Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 76
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl
Niðurstöður: Tíðni G allels í MCP-1 geni í stöðu -2518 var hækk-
uð hjá tilfellum (p=0,04). Ekki fannst marktækur munur á tíðni
allela í MCP-1 -2076 eða CCR2 190. Engin marktæk samverkun
fannst milli erfðabreytileika og helstu áhættuþátta.
Ályktanir: Hækkuð tíðni G allels í MCP-1 hjá tilfellum bendir til
að það gæti stuðlað að aukinni áhættu á kransæðasjúkdómum.
V 14 Tölvustýrð myndbandsupptaka (OPS technique) stað-
festir tilvist reglulegra sveiflna í smáæðaflæði þarma
Gísli H. Sigurðsson1, Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci2
'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2svæfinga- og gjörgæsludeild,
Inselspital Háskólasjúkrahús í Bern. Sviss
gislihs@landspitali.is
Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna: 1.
Hvernig breytingar á svæðisbundnu blóðflæði hafa áhrif á reglu-
legar sveiflur í smáæðablóðflæði (flow motion, FM) sem hefur
verið lýst með laser Doppler flæðismælingum (LDF). 2. Hvort
hægt sé að sjá þessar sveiflur í blóðflæði með orthogonal polar-
ization spectral imaging (OPS) tækni - vídeómyndataka af blóð-
flæði í smáæðum.
Efniviður og aðl'erðir: Prettán svín voru svæfð og lögð í öndunarvél.
í átta þeirra var blóðflæði minnkað í stigum um 15% í senn í arteríu
mesenterica superior (SMA) á meðan hin fimm voru til viðmiðunar.
Smáæðablóðflæði var mælt bæði í slímhúð og vöðvalagi smágirnis,
með þremur LDF nemum hvort. Útslag (amplitude) og tíðni sveiflna
í smáæðablóðflæði (FM) sem var sýnileg á LDF var mæld. Jafnframt
var stöðug mæling gerð með OPS tækni í smágirnisslímhúð.
Helstu niðurstöður: Við óhindrað blóðflæði í SMA sást regluleg
FM (tíðni 5.5 bpm) í 16 af 24 LDF mælingum. Þegar blóðflæðið
var minnkað um 40% hvarf FM í helmingi þeirra. Útslag FM
minnkaði samsíða minnkun á blóðflæði en tíðnin hélst óbreytt.
FM sást í öllum viðmiðunardýrunum. Engin FM sást í vöðvalagi
garna. OPS mælingin staðfesti að FM á sér stað í smágirnis villi.
Ályktanir: Sveiflur í smáæðablóðflæði (flow motion) á sér ein-
göngu stað í slímhúð garna og minnkar hún við minnkað blóð-
flæði. Hún hverfur alveg við mjög lágt blóðflæði. Þessar niður-
stöður mæla gegn fyrri hugmyndum um að „flow motion" sé til
að bæta aðgang að súrefni í vefjum með takmarkað blóðflæði.
Líklegra er að þetta sé fyrirbrigði sem hefur með „trans-capillary
fluid exxhange" að gera enda truflast það við minnkað flæði.
Orthogonal polarization spectral imaging (OPS) tækni sem er
einskonar vídeómyndataka af blóðflæði í smáæðum þarmaslím-
húðar staðfesti í þessari rannsókn í fyrsta sinn að flow motion á
sér stað í villi smágirnis.
Samstarfsverkefni LSH - HI og UniBE #3
V15 „Arterial buffer response" í lifur er virkur í septísku losti
Gísli H. Sigurðsson1, Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci2
'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2svæfinga- og gjörgæsludeild
Inselspital Háskólasjúkrahús í Bern, Sviss
gislihs@landspitali. is
Inngangur: Á undanförnum árum hefur vasopressín verið notað í
auknum mæli til að hækka blóðþrýsting hjá sjúklingum í septísku
losti. Ekki hefur verið sýnt fram á gagnsemi þessarar meðferðar
í klínískum rannsóknum. Þessi notkun lyfsins er nokkurt áhyggju-
efni þar sem vitað er að það veldur æðaherpingu í kviðarholslíf-
færum samanber notkun þess til að draga úr blæðingu frá vélinda
varisum. Við slíka meðferð hefur blóðþurrð í lifur og þörmum
verið lýst. Áhrif vasopressíns á blóðflæði í lifur hefur ekki verið
könnuð áður, en sá var einmitt tilgangur þessarar rannsóknar.
