Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 63

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 63
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl ar gulu og kernicterus hjá nýburum á Vesturlöndum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhættuþætti alvarlegrar gulu hjá nýburum hér á landi. Einn megintilgangur hennar var að kanna þá tilgátu að þegar mæður fara snemma heim með börn sín eftir fæðingu aukist líkur á því að þau fái alvarlega gulu. Efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr sjúkraskrám þeirra barna sem fæddust á Landspítala á tímabilinu 1994-2003 eftir >37 vikna meðgöngu og mældust með bilirubin þéttni í blóði >350 pmól/L á fyrstu 10 dögum lífsins. Næsta barn sem fæddist á eftir barni í rannsóknarhópi og fékk ekki gulu var notað sem við- mið. Hliðstæðra upplýsinga var aflað um þau börn. Niðurstöður: Sextíu og fjögur börn uppfylltu rannsóknarskilyrð- in. Miðgildi bilirubins var 372 pmól/L (dreifing 350-630 pmól/L). Orsakir gulunnar voru aukið niðurbrot rauðra blóðkorna af völd- um spherocytosis hjá tveimur börnum, Rh blóðflokkamisræmi hjá tveimur og ABO blóðflokkamisræmi hjá tveimur. Önnur börn höfðu ekki þekkta áhættuþætti fyrir alvarlega gulu. Hyperbilirubinemia (n=64) Viómió(n=64) p-gildi Meðgöngulengd (vikur) f 38,6±0,2 40,3±0,2 <0,001 Fæðingarþyngd (g) f 3599±62 3779±72 0,06 Þyngdartap (g) f 105±7 96±0,5 0,2 Kyn(kk/kvk) 41/23 33/31 0,09 Útskrift snemma* 44 nýburar 26 nýburar 0,002 Inngrip** 19 nýburar 9 nýburar 0,02 fMeöaltal ± SEM. *Útskrift < 24 tímum eftir fæóingu. ** Framköllun fasöingar, tangarfæöing eöa fasöing meö sogklukku. Alyktanir: Útskrift heim snemma eftir fæðingu, meðgöngulengd <40 vikur og inngrip í fæðingu auka líkur á alvarlegri gulu hjá nýburum. Leggja verður áherslu á mikilvægi þess að fylgst sé náið með gulu hjá nýburum fyrstu dagana eftir fæðingu, ekki síst hjá þeim sem útskrifast hafa heim snemma eftir fæðingu. E 114 Er munur á þroska og heilsufari tæknifrjóvgaðra og eðlilega getinna tvíbura? Olöf Kristjana Bjarnadóttir', ReynirTómas Geirsson'-2,SveinnKjartansson3, Asgeir Haraldsson1-3 'Læknadeild HI, 2kvennasvið og -’Barnaspítali Hringsins reynirg@landspitali.is Inngangur: Með tæknifrjóvgunum (TF) hafa vaknað spurn- ingar um heilbrigði barnanna. Þar sem tvíburameðgöngur eru áhættumeiri og börnin viðkvæmari fyrir áföllum í móðurkviði og á nýburaskeiði ætti hugsanlegur munur á börnum eftir frjóvg- unarmáta að vera skýrari þar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna mun á þroska og heilsufari 10-13 ára tvíburabarna eftir því hvort þau urðu til við tæknifrjóvgun eða ekki. