Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 102

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 102
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 87 Yfirlit yfir áhrif sýklódextrína á leysanleika ýmissa tor- leysanlegra lyfja Dagný Hreinsdóttir, Porsteinn Loftsson, Már Másson Lyfjafræðideild HI dah3@hi.is Inngangur: Sýklódextrín eru hringlaga vatnsleysanlegar fásykrur sem mynda keilulaga fitusækin hólk þar sem fituleysanleg efni geta bundist. Pannig er hægt að auka vatnsleysanleika, stöðugleika og aðgengi ýmissa lyfja, en sýklódextrín eru frekar nýleg hjálparefni í lyfjagerð. Fléttustuðull (Kc) segir til um hversu vel lyfið binst sýkló- dextríninu og hversu stöðug bindingin er. Ýmislegt bendir til þess að betra sé að nota fléttumyndunarstuðul, complexation efficiency (CE), sem er margfeldi Kc og S() (leysni lyfs í hreinu vatni) til að meta hversu mikil og stöðug bindingin sé. Efniviður og aðferðir: Unnið var úr gögnum sem safnað hefur verið saman á undanförnum 10 árum, samtals 65 torleysanleg lyf, sjö mismunandi sýklódextrín og nokkrar gerðir af fjölliðum. Reiknað var meðal annars S0 með þremur mismunandi aðferðum. Einnig voru Kw og CE reiknuð fyrir öll lyfin, bæði með og án fjöl- liða. Mæld S0 gildi voru borin saman við fræðileg gildi, meðal ann- ars út frá jöl'nu Yalkowsky (logS()= 0,5-0,01 (Brm-25)-CLogP). Niðurstöður: S(), Kj.j og CE voru reiknuð með skekkjumörkum þar sem fleiri en eitt mælt gildi voru til staðar. Tölfræðileg óvissa í ákvörðun á S0 var töluverð og mun meiri en óvissan í hallatölu leysanleikaferla. Par sem hægt er að ákvarða CE eingöngu út frá hallatölunni (CE= slope/(l-slope)), en gildið á Kj., er ákvarðað út frá hallatölu og S0 (Kl:l= slope/S0*(l-slope)) var óvissan í CE mun minni. Alyktanir: CE gildi eru mun nákvæmari mælikvarði á getu sýkló- dextrína til að leysa upp lyf en bæði S0 og Kj.,. V 88 Augnlyf á duftformi Sveinn Hákon Harðarson', Hákon Hrafn Sigurðsson2, Guðrún Eva Níels- dóttir2, Jón Valgeirsson3, Þorsteinn Loftsson2, Einar Stefánsson14 ‘Læknadeild HI, 2lyfjafræðideild HI, 3Actavis hf., 4augndeild Landspítala sveinnha@hi.is Inngangur: Augndropar eru algengasta form augnlyfja, en þeir hafa ýmsar takmarkanir. Lítill hluti lyfs frásogast í augað, rotvörn er nauðsynleg og mörg lyf er ekki hægt að útbúa á dropaformi. Augnlyf á duftformi geta ef til vill aukið frásog til auga, minnkað rotvarnar- og geymsluvandamál auk þess sem gefa má flest lyf sem duft. Hins vegar er hætta á að duft erti augun og því var ert- ing af dufti könnuð í þessari rannsókn. Efniviður og aðferðir: Tímólól maleat dufti var skammtað í annað auga kanínu en hitt augað var viðmið. Prófað var bæði hreint tímólól maleat og frostþurrkað með PVP fjölliðu (2,4% af massa) í skammtastærðunum 1 mg (n=3) og 0,1 mg (n=6). Fjórar kanínur fengu 0,1 mg af hreina duftinu þrisvar á dag í átta daga. Roði á hvítu og magn slíms á yfirborði augna var metið blint til stiga af ljósmyndum (0-3, heil og hálf stig). Augun voru skoðuð í raufarsmásjá. Litaðar (H&E) sneiðar úr augum voru skoðaðar í ljóssmásjá að