Efniviður og aðferðir: 32 svín voru svæfð og lögð í öndunarvél.
Septískt lost var framkallað hjá 16 dýrum með „faecal penitonit-
is“, hópur SV (n=8) fékk vasopressín og hópur S (n=8) lyfleysu,
meðan hin 16 tilheyrðu tveimur ósýktum viðmiðunarhópum,
hópur V (n=8) fékk vasopressín og hópur C (n=8) lyfleysu). Eftir
fjögurra klukkustunda sepsis (S og SV) var gefinn i.v. vökvi til
þess að hækka CVP upp í eðlileg gildi á 60 mín. Síðan fékk hópur
SV vasopressín 0,06 U/kg/mín en S fékk lyfleysu. Hjartaútfall,
blóðflæði í arteria hepatica og vena porta voru mæld stöðugt í
þrjár klukkustundir á eftir. Jafnframt var smáæðablóðflæði í lifur
mælt með laser Doppler flowmetry (LDF).
Niðurstöður: MAP hækkaði um 25% og CI lækkaði um 30% í
báðum hópunum sem fengu vasopressín (V og SV) en báðir þætt-
ir héldust óbreyttir í S og C. Blóðflæði í porta venu minnkaði um
50% í hópi SV miðað við 25% minnkun í S (p<0,01). Jafnframt
var 120% aukning í flæði a. hepatica í hópi SV meðan það var
20% minnkun í hópi S (p<0,01).
Ályktanir: Þegar vasopressín er gefið í septísku losti minnkar blóð-
flæði í porta venu umtalsvert sem eitt sér væri áhyggjuefni. Mikil
aukning á blóðflæði í lifrarslagæð bendir þó til þess að „hepatic art-
erial buffer response“ sé að virkur og sporni gegn alvarlegri blóð-
þurrð með því að halda heildarblóðflæði lifur nær óbreyttu.
Samstarfsverkefni LSH - Hl og UniBE #2
V 16 Mat á tapi og aukningu sómatísks p53 í legslímuflakki
með kvantítatívri PCR aðferð
Jón Torfi Gylfason1,2, Reynir Tómas Geirsson1'2, Björn Geir Leifsson’, Val-
gerður Steinþórsdóttir4
'Læknadeild Hl, 2kvennasvið og 3skurðlækningasvið Landspítala, 4Islensk
erfðagreining
reynirg@landspitali.is
Inngangur: Áhætta á endurtekningu háþrýstings í meðgöngu er
aukin innan fjölskyldna. Gögn um ættlægan háþrýsting í með-
göngu voru athuguð með tilliti til svipgerða og alvarleika háþrýst-
ingsfylgikvilla og til að athuga áhrif ofþyngdar/offitu og þyngdar-
aukningar milli meðgangna á endurtekningarlíkur.
Efniviður og aðferðir: Mæðraskrár 784 kvenna sem áttu að baki
eina meðgöngu með háþrýstingi og voru skyldar innan fimm
rýriskiptinga (meiosis) voru athugaðar til að endurflokka sjúk-
dómsmyndir og reikna líkur (odds ratios, OR) fyrir áhættu á
háþrýstingi í nýrri einburameðgöngu.
Niðurstöður: Endurtekinn háþrýstingur í meðgöngu fannst í
allt frá 56% til 88% nýrra meðgangna eftir því hvaða svipgerð
háþrýstings var til staðar í fyrstu meðgöngu. Samsvörun sjúk-
dómsgreininga í fyrstu og annarri þungun var algengust meðal
kvenna með langvinnan háþrýsting og meðgönguháþrýsting.
76 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90