Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 FORSÍÐUEFNI daga en Sverrir er líka fljótur að sjá spaugilegu hliðina á sjálfum sér og þolir vel þegar grínið er á hans kostnað.“ Hnýtir flugur Í dag segist Sverrir hafa gaman af veiði, sérstaklega stangveiði sem hann stundar þegar tími gefst til. „Ég prófaði mig aðeins áfram í skotveiði en hún heillaði mig ekki því mér er almennt illa við byssur. Mér þótti félagsskapurinn skemmtilegur og veiðin sem slík en kunni aldrei vel við mig innan um byssurnar þannig að ég sneri mér að stangveiði í staðinn.“ Sverrir hnýtir sínar flugur sjálfur og segir það mjög róandi iðju. „Ég hreinlega gleymi stað og stund. Heimurinn minnkar og öll einbeitingin beinist að flugunni sem ég ert að hnýta hverju sinni. Þetta er hálfgert jóga.“ Aðspurður um önnur áhugamál segist Sverrir lesa töluvert. „Lesturinn hjá mér er þrískiptur, í fyrsta lagi hef ég gaman af að lesa mér til um alls kyns fánýtan fróðleik og skrýtna hluti. Í öðru lagi les ég fagbækur um viðskipti og síðast en ekki síst hef ég mjög gaman af góðum spennusögum.“ Sverrir segist hafa mikinn áhuga á viðskiptum og vera ástríðu- maður á því sviði. „Ég helli mér út í það sem ég tek mér fyrir hendur og hætti ekki fyrr en ég búinn að klára það. Ég myndi örugglega vera flokkaður sem „workaholic“ ef út í það er farið.“ Vinir Sverris tala um að hann hafi áhuga og talsvert vit á góðum vínum, en sé alls ekki drykkjumaður. Þess má geta að foreldrar Ragnhildar bjuggu í Frakklandi og framleiddu léttvín og segist Sverrir hafa lært mikið um vín af þeim. Stofnaði snemma fjölskyldu Sverrir er mikill fjölskyldumaður. Hann kynntist eiginkonu sinni, Ragnhildi Önnu Jónsdóttur bókmenntafræðingi, í Þórsmörk um verslunarmannahelgina 1987. Dóttir þeirra fæddist tveimur árum seinna og þau stofnuðum snemma heimili. Þau giftu sig í sept- ember 1995. Sverrir segist hafa unnið mikið á námsárunum og komið víða við á þeim tíma, hann starfaði m.a. sem fangavörður í Síðumúlafangelsinu og við Skólavörðustíg. Foreldrar Sverris störfuðu mikið erlendis og bjuggu ungu hjónin á heimili þeirra á meðan þau voru í burtu. Ragnhildur hefur frá upphafi starfað við hlið Sverris að viðskiptum og hún sér um daglegan rekstur Noa Noa og NEXT. Ragnhildur segist hafa gaman af því að versla og segir Sverri ótrúlega þolinmóðan að versla með henni. „Það er hreint stór- kostlegt hvað hann er yndislegur með það og hvað hann sýnir því mikinn áhuga. Eftir að Sverrir fór sjálfur út í verslunarrekstur er hann óþreytandi að spá og spekúlera og eyðir stundum mun meira tíma í að skoða hlutina en ég og þá líður mér eins og karl- manninum í sambandinu og sest niður og bíð eftir honum. Hann er kannski að spá í lýsinguna í versluninni eða eitthvert smáatriði sem ég sé ekki.“ Að sögn Ragnhildar blossar yfirleitt upp í Sverri áhugi á að eignast hatt þegar þau fara í frí til sólarlanda og það er alls ekki sama hvernig hatturinn er. „Hann leggur mikið á sig til að finna rétta hattinn sem vanalega er einhverskonar stráhattur í Ernest Hemingway stíl. Eftir það getur hann svo setið tímunum saman í skugganum með hattinn á höfðinu og lesið.“ Þegar Ragnhildur er spurð hvort Sverrir hafi einhvern kæk svarar hún hlæjandi: „Hann er með eins konar fótriðu og er oft að hrista á sér fótinn. Ég held að fótriðan sé tengd því að hugur hans er sívirkur og að hristingurinn fylgi honum.“ Páll Viggósson segir að þrátt fyrir að þeir hafi umgengist mikið hafi Sverrir verið mjög dulur með allt sem sneri að tilhugalífinu með Ragnhildi. „Ég er ekki að segja að hann hafi verið að fela kærustuna en hann gufaði eiginlega upp á þeim tíma og hellti sér út í ástarlífið af fullum krafti.“ Skarphéðin Berg, bróðir Sverris, tekur í sama streng, segir bróður sinn mjög rómantískan og rausnarlegan. „Hann bauð til dæmis konunni í helgarferð til Akureyrar þegar þau höfðu verið saman í ár, þrátt fyrir að eiga ekki bót fyrir boruna á sér á þeim tíma, og leigði litla flugvél til fararinnar.“ Árdegi yfirtekur Dag Group Sverrir segir helsta verkefni sitt næstu mánuðina vera að sameina allar verslanirnar undir Árdegi. Í dag eru verslanir Noa Noa og Next reknar undir merki Árdegis en Sverrir segist stefna að því að Árdegi yfirtaki Dag Group. Þegar því er lokið mun Árdegi vera með sautján verslanir á sínum snærum hér á landi auk þess að eiga fjórðungshlut í Merlin. „Með því að setja allar verslanirnar undir einn hatt náist fram töluverð samlegðaráhrif og mjög straumlínulagaður rekstur.“ Aðspurður segir Sverrir engar áætlanir um að setja Árdegi á markað að svo stöddu en að hann telji að það vanti samt tilfinn- anlega öflugt smásölufyrirtæki í Kauphöllina. „Ég sé fyrir mér mikla möguleika í smásölu hér heima en mér þykir Skandínavía líka spennandi markaðssvæði og við höfum fullan hug á að halda áfram að byggja upp fyrirtækið næstu árin.“ ������������������������ ��������������������������������� ����������� ��������� �������������������������������������������� ������������������������������������������� ��������������� ���� ������� ��� ����������� ����������� ������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.