Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 83

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 83
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Ályktanir: Þetta samspil TGF-(31 og ræsingar er mikilvægt í ljósi þeirra aðstæðna sem gera má ráð fyrir að séu raunverulega fyrir hendi in vivo. Ekki er æskilegt að veik boð um CD3 stuðli að öflugri ræsingu óþroskaðra T-frumna. Ef að T-fruman fær hins vegar öflug boð um hvoru tveggja T-frumuviðtakann og hjálp- arsameindir er það vísbending um að hún þurfi að verjast utan- aðkomandi áreiti og því er æskilegt að hún starfi með óheftum hætti. V 34 Veirusýking í nef og svipgerð eitilfrumna í neftengdum eitilvef Ingibjörg Olafsdóttir1, Jóna Freysdóttir1, Arnór Víkingssonu, Ingibjörg Marðardóttir’, Auður Antonsdóttir4, Friðrika Harðardóttir1 1 Lyfjaþróun hf., :gigtlækningadeild Landspítala. -’læknadeild HI, Jrannsókna- stofa í veirufræði Landspítala fridnka@lyf.is Inngangur: Á síðustu árum hefur áhugi manna beinst að því að gefa lyf og bóluefni um nef enda hefur verið sýnt fram á að með því má fá mjög öflugt ónæmissvar. Talið er að ónæmisvakning eigi sér stað í neftengdum eitilvef (NALT) sem leiði til ræsingar ónæmiskerfsins. Þær frumur sem taka þátt í ónæmissvarinu hafa hins vegar ekki verið vel skilgreindar né heldur hlutverk þeirra og samspil í stjórnun svarsins. Ennfremur er lítið vitað um hvaða áhrif til dæmis sýking í nefi geti haft á lyfjagjöf eða bólusetningu um nef. Markmið þessa verkefnis var að fylgja eftir ónæmissvari gegn staðbundinni veirusýkingu í nefi. Efniviður og aðferöir: Rottur voru sýktar í nef með Respiratory Syncytial veiru. Við höfðum áður sýnt fram á að í þessu sýkingar- líkani fæst staðbundin sýking í nefslímhúð. Tveimur, 5, 12 og 30 dögum síðar voru NALT, hálseitlar (CLN) og milta fjarlægð úr sýktum rottum og ósýktum til samanburðar. Veirusýking í nef- slímhúð var metin með flúrlitun. Svipgerð eitilfrumna í þessum líffærum var skoðuð með því að lita frumur með flúrskinsmerkt- um einstofna mótefnum gegn ýmsum yfirborðssameindum og þær skoðaðar í flæðifrumusjá. Á 30. degi voru rottur endursýktar með RSV og þrem og 12 dögum síðar voru NALT, CLN og milta fjarlægð úr þeim og skoðuð eins og fyrr. Niðurstöður: Niðurstöður okkar sýna að hlutfall eitilfrumna í heilbrigðu NALT er frábrugðið því sem finnst í öðrum eitil- vefjum. Þar er aukið hlutfall B frumna og CD4/CD8 hlufall er 3:1 meðan það er nær 2:1 í öðrum eitilvefjum. Við sýkingu í nef sést íferð eitilfrumna í neftengda eitilvefinn sem nær hámarki á 5. degi en lækkar síðan en eykst aftur við endursýkingu. Við sýkingu eykst fjöldi CD8+ frumna í NALT. Við mælum nær engar y8 T frumur þar né NK frumur. Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa innsýn inn í ferli veirusýkingar í nefi og samspil frumna sem taka þátt í því. Þakkir: RANNÍS styrkti verkefnið. V 35 Komplement 4B (C4B) á þátt í meingerð í Henoch- Schönlein purpura en ekki Mannose binding lectin (MBL) Valtýr Stelánsson Thors13, Ragnhildur Kolka2, Sigrún L. Sigurðardóttir2, Viðar Örn Eðvarðsson* 1-3, Guðmundur Arason2, Ásgeir Haraldsson13 'Barnaspítali Hringsins, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3læknadeild HÍ valtyrst@yahoo. com Inngangur: Henoch-Schönlein purpura (HSP) er æðabólga af óþekktum toga sem leggst nánast eingöngu á börn. Klínísk ein- kenni sjúkdómsins eru purpurarauð útbrot auk liðverkja og kvið- verkja. Tíðni sjúkdómsins er um 6-8 tilfelli á ári. Æðabólgurnar stafa af útfellingum á mótefnafléttum af IgA gerð í smáar æðar í húð og nýru auk meltingarvegar. Líklegt er að hreinsun þessara mótefnafléttna úr blóðrásinni sé ábótavant. Komplement 4 (C4) er mikilvægt prótein í komplementkerfinu og sérstaklega við hreinsun mótefnafléttna. Þetta gæti endurspeglað lykilhlutverk C4 í meingerð HSP. Próteinið hefur 2 ísótýpur, C4A og C4B sem gegna misjöfnu hlutverki. Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna hvort sjúklingar sem greinst hafa með HSP hafi aukna tíðni komplementgalla eða óeðlileg gildi á MBL eða IgA. Efniviður og aöferðir: Sermi úr 56 sjúklingum sem greinst höfðu með HSP á árunum 1984-2000 var rannsakað. Gildi IgA, C4, C4A og MBL voru mæld í sermi og magn C4B var reiknað út. Samanburðarhópur var notaður til viðmiðs. Niðurstöður: Flestir sjúklinganna (66%) höfðu skort á að minnsta kosti einni C4 samsætu (C4 null allele) samanborið við 41% viðmiðunarhópnum (p=0,018). Þessi munur var vegna skorts á C4B samsætum í HSP hópnum þar sem samsætutíðni (allele frequency) af C4B*Q0 hjá HSP hópnum var 0,25 en 0,11 hjá viðmiðunarhópi (p=0,002). MBL og IgA gildi voru sambærileg milli hópanna. Umræða: Almennt er HSP sjúkdómur sem gengur yfir án veru- legra vandamála. Hins vegar er vel þekkt að langvarandi vanda- mál tengd nýrnabólgu auk kviðverkja geta haft talsverð áhrif á líf þessara barna. Rúm 66% HSP sjúklinga höfðu C4 núll samsætu og marktækt fleiri en í viðmiðunarhópi. Niðurstöður okkar benda til þess að C4B eigi hlut að máli í meingerð HSP og börn með C4 galla eru í aukinni áhættu að fá sjúkdóminn. V 36 Hvað er rykmauraofnæmi í rykmaurafríu samfélagi? Berglind Aðalsfeinsdóttir', Davíð Gíslason2, Þórarinn Gíslason2, Bjarne Kristensen3, Helgi Valdimarsson1, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir4 'Læknadeild HÍ, 2göngudeild ofnæmis-, lungna- og svefnsjúkdóma Land- spítala, 3Pharmacia Diagnostics Kaupmannahöfn, 4rannsóknastofa í ónæm- isfræðum Landspítala davidg@landspitali.is Inngangur: I Evrópurannsókninni Lungu og heilsa árið 1990 (ecrhs.org) höfðu 9,2% þátttakenda sértæk IgE mótefni (>0,35 kU/1) gegn rykmaurum (D. pteronyssinus). Þegar könnuð var útbreiðsla rykmaura í húsum 197 þátttakenda fannst óverulegt magn rykmaura og ofnæmisvaka þeirra (Hallas et al. Allergy 2004). Skýrist rykmauraofnæmið af búsetu erlendis eða af kross- svörun við aðra ofnæmisvaka? Efniviður og aðferðir: Þátttakendur komu úr Evrópurannsókninni Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.