Olafsdóttir1, Jóna Freysdóttir1, Arnór Víkingssonu, Ingibjörg
Marðardóttir’, Auður Antonsdóttir4, Friðrika Harðardóttir1
1 Lyfjaþróun hf., :gigtlækningadeild Landspítala. -’læknadeild HI, Jrannsókna-
stofa í veirufræði Landspítala
fridnka@lyf.is
Inngangur: Á síðustu árum hefur áhugi manna beinst að því að
gefa lyf og bóluefni um nef enda hefur verið sýnt fram á að með
því má fá mjög öflugt ónæmissvar. Talið er að ónæmisvakning
eigi sér stað í neftengdum eitilvef (NALT) sem leiði til ræsingar
ónæmiskerfsins. Þær frumur sem taka þátt í ónæmissvarinu hafa
hins vegar ekki verið vel skilgreindar né heldur hlutverk þeirra
og samspil í stjórnun svarsins. Ennfremur er lítið vitað um hvaða
áhrif til dæmis sýking í nefi geti haft á lyfjagjöf eða bólusetningu
um nef. Markmið þessa verkefnis var að fylgja eftir ónæmissvari
gegn staðbundinni veirusýkingu í nefi.
Efniviður og aðferöir: Rottur voru sýktar í nef með Respiratory
Syncytial veiru. Við höfðum áður sýnt fram á að í þessu sýkingar-
líkani fæst staðbundin sýking í nefslímhúð. Tveimur, 5, 12 og 30
dögum síðar voru NALT, hálseitlar (CLN) og milta fjarlægð úr
sýktum rottum og ósýktum til samanburðar. Veirusýking í nef-
slímhúð var metin með flúrlitun. Svipgerð eitilfrumna í þessum
líffærum var skoðuð með því að lita frumur með flúrskinsmerkt-
um einstofna mótefnum gegn ýmsum yfirborðssameindum og
þær skoðaðar í flæðifrumusjá. Á 30. degi voru rottur endursýktar
með RSV og þrem og 12 dögum síðar voru NALT, CLN og milta
fjarlægð úr þeim og skoðuð eins og fyrr.
Niðurstöður: Niðurstöður okkar sýna að hlutfall eitilfrumna
í heilbrigðu NALT er frábrugðið því sem finnst í öðrum eitil-
vefjum. Þar er aukið hlutfall B frumna og CD4/CD8 hlufall er
3:1 meðan það er nær 2:1 í öðrum eitilvefjum. Við sýkingu í nef
sést íferð eitilfrumna í neftengda eitilvefinn sem nær hámarki á 5.
degi en lækkar síðan en eykst aftur við endursýkingu. Við sýkingu
eykst fjöldi CD8+ frumna í NALT. Við mælum nær engar y8 T
frumur þar né NK frumur.
Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa innsýn inn í ferli veirusýkingar
í nefi og samspil frumna sem taka þátt í því.
Þakkir: RANNÍS styrkti verkefnið.
V 35 Komplement 4B (C4B) á þátt í meingerð í Henoch-
Schönlein purpura en ekki Mannose binding lectin (MBL)
Valtýr Stelánsson Thors13, Ragnhildur Kolka2, Sigrún L. Sigurðardóttir2,
Viðar Örn Eðvarðsson* 1-3, Guðmundur Arason2, Ásgeir Haraldsson13
'Barnaspítali Hringsins, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3læknadeild HÍ
valtyrst@yahoo. com
Inngangur: Henoch-Schönlein purpura (HSP) er æðabólga af
óþekktum toga sem leggst nánast eingöngu á börn. Klínísk ein-
kenni sjúkdómsins eru purpurarauð útbrot auk liðverkja og kvið-
verkja. Tíðni sjúkdómsins er um 6-8 tilfelli á ári.
Æðabólgurnar stafa af útfellingum á mótefnafléttum af IgA
gerð í smáar æðar í húð og nýru auk meltingarvegar. Líklegt er
að hreinsun þessara mótefnafléttna úr blóðrásinni sé ábótavant.
Komplement 4 (C4) er mikilvægt prótein í komplementkerfinu og
sérstaklega við hreinsun mótefnafléttna. Þetta gæti endurspeglað
lykilhlutverk C4 í meingerð HSP. Próteinið hefur 2 ísótýpur, C4A
og C4B sem gegna misjöfnu hlutverki.
Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna hvort sjúklingar
sem greinst hafa með HSP hafi aukna tíðni komplementgalla eða
óeðlileg gildi á MBL eða IgA.
Efniviður og aöferðir: Sermi úr 56 sjúklingum sem greinst höfðu
með HSP á árunum 1984-2000 var rannsakað. Gildi IgA, C4,
C4A og MBL voru mæld í sermi og magn C4B var reiknað út.
Samanburðarhópur var notaður til viðmiðs.
Niðurstöður: Flestir sjúklinganna (66%) höfðu skort á að minnsta
kosti einni C4 samsætu (C4 null allele) samanborið við 41%
viðmiðunarhópnum (p=0,018). Þessi munur var vegna skorts á C4B
samsætum í HSP hópnum þar sem samsætutíðni (allele frequency)
af C4B*Q0 hjá HSP hópnum var 0,25 en 0,11 hjá viðmiðunarhópi
(p=0,002). MBL og IgA gildi voru sambærileg milli hópanna.
Umræða: Almennt er HSP sjúkdómur sem gengur yfir án veru-
legra vandamála. Hins vegar er vel þekkt að langvarandi vanda-
mál tengd nýrnabólgu auk kviðverkja geta haft talsverð áhrif á líf
þessara barna. Rúm 66% HSP sjúklinga höfðu C4 núll samsætu
og marktækt fleiri en í viðmiðunarhópi. Niðurstöður okkar benda
til þess að C4B eigi hlut að máli í meingerð HSP og börn með C4
galla eru í aukinni áhættu að fá sjúkdóminn.
V 36 Hvað er rykmauraofnæmi í rykmaurafríu samfélagi?
Berglind Aðalsfeinsdóttir', Davíð Gíslason2, Þórarinn Gíslason2, Bjarne
Kristensen3, Helgi Valdimarsson1, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir4
'Læknadeild HÍ, 2göngudeild ofnæmis-, lungna- og svefnsjúkdóma Land-
spítala, 3Pharmacia Diagnostics Kaupmannahöfn, 4rannsóknastofa í ónæm-
isfræðum Landspítala
davidg@landspitali.is
Inngangur: I Evrópurannsókninni Lungu og heilsa árið 1990
(ecrhs.org) höfðu 9,2% þátttakenda sértæk IgE mótefni (>0,35
kU/1) gegn rykmaurum (D. pteronyssinus). Þegar könnuð var
útbreiðsla rykmaura í húsum 197 þátttakenda fannst óverulegt
magn rykmaura og ofnæmisvaka þeirra (Hallas et al. Allergy
2004). Skýrist rykmauraofnæmið af búsetu erlendis eða af kross-
svörun við aðra ofnæmisvaka?
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur komu úr Evrópurannsókninni
Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 83