Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 87

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Síða 87
AGRIP VEGGSPJALDA / XIII. VfSINDARÁÐSTEFNA H í ■ 1,2 stofnar; p<0,01), þá voru CF stofnarnir virkari gegn öðrum munnbakteríum (88/126 miðað við 59/126 próf; p<0,001). Auk töluverðs breytileika á milli stofna var skýr tilhneiging til þess að CF stofnar hefðu þykkari „fuzzy coat“ (P=0,057) samanborið við CA stofna. Nánast allir stofnarnir sýndu gullbindingu á þessu ytra Iagi og lítill munur var á CA og CF stofnum. Alykfanir: Skýr munur virðist vera á útliti og hegðun á milli S. mutans stofna en þó er ekki með öllu ljóst hvernig sá munur hefur áhrif á virkni þeirra í tannátu. V 23 Mónókaprín við candidasýkingum í munnholi W. Peter Holbrook', Mafalda Soto2, Skúli Skúlason2-3, Þórdís Kristmundsdóttir2 'Tannlæknadeild og 2lyfjafræðideild HÍ, ■1Líf-Hlaup ehf. thordisk@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að 1-mónóglýseríð af kaprínsýru, mónókaprín, er virkt gegn hjúpuðum veirum, sumum bakteríum og sveppum. Slímhúðarbólgur undir gervitönnum af völdum Candida sp. eru algengar hjá öldruðum en í stað fúkkalyfjameðferðar er sótthreinsun góður kostur. Niðurstöður fyrri rannsókna sýndu virkni mónókapríns á Candida og benda til þess að mónókaprín sé vænlegur kostur til að hindra myndun örveruþekju á slímhúð og mætti hugsanlega nota á gervitennur. Einnig kom fram að virknin stóð stutt og að finna þyrfti Ieið til að viðhalda þéttni mónókapríns í munnholinu. Markmið þessa verkefnis var að þróa aðferð til að koma mónókapríni fyrir í tannfóðringu með það fyrir augum að geta síðan prófað virkni gegn Candida í klínískri rannsókn. Efniviður og aðferðir: Mónókapríni var blandað saman við vökvahluta tveggja tannfóðringa (Visco-Gel® and Coe Comfort®) áður en dufthluta þeirra var blandað saman við. Eftir að fóðringin hafði harðnað voru hringlaga skífur skornar út. Candida albicans, Candida glabrata og Candida dubliniensis var sáð á Sabouraud agarskálar, mónókaprínskífur settar á yfirborðið og síðan ræktað við 37°C í 48 klukkustundir. Svæði hamningar var mælt með stækkun þvermáls hringja. Auk þess voru prófaðar skífur með mismunandi þéttni af mónókapríni í vökvarækt af sveppunum. Einnig var mónokaprín í fóðringu dreift yfir miðjar agarskálar og sveppastofnunum sáð á skálarnar, hornrétt á mónókaprín röndina. Niðurstöður: Mónókaprín hindraði vöxt allra sex sveppastofnanna en Candida glabrata sýndi minnsta næmni. Flæði mónókapríns inn í ætið var ekki nægilegt til að hindra vöxt en árangur náðist þegar sveppum var sáð beint á mónókaprín. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að ástæða sé til að kanna virkni mónókapríns gegn sveppasýkingum í munnholi í klínískri rannsókn. V 24 Svefntengd svitnun hjá kæfisvefnssjúklingum: áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum og dagsyfja Erna Sif Arnardóttir1, Bj örg Þorleifsdóttir2, Eva S vanborg3, ísleifur Ólafsson 4, Þórarinn Gíslason1 ’Lungnadeild Landspítala,2 Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 3klínísk taugalífeðlis- fræðideild háskólasjúkrahús Linköping, Svíþjóð, 4rannsóknarstofa Land- spítala ernaar@hi.is Inngangur: Svefntengd svitnun er algeng kvörtun sjúklinga með kæfisvefn. Slík svitnun hverfur oft klínískt við árangursríka meðferð með svefnöndunartæki (CPAP). Þetta einkenni kæfisvefns hefur hins vegar lítið verið rannsakað. Við kynnum hér frumniðurstöður rannsóknar á svefntengdri svitnun fyrir og eftir CPAP meðferð. Efniviður og aöferðir: Pátttakendur, heilbrigðir karlmenn með þekktan kæfisvefn fóru í fulla svefnrannsókn og jafnframt var skráð rafvirkni í húð (electrodermal activity, EDA) til að mæla svitnun. EDA stuðull (EDA-atburðir/klst. svefns) var reiknaður, þar sem >50 pV útslagsbreyting á húðspennu í >1,5 sek. taldist atburður. Blóðsýni voru tekin kvölds og morgna til mælinga á high-sensitivity C-reactive protein (hs-CRP). Niðurstöður: Tíu kæfisvefnssjúklingar (49 ára±10 ár (meðaltal±SD)) hafa verið rannsakaðir fyrir og eftir þriggja mánaða CPAP meðferð. Meðalfjöldi öndunarhléa á klukkustund lækkaði úr 42±11 í 3±3 við meðferð. Fljá átta sjúklingum lækk- aði EDA stuðull marktækt við meðferð (frá 123±94 til 37±44, p=0,003) en hækkaði hjá tveimur sjúklingum (frá 88±46 til 185±30). Fylgni var á milli lækkunar á díastólískum blóðþrýstingi á CPAP og EDA stuðuls (r=0,86; p=0,001 og r=0,62; p=0,06 fyrir kvöld- og morgungildi blóðþrýstings). Einnig varð samtímis lækk- un á EDA stuðli og hs-CRP við meðferð (r=0,69; p=0,04). Þrír sjúklingar voru með EDA stuðul >100 eftir meðferð, þeir hinir sömu sem enn lýstu óeðlilegri dagsyfju (sasmkvæmt Epworth Sleepiness Scale) og höfðu verstu svefngæðin (heildarsvefntími/ tími rúmliggjandi) í hópnum. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að svefntengd svitn- un sé tengd þáttum sem auka áhættu á hjarta- og æðasjúkdóm- um í kæfisvefnssjúklingum. Svefntengd svitnun er einnig sterkt tengd dagsyfju sjúklinga, og endurspeglar mögulega átónomískar örvökur í svefni. V 25 Greining örblæðinga í heila með segulómun og segulnæmum myndaröðum í Öldrunarrannsókn Hjarta- verndar Siguröur Sigurðsson', Ágústa Sigmarsdóttir1, Ólafur Kjartansson', Bryndfs Óskarsdóttir'.Thor Aspelund‘,Lenore Launcr2,SigurlaugSvcinbjörnsdóttir'. Pálmi V. Jónsson1, Mark A. Buchem3, Guðný Eiríksdóttir', Vilmundur Guðnason1 'Hjartavernd, 2Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda, USA, 3háskólasjúkrahúsið í Leiden, Hollandi Sigurdur@hjarta. is Inngangur: Örblæðingar (ÖB) eru venjulega greindar með segulnæmum T2*-vigtuðum myndaröðum í segulómun (SÓ). Læknablaðið/fylgirit 53 2006/93 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.