Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 76

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 76
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl Niðurstöður: Tíðni G allels í MCP-1 geni í stöðu -2518 var hækk- uð hjá tilfellum (p=0,04). Ekki fannst marktækur munur á tíðni allela í MCP-1 -2076 eða CCR2 190. Engin marktæk samverkun fannst milli erfðabreytileika og helstu áhættuþátta. Ályktanir: Hækkuð tíðni G allels í MCP-1 hjá tilfellum bendir til að það gæti stuðlað að aukinni áhættu á kransæðasjúkdómum. V 14 Tölvustýrð myndbandsupptaka (OPS technique) stað- festir tilvist reglulegra sveiflna í smáæðaflæði þarma Gísli H. Sigurðsson1, Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, Inselspital Háskólasjúkrahús í Bern. Sviss gislihs@landspitali.is Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna: 1. Hvernig breytingar á svæðisbundnu blóðflæði hafa áhrif á reglu- legar sveiflur í smáæðablóðflæði (flow motion, FM) sem hefur verið lýst með laser Doppler flæðismælingum (LDF). 2. Hvort hægt sé að sjá þessar sveiflur í blóðflæði með orthogonal polar- ization spectral imaging (OPS) tækni - vídeómyndataka af blóð- flæði í smáæðum. Efniviður og aðl'erðir: Prettán svín voru svæfð og lögð í öndunarvél. í átta þeirra var blóðflæði minnkað í stigum um 15% í senn í arteríu mesenterica superior (SMA) á meðan hin fimm voru til viðmiðunar. Smáæðablóðflæði var mælt bæði í slímhúð og vöðvalagi smágirnis, með þremur LDF nemum hvort. Útslag (amplitude) og tíðni sveiflna í smáæðablóðflæði (FM) sem var sýnileg á LDF var mæld. Jafnframt var stöðug mæling gerð með OPS tækni í smágirnisslímhúð. Helstu niðurstöður: Við óhindrað blóðflæði í SMA sást regluleg FM (tíðni 5.5 bpm) í 16 af 24 LDF mælingum. Þegar blóðflæðið var minnkað um 40% hvarf FM í helmingi þeirra. Útslag FM minnkaði samsíða minnkun á blóðflæði en tíðnin hélst óbreytt. FM sást í öllum viðmiðunardýrunum. Engin FM sást í vöðvalagi garna. OPS mælingin staðfesti að FM á sér stað í smágirnis villi. Ályktanir: Sveiflur í smáæðablóðflæði (flow motion) á sér ein- göngu stað í slímhúð garna og minnkar hún við minnkað blóð- flæði. Hún hverfur alveg við mjög lágt blóðflæði. Þessar niður- stöður mæla gegn fyrri hugmyndum um að „flow motion" sé til að bæta aðgang að súrefni í vefjum með takmarkað blóðflæði. Líklegra er að þetta sé fyrirbrigði sem hefur með „trans-capillary fluid exxhange" að gera enda truflast það við minnkað flæði. Orthogonal polarization spectral imaging (OPS) tækni sem er einskonar vídeómyndataka af blóðflæði í smáæðum þarmaslím- húðar staðfesti í þessari rannsókn í fyrsta sinn að flow motion á sér stað í villi smágirnis. Samstarfsverkefni LSH - HI og UniBE #3 V15 „Arterial buffer response" í lifur er virkur í septísku losti Gísli H. Sigurðsson1, Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Inselspital Háskólasjúkrahús í Bern, Sviss gislihs@landspitali. is Inngangur: Á undanförnum árum hefur vasopressín verið notað í auknum mæli til að hækka blóðþrýsting hjá sjúklingum í septísku losti. Ekki hefur verið sýnt fram á gagnsemi þessarar meðferðar í klínískum rannsóknum. Þessi notkun lyfsins er nokkurt áhyggju- efni þar sem vitað er að það veldur æðaherpingu í kviðarholslíf- færum samanber notkun þess til að draga úr blæðingu frá vélinda varisum. Við slíka meðferð hefur blóðþurrð í lifur og þörmum verið lýst. Áhrif vasopressíns á blóðflæði í lifur hefur ekki verið könnuð áður, en sá var einmitt tilgangur þessarar rannsóknar. Efniviður og aðferðir: 32 svín voru svæfð og lögð í öndunarvél. Septískt lost var framkallað hjá 16 dýrum með „faecal penitonit- is“, hópur SV (n=8) fékk vasopressín og hópur S (n=8) lyfleysu, meðan hin 16 tilheyrðu tveimur ósýktum viðmiðunarhópum, hópur V (n=8) fékk vasopressín og hópur C (n=8) lyfleysu). Eftir fjögurra klukkustunda sepsis (S og SV) var gefinn i.v. vökvi til þess að hækka CVP upp í eðlileg gildi á 60 mín. Síðan fékk hópur SV vasopressín 0,06 U/kg/mín en S fékk lyfleysu. Hjartaútfall, blóðflæði í arteria hepatica og vena porta voru mæld stöðugt í þrjár klukkustundir á eftir. Jafnframt var smáæðablóðflæði í lifur mælt með laser Doppler flowmetry (LDF). Niðurstöður: MAP hækkaði um 25% og CI lækkaði um 30% í báðum hópunum sem fengu vasopressín (V og SV) en báðir þætt- ir héldust óbreyttir í S og C. Blóðflæði í porta venu minnkaði um 50% í hópi SV miðað við 25% minnkun í S (p<0,01). Jafnframt var 120% aukning í flæði a. hepatica í hópi SV meðan það var 20% minnkun í hópi S (p<0,01). Ályktanir: Þegar vasopressín er gefið í septísku losti minnkar blóð- flæði í porta venu umtalsvert sem eitt sér væri áhyggjuefni. Mikil aukning á blóðflæði í lifrarslagæð bendir þó til þess að „hepatic art- erial buffer response“ sé að virkur og sporni gegn alvarlegri blóð- þurrð með því að halda heildarblóðflæði lifur nær óbreyttu. Samstarfsverkefni LSH - Hl og UniBE #2 V 16 Mat á tapi og aukningu sómatísks p53 í legslímuflakki með kvantítatívri PCR aðferð Jón Torfi Gylfason1,2, Reynir Tómas Geirsson1'2, Björn Geir Leifsson’, Val- gerður Steinþórsdóttir4 'Læknadeild Hl, 2kvennasvið og 3skurðlækningasvið Landspítala, 4Islensk erfðagreining reynirg@landspitali.is Inngangur: Áhætta á endurtekningu háþrýstings í meðgöngu er aukin innan fjölskyldna. Gögn um ættlægan háþrýsting í með- göngu voru athuguð með tilliti til svipgerða og alvarleika háþrýst- ingsfylgikvilla og til að athuga áhrif ofþyngdar/offitu og þyngdar- aukningar milli meðgangna á endurtekningarlíkur. Efniviður og aðferðir: Mæðraskrár 784 kvenna sem áttu að baki eina meðgöngu með háþrýstingi og voru skyldar innan fimm rýriskiptinga (meiosis) voru athugaðar til að endurflokka sjúk- dómsmyndir og reikna líkur (odds ratios, OR) fyrir áhættu á háþrýstingi í nýrri einburameðgöngu. Niðurstöður: Endurtekinn háþrýstingur í meðgöngu fannst í allt frá 56% til 88% nýrra meðgangna eftir því hvaða svipgerð háþrýstings var til staðar í fyrstu meðgöngu. Samsvörun sjúk- dómsgreininga í fyrstu og annarri þungun var algengust meðal kvenna með langvinnan háþrýsting og meðgönguháþrýsting. 76 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.