Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 73
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 73 En olíupeningar norska ríkisins eru ekki í Kauphöllinni í Ósló. Þeir eru í erlendum kauphöllum. Peningar ríkisins í kauphöll- inni eru gamlir peningar. Að vísu er það ekki alveg rétt því ríkisfyrirtæki, sem að nokkru eða öllu leyti vinna og selja olíu, eru í Kauphöllinni. Þetta eru til dæmis Statoil og Hydro, sem bæði eru hlutafélög undir stjórn ríkisins, en olíusjóðurinn er geymdur í útlöndum. Nú þætti sennilega Íslendingum, að afloknum róttækum breytingum á rúmlega 13 ára löngum valdaferli Davíðs Oddssonar, eðlilegt að einkavæðing væri mikið hitamál í norskum stjórnmálum. Á ekki að selja rík- isfyrirtækin? Frjálshyggja gegn einkavæðingu Einkavæðingin sést stundum þvælast bak- sviðs í umræðunni en ekki meir. Þó gnæfir ríkið yfir alla aðra atvinnurekendur í landinu og þá eru ekki bara talin störf í heilbrigðis- og skólakerfi heldur einnig við framleiðslu- störf. Fjármálaráðherra Noregs fer með fast að 60 prósent hlutafjár í landinu. Þetta hlýtur að vera tröllaukið verkefni fyrir ungar frjálshyggjuspírur. En svo er ekki. Tveir norsk ir stjórnmálaflokkar lúta stjórn yfirlýstra frjálshyggjukvenna. Þetta eru Hægriflokk- urinn, hinn gamli flokkur atvinnurek- enda og góðborgara. Hins vegar Fram- faraflokkurinn, sem stofnaður var fyrir meira en þrjátíu árum undir slagorð- inu: Við erum búin að fá nóg af skattpín- ingu og ríkisrekstri. Þessir tveir frjáls- hyggjuflokkar hafa saman tæpan helm- ing atkvæða sam- kvæmt skoðanakönnunum það sem af er þessa árs. Það ætti að gefa þeim allþokka- lega viðspyrnu til að kynna helsta baráttu- mál allra frjálshyggjuflokka og sjálfan kjarn- ann í hugmyndum allra frjálshyggjupostula - einkavæðinguna. Báðir frjálshyggjuflokkarnir hafa haldið landsfundi sína í vor án þess að nefna sölu ríkisfyrirtækja. Hægriflokkurinn end- urkaus Ernu Solberg, yfirlýsta frjálshyggjukonu, sem for- mann. Hún er kölluð Járn-Erna í höfuðið á sjálfri Járnfrúnni, Margréti Thatcher. Munurinn á þeim er þó sá að Járn-Erna styður ríkisrekstur en Járnfrúin varð fræg fyrir allt annað. Skortur á kapítalistum Framfaraflokkurinn kaus sér Siv Jensen sem formann eftir Carl I. Hagen. Einnig hún lýsir sér sem frjálshyggjukonu. Helg- ina fyrir formannskjörið átti undirritaður viðtali við hana fyrir RÚV og spurði hvort hún hygðist beita sér fyrir sölu rík- isfyrirtækja þegar og ef hún kæmist til valda. NEI! Svarið var einfalt nei: Frjálshyggjukonan Siv Jensen ætlar ekki að beita sér fyrir sölu ríkisfyrirtækja. Málið er ekki á dagskrá. Og skýringuna á þessu fráviki frá hefð- bundinni frjálshyggju skýrði hún með því að það vantaði kapítalista í Noregi til að kaupa öll þau ríkisfyrirtæki sem frjálshyggju- mönnum í öllum löndum þykir eðlilegt að RÍKUSTU NOR ÐMENNIRNIR Skipakóngurinn John Fredriksen hefur á aldarfjórðungi skapað sér verðmæti upp á jafnvirði um 400 milljarða íslenskra króna. Erna Sólberg er formaður norska Hægriflokksins. Hún beitti sér ekki fyrir einkavæðingu þau fjögur ár sem hún sat í ríkisstjórn og hefur ekki sölu ríkiseigna á stefnuskránni Siv Jensen er arftaki hins umdeilda Carls I. Hagen í Framfaraflokknum. Hún lýsir sér sem frjálshyggju- konu en telur sölu ríkis- eigna ótímabæra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.