Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
14 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
Penninn hélt árlega vorhátíð
sína þann 5. maí síðastliðinn
og mætti fjöldi fólks í Hallar-
múlann til að sýna sig og sjá
aðra. Gestum til skemmtunar
sá Jagúar um tónlist, hægt var
að skora á skákmeistara í hrað-
skák, láta teikna af sér andlits-
mynd og skjóta fótbolta í mark
svo fátt eitt sem nefnt.
Þetta var í fimmta skipti
sem hátíðin er haldin og hefur
hún orðið sífellt glæsilegri
með árunum. „Viðskiptavinir
Pennans kunna vel að meta
þessa skemmtun og æ fleiri
taka frá eftirmiðdaginn til að
fagna sumri með okkur,“ segir
Kristinn Vilbergsson, forstjóri
Pennans.
Jafet S. Ólafsson, forstjóri VBS fjárfestingabanka, og Guðni Jóns-
son, framkvæmdastjóri húsgagnasviðs hjá Pennanum.
Penninn fagnar sumri:
Hátíð í Hallarmúla
Tveir að tafli. Hrafn Jökulsson
blaðamaður og Róbert Harðar-
son skákmeistari.
Sólveig Stefánsson, starfsmaður myndlistardeildar Pennans, teiknaði
andlitsmyndir af gestum og gangandi.
Kristinn Vilbergson, forstjóri Pennans, fyrir miðju, og Nanna Kristín
Magnúsdóttir, kona hans, á rabbi við Finn Björgvinsson arkitekt.
Starfsmenn Pennans, sem annast þjónustu við Kyocera ljósritunar-
vélar, brugðu sér í búninga Reading og fóru í boltaleik, en fyrirtækið
er einmitt helsti styrktaraðili þessa kunna knattspyrnuliðs.