Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 73
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 73
En olíupeningar norska ríkisins eru ekki
í Kauphöllinni í Ósló. Þeir eru í erlendum
kauphöllum. Peningar ríkisins í kauphöll-
inni eru gamlir peningar. Að vísu er það
ekki alveg rétt því ríkisfyrirtæki, sem að
nokkru eða öllu leyti vinna og selja olíu, eru
í Kauphöllinni. Þetta eru til dæmis Statoil
og Hydro, sem bæði eru hlutafélög undir
stjórn ríkisins, en olíusjóðurinn er geymdur
í útlöndum.
Nú þætti sennilega Íslendingum, að
afloknum róttækum breytingum á rúmlega
13 ára löngum valdaferli Davíðs Oddssonar,
eðlilegt að einkavæðing væri mikið hitamál
í norskum stjórnmálum. Á ekki að selja rík-
isfyrirtækin?
Frjálshyggja gegn einkavæðingu
Einkavæðingin sést stundum þvælast bak-
sviðs í umræðunni en ekki meir. Þó gnæfir
ríkið yfir alla aðra atvinnurekendur í landinu
og þá eru ekki bara talin störf í heilbrigðis-
og skólakerfi heldur einnig við framleiðslu-
störf. Fjármálaráðherra Noregs fer með fast
að 60 prósent hlutafjár í landinu.
Þetta hlýtur að vera tröllaukið verkefni
fyrir ungar frjálshyggjuspírur. En svo er
ekki.
Tveir norsk ir
stjórnmálaflokkar
lúta stjórn yfirlýstra
frjálshyggjukvenna.
Þetta eru Hægriflokk-
urinn, hinn gamli
flokkur atvinnurek-
enda og góðborgara.
Hins vegar Fram-
faraflokkurinn, sem
stofnaður var fyrir
meira en þrjátíu
árum undir slagorð-
inu: Við erum búin
að fá nóg af skattpín-
ingu og ríkisrekstri.
Þessir tveir frjáls-
hyggjuflokkar hafa
saman tæpan helm-
ing atkvæða sam-
kvæmt skoðanakönnunum það sem af er
þessa árs. Það ætti að gefa þeim allþokka-
lega viðspyrnu til að kynna helsta baráttu-
mál allra frjálshyggjuflokka og sjálfan kjarn-
ann í hugmyndum allra frjálshyggjupostula
- einkavæðinguna.
Báðir frjálshyggjuflokkarnir hafa haldið
landsfundi sína í vor án þess að nefna
sölu ríkisfyrirtækja. Hægriflokkurinn end-
urkaus Ernu Solberg, yfirlýsta
frjálshyggjukonu, sem for-
mann. Hún er kölluð Járn-Erna
í höfuðið á sjálfri Járnfrúnni,
Margréti Thatcher. Munurinn
á þeim er þó sá að Járn-Erna
styður ríkisrekstur en Járnfrúin
varð fræg fyrir allt annað.
Skortur á kapítalistum
Framfaraflokkurinn kaus sér
Siv Jensen sem formann eftir
Carl I. Hagen. Einnig hún lýsir
sér sem frjálshyggjukonu. Helg-
ina fyrir formannskjörið átti
undirritaður viðtali við hana
fyrir RÚV og spurði hvort hún
hygðist beita sér fyrir sölu rík-
isfyrirtækja þegar og ef hún
kæmist til valda.
NEI!
Svarið var einfalt nei: Frjálshyggjukonan
Siv Jensen ætlar ekki að beita sér fyrir sölu
ríkisfyrirtækja. Málið er ekki á dagskrá.
Og skýringuna á þessu fráviki frá hefð-
bundinni frjálshyggju skýrði hún með því
að það vantaði kapítalista í Noregi til að
kaupa öll þau ríkisfyrirtæki sem frjálshyggju-
mönnum í öllum löndum þykir eðlilegt að
RÍKUSTU NOR ÐMENNIRNIR
Skipakóngurinn John Fredriksen hefur á aldarfjórðungi
skapað sér verðmæti upp á jafnvirði um 400 milljarða
íslenskra króna.
Erna Sólberg er formaður norska
Hægriflokksins. Hún beitti sér
ekki fyrir einkavæðingu þau
fjögur ár sem hún sat í ríkisstjórn
og hefur ekki sölu ríkiseigna á
stefnuskránni
Siv Jensen er arftaki hins
umdeilda Carls I. Hagen
í Framfaraflokknum. Hún
lýsir sér sem frjálshyggju-
konu en telur sölu ríkis-
eigna ótímabæra.