Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
Félagsmenn VR völdu Daníel
Ólafsson ehf. og Sensa ehf.
fyrirtæki ársins í árlegri könnun
félagsins. Danól sigraði í flokki
stærri fyrirtækja og verkfræði-
stofan Hönnun hf. varð í öðru
sæti. Sensa bar sigur úr býtum
í flokki minni fyrirtækja. Um
10.600 starfsmenn hjá 1.900
fyrirtækjum víða um land tóku
þátt í könnun VR og hafa þátt-
takendur aldrei verið fleiri.
Félagsmenn í SFR, stéttar-
félagi í almannaþjónustu, tóku
nú í fyrsta sinn þátt í valinu,
og völdu Stofnun ársins 2006.
Um 3.000 starfsmenn nær
300 stofnana ríkisins svöruðu
könnuninni. Fjölmargar fleiri
stofnanir fengu viðurkenningu
sem Fyrirmyndarstofnanir SFR,
svo sem Biskupsstofa og Kirkju-
garðar Reykjavíkurprófasts-
dæmis.
Tilgangurinn með vali á fyrir-
tæki ársins er sá að veita bæði
starfsmönnum og stjórnendum
ítarlegar og reglubundnar
upplýsingar um innra starfsum-
hverfi fyrirtækisins. „Þetta er
ekki síst mikilvægt fyrir starfs-
fólkið því að upplýsingarnar
varpa ljósi á starfsskilyrðin.
Kjaramál snúast um meira en
laun,“ segir Gunnar Páll Páls-
son, formaður VR.
VR og SFR völdu fyrirtæki og stofnanir ársins:
Danól, Sensa
og Skatturinn
Skemmtilegt í Skattinum! Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, afhenti
Skúla Eggert Þórðarsyni skattrannsóknarstjóra viðurkenningu fyrir
stofnun ársins. Aðrir á myndinni eru Ragnhildur Benediktsdóttir frá
Biskupsstofu og Björn Sveinsson frá Kirkjugörðum Reykjavíkur.
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, afhenti hjónunum í Danól, þeim
Einari Kristinssyni og Ólöfu Októsdóttur, viðurkenningu fyrir starfs-
mannavænt fyrirtæki.