Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 126
126 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
ÚR EINU Í ANNAÐ
Hún ætlaði að verða auglýsinga-
teiknari eða arkitekt. Forlögin
ætluðu henni annað og í dag er
hún komin með meistaragráðu
í málun.
„Myndlistin er svo sterkur
þáttur af lífi mínu,“ segir Soffía
Sæmundsdóttir. „Það er eitt-
hvað við málverkið sem hvetur
mig áfram og sogar mig til sín.
Þetta er eins og ástríða sem
ég get ekki verið án. Andleg
næring.“
Þegar listakonan er spurð
hvað myndlistin gefi henni segir
hún: „Ég sé annað og meira en
ella. Hún getur fengið mig til að
hlæja. Þegar ég horfi á fallegt
málverk er eins og heimurinn
standi kyrr.“
Hún notar dekkri liti en áður;
jarðliti. Stundum notar hún
þann svarta.
„Mannverur, sem ég kalla
ferðalanga, einkenna oft mál-
verkin. Sumir eru með vængi.
Þeir geta farið þangað sem
þeir vilja. Ég skapa minn eigin
heim.“
Soffía Sæmundsdóttir hefur
hlotið viðurkenningar fyrir list
sína. Árið 2000 var hún verð-
launahafi í alþjóðlegri málverka-
samkeppni Winsor og Newton
fyrirtækisins en þar voru þátt-
takendur frá 52 löndum. Árið
2003 hlaut hún „Joan Mitchell
Painting and sculpture award“,
sem eru veitt af samnefndri
stofnun í New York fyrir framúr-
skarandi hæfileika í málun.
Ferðalangarnir hafa án efa
haft eitthvað um þetta að
segja.
Myndlist:
ANDLEG NÆRING
Smári S. Sigurðsson, forstöðu-
maður fjármála- og rekstrarsviðs
Iðntæknistofnunar, hefur verið í
karlakórnum Fóstbræðrum í 15 ár.
Kórfélagar æfa um tvisvar í viku en
oftar ef tónleikar eru fram undan.
Karlakórinn er 90 ára á þessu ári
og er fjölbreytt dagskrá í undirbún-
ingi.
Þess má geta að Smári hefur
stundað söngnám í Nýja söngskól-
anum hjá Guðbirni Guðbjörnssyni
og lokið áfangaprófum í söng.
„Það sem heillar mig mest við
tónlistina er hversu fjölbreytileg
hún er og hve mikla möguleika hún
gefur til túlkunar með og án orða.
Tónlist er í mínum huga æðsta list-
form sem til er. Hún gefur iðkand-
anum tækifæri á að nota bæði
heilahvelin á sama tíma; annars
vegar rökhugsun, form og skipulag
og hins vegar tilfinningu, innsæi,
tjáningu og skapandi hugsun.“
Smári segir að það sé ekkert
sem jafnist á við það að syngja.
„Það losar hugann við annir dags-
ins. Maður kemur endurnærður og
andlega hvíldur af æfingum.“
Að sögn Smára er karlakórinn
einstakt samfélag þar sem menn
koma saman úr öllum áttum. „Þeir
sameinast í því verkefni að flytja
og túlka tónlist; segja sögu með
tónum og texta. Samheldni og vin-
átta manna er einstök og fágæt.
Kórinn er því vettvangur þar sem
menn mætast og starfa saman
sem jafningjar óháð bakgrunni og
daglegum störfum.“
Söngur:
ÆÐSTA LISTFORM SEM TIL ER
„Þegar ég horfi á fallegt málverk
er eins og heimurinn standi kyrr.“
„Maður kemur endur-
nærður og andlega
hvíldur af æfingum.“