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti um þroska- og heilsufars- atriði var sendur til foreldra tvíbura sem fæddust 1990-1993. Af 254 tvíburapörum voru 216 með lögheimili á Islandi og bæði börnin lifandi. Allir foreldrar sem svöruðu samþykktu þátt- töku. Úrvinnsla var í SPSS forriti. Upplýsingar um tilurð barn- anna voru fengnar úr gagnagrunni fyrri rannsóknar* með leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Niðurstöður: Alls bárust svör um 32 TF tvíburapör (32/48 = 67% svarhlutfall) og 112 eðlilega getin (EG) tvíburapör (112/168 = 67% svarhlutfall). Ekki var marktækur rnunur milli fyrri og seinni tvíbura eða TF og EG hópanna í upphafi tals og gangs, heimsóknir til heimilis- eða sérfræðilækna, röraísetningu, háls- og nefkirtlatöku, gleraugnanotkun, bólusetningu, sýklalyfja- eða aðra lyfjanotkun, þroskafrávik eða séraðstoð í skóla. Marktækur munur var í notkun asmalyfja (TF 51,6%; EG 34,2%; p<0,013). Kynjamunur var milli tvíbura í hópi svarforeldra og þeirra sem ekki svöruðu. Alyktanir: Þroski og heilsufar tvíbura fyrstu 10-13 árin virðisl að mestu leyti óháður getnaðarmáta. Ytri aðstæður gætu skýrt mun á asmalyfjanotkun. Mat á heilsufari þeirra sem ekki svöruðu þarfnast athugunar. * Agústsson t>, Geirsson RT. Athugun á tvíburafæðingum eftir eðlilegan getnað og glasafrjóvgun. Læknablaðið 1995; 81:242-7. E 115 Árangur hátíðniöndunarvélameðferðar á nýburum Sólrún B. Rúnarsdóttir'. Höröur Bergsteinsson2, Gestur I. Pálsson2, Sveinn Kjartansson2, Atli Dagbjartsson2, Þórður Þórkelsson2 'Læknadeild HÍ, 2vökudeild Barnaspítala Hringsins gigja@hi.is Inngangur: Meðferð með hátíðniöndunarvél (HTÖ) er talin í sumum tilfellum geta gefið betri árangur en meðferð með hefðbundinni öndunarvél, einkum þegar um mjög alvarlegan lungnasjúkdóm er að ræða. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur meðferðar með hátíðniöndunarvél á vökudeild Barnaspítala Hringsins frá því sú meðferð hófst þar fyrir 10 árum. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám allra þeirra nýbura sem á árunum 1994-2003 voru meðhöndlaðir með HTÖ eftir að meðferð með hefðbundinni öndunarvél hafði ekki borið tilætlaðan árangur. Skráðar voru stillingar á öndunar- vélinni, pH og blóðgös rétt áður og tveimur og fjórum klukku- stundum eftir að HTÖ meðferð var hafin. Niðurstöður eru gefnar upp sem meðalgildi + SEM. Niðurstöður: 64 börn uppfylltu rannsóknarskilyrði. Sjúkdóms- greiningar voru glærhimnusjúkdómur (46), vanvöxtur lungna (4), lungnabólga (3), barnabikssvelging (3) og aðrir sjúkdómar (8). Tveimur klst. eftir að HTÖ meðferð var hafin var blóðildun orðin marktækt betri (slagæða-lungnablöðru súrefnisþrýstings hlutfall (a/Ap02) 0,12+0,01 vs. 0,16+0,01; p=0,005), einnig loftun (pC02 49+1,0 mmHg vs. 38,6±0,4 mmHg; p<0,001) og sýru-basajafnvægi (pH 7,28+0,01 vs. 7,36+0,01; p<0,001). Það var ekki marktæk breyting á þessum gildum milli 2 og 4 klst. á HTÖ. Hjá börnun- um sem lifðu (n=46) var marktæk hækkun á a/Ap02 eftir tvær klukkustundir á HTÖ (0,12+0,01 vs. 0,18+0,02; p=0,002), en ekki hjá börnunum sem létust (n=8) (0,11+0,01 vs. 0,10+0,01; p=0,3). Alyktanir: Meðferð með HTÖ bætir blóðildun, loftun og sýru- basavægi flestra nýbura með mjög alvarlegan lungnasjúkdóm. Svörun við HTÖ meðferð mjög fljótlega eftir að hún er hafin hefur visst forspárgildi um lífslíkur þeirra. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.