Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 21
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 21 FORSÍÐUEFNI frá Menntaskólanum við Hamrahlíð fór hann í viðskiptafræði í Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1995. Í einum grænum Að sögn Sverris fékk hann ungur áhuga á verslun og viðskiptum. „Fyrsti „bissnesinn“ var þegar ég keypti pylsuvagn og rak vetur- inn 1989. Vagninn hét Í einum grænum og ég ætlaði að sjálfsögðu að verða stór á því sviði og fékk leyfi til að reka pylsuvagn á Ing- ólfstorgi. Bjórinn var leyfður 1. mars 1989 og hugmyndin var að selja fólki á pöbbarölti pylsur,“ segir Sverrir og hlær. „Ég sá fyrir mér gríðarleg viðskipti í því. Málin æxluðust þó á annan veg því að í framhaldi af einhverjum ólátum niðri í bæ ákváðu borgaryf- irvöld að stemma stigu við látunum með því að afturkalla leyfið og það áður en mér hafði tekist að opna vagninn.“ Sverrir segir að í staðinn hafi hann fengið bráðabirgðaleyfi til að selja pylsur við Hlemm. „Veturinn 1989 er einhver kaldasti og snjóþyngsti vetur í manna minnum og rekst- urinn gekk í samræmi við það. Ég byrjaði daginn á því að moka snjó út úr vagninum og þýða vatnið í pottinum, síðan stóð ég vaktina í sextán tíma til að reyna að hafa upp í stofn- kostnað og fæða fjölskylduna.“ Sverrir segist hlæja að þessu í dag, en á sínum tíma hafi þetta verið dauðans alvara og langt frá því að vera fyndið. „Blessaður vertu, ég skráði niður hvað ég seldi margar pylsur á dag og var búinn að reikna nákvæmlega út hvað færi mikið sinnep á hverja pylsu,“ segir Sverrir og getur ekki annað en hlegið að minningunni. „Þetta var skelfilegt.“ Eftir pylsuævintýrið fór Sverrir í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Á háskólaárunum fluttu Sverrir og Ragnhildur inn alls kyns smávarning frá Sýrlandi sem þau seldu í Kolaportinu. „For- eldrar mínir bjuggu um tíma í Damaskus og þegar við fórum að heimsækja þau sáum við eitt og annað sem okkur langaði að prófa að selja hér heima. Þetta voru dúkar, styttur, pottar og annað smádót. Salan gekk ágætlega en það var feikilega flókið og mikið ferli að fá hlutina tollafgreidda og tók því varla að standa í því til lengdar.“ Sverrir útskrifaðist sem viðskiptafræðingur 1995 og tók við sem fjármálastjóri hjá Kögun. Sverrir segir að á þeim tíma hafi Kögun verið tiltölulega lítið fyrirtæki, lokað og sveipað dulúð. „Fyrirtækið var nýflutt til Íslands frá Kaliforníu og vann eingöngu að verkefnum á Keflavíkurflugvelli. Mér fannst þetta feikilega skemmtilegur tími og ég lærði mikið en árið 1998 flutti ég mig yfir til Nýherja þar sem ég var titlaður framkvæmdastjóri alþjóðasviðs sem var stór og virðuleg deild. Ég var eini starfsmaður deildarinnar.“ Að sögn Sverris var þetta á toppi net- bólunnar og á þeim tíma þegar allir í tölvu- bransanum voru að spá í útrás og ætluðu að gerast stórir á alþjóðavísu. „Starf mitt hjá Nýherja fólst aðallega í að skoða mögu- leika og leita að tækifærum til að færa út kvíarnar.“ Út í verslunarrekstur Ragnhildur Anna Jónsdóttir, eiginkona Sverris, er fædd og uppalin í fatabransanum og það blundaði lengi í þeim að fara Nafn: Sverrir Berg Steinarsson. Fæddur: 5. janúar 1969. Maki: Ragnhildur Anna Jónsdóttir. Börn: Margrét Berg, 17 ára, og Andri Berg, 9 ára. Menntun: Viðskiptafræðingur. Í HNOTSKURN • Skífunni breytt í Dag Group í mars 2005 og Sena verður til. • Sena var seld til Dagsbrúnar í febrúar 2006. • Árdegi kaupir Dag Group í mars 2006. • Nordex rekur verslunina Next. • Stefnt er að endanlegri sameiningu Árdegis, Nordex og Dags Group núna í júní. SAGA ÁRDEGIS • Árdegi var stofnað 1999. • Eigendur eru Sverrir Berg Steinarsson og Ragnhildur Anna Jónsdóttir. • Megintilgangur félagsins er rekstur og fjárfestingar í smásöluverslun. • Opnaði verslunina Noa Noa í Kringlunni 1999. • Opnaði verslunina Next í Kringlunni 2003. • Fjárfesti í Skífunni í gegnum Nordex árið 2004. • Árdegi leiðir fjárfestingu í dönsku raftækjakeðjunni Merlin og er með 25% hlut. • Merlin rekur 48 verslanir í Danmörku. ÁRDEGI EFTIR SAMEININGU • Áhersla á smásölu. • Velta um 4,5 milljarðar á ári. • Starfsmenn rúmlega 200. • Fimmta stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi. • Fatnaður, raftæki, tölvur og afþreying. • 17 verslanir á Íslandi (BT 9, Skífan 3, Hljóðfærahúsið 2, Sony Center, Next og Noa Noa).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.