lokinni átta daga gjöf. Niðurstöður: Engin alvarleg eða óafturkræf merki komu fram um ertingu. Ekki kom fram munur á ertingu af hreinu og frostþurrk- uðu dufti. Roði á hvítu einni klukkustund eftir 1 mg skammt af hreinu dufti mældist 1,0 (1,0-1,5) stig (miðtala og bil, n=3). Roði í viðmiðunaraugum á sama tíma mældist 1,0 (1,0-1,0) stig. Einni klukkustund eftir 0,1 mg skammt af hreinu dufti mældist roði 1,5 (1,0-2,0) stig (n=6). Roði í viðmiðunaraugum á sama tíma mældist 1,3 (1,0-1,5) stig. Overulegur munur var á roða í viðntiðunaraug- urn og lyfjaaugum 24 klukkustundum eftir gjöf 0,1 mg eða 1 mg. Að lokinni átta daga gjöf reyndist enginn munur á augum sem fengu lyf og viðmiðunaraugum samkvæmt mati með raufarlampa- skoðun, á ljósmyndum og vefjafræði. Alyktanir: Rannsóknir á kanínum benda til þess að erting sé óveruleg af 0,1 mg skammti og óhætt sé að prófa tímólól maleat duft í mönnum. V 89 Dorzólamíð/sýklódextrín augndropar Þorstcinn Loftsson', Hákon H. Sigurðsson', Elínborg Guðmundsdóttir2, Þór Eysteinsson2, Margrét Þorsteinsdóttir3, Einar Stefánsson2 ‘Lyfjafræðideild HI, 2læknadeild HÍ, 3íslenskar lyfjarannsóknir ehf. thorstlo@hi.is Inngangur: Dorzólamíð er kolsýruanhýdrasahemill (CAI) og glákulyf. Dorzólamíð er torleysanlegt í vatni við pH 7,4 og því er sýrustig sérlyfsins (Trusopt® frá MSD, inniheldur 22,3 mg dorzól- amíð hýdróklóríð í einum ml) stillt á 5,65, en við það sýrustig er lyfiö katjón og því leysanlegt í vatni. Til að auka magn dorzól- amíðs sem frásogast af yfirborði augans inn í augað er seigjustig (viscosity) augndropanna aukið í 100 cps (seigfljótandi lausn) en við það eykst snertitími lyfsins við yfirborð augans. Þetta lága sýrustig og háa seigjustig Trusopt® augndropa leiðir til margvís- legra aukaverkana, svo sem sviða í augum, aukinnar táramynd- unar og þokusýnar. Markmið þessa verkefnis var að hanna dorzól- amíð augndropa sem hafa pH 7,4 og seigjustig um eða undir 5 cps (þunnfjótandi eins og vatn). Niðurstöður: Dorzólamíð myndar vatnsleysanlega fléttu með ýmsum sýklódextrínum. Búnir voru til tveir styrkleikar af augn- dropunum sem innihéldu 19,7 og 38,8 mg/ml af dorzólamíði. Vatnsleysanlegt en nokkuð fitusækið sýklódextrín (RMpCD) var notað til að leysa dorzólamíð upp í vatni, sýrustig augndropanna var 7,5 og seigjustigið 3 og 5 cps. Augndroparnir voru gefnir kanínum og magn dorzólamíðs í hinum ýmsu hlutum augans mælt 1,2,4 og 8 klukkustundum eftir gjöf lyfsins. Trusopt® augn- dropar voru gefnir til viðmiðunar. Þrátt fyrir lágt seigjustig augn- dropanna reyndist aðgengi dorzólamíðs frá augndropunum vera sambærilegt aðgengi dorzólamíðs frá Trusopt®. Mælanlegt magn dorzólamíðs var í bakhluta augans og sjóntauginni í að minnsta kosti átta klukkustundir eftir gjöf dropanna. Ekki varð vart við aukaverkanir í kanínunum eftir gjöf augndropanna. Alyktanir: Með hjálp sýklódextrína er hægt að auka sýrustig dorzólamíð augndropa úr 5,65 í 7,4 og draga úr seigjustigi augn- dropanna úr 100 cps í 3 til 5 cps án þess að draga úr aðgengi lyfsins. 102 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.