Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 89
Hið frábæra víngerðarfyrirtæki Casa Lapostolle frá Chile var stofnað af Alexandra Marnier Lapostolle og eigin-manni hennar árið 1994 en nú nýlega tók Bakkus ehf. við
umboði fyrir það hér á landi. Strax í upphafi var lögð rík áhersla
á gæði og fagmennsku í víngerðinni. Einn fremsti vínfræðingur
Frakklands, Michel Rolland, var hafður með í ráðum við val á
þrúgum og á hvaða svæðum þær myndu njóta sín best. Marnier-
Lapostolle fjölskyldan hefur stundað víngerð í marga ættliði og
þekkjum við Grand Marnier líkjörinn úr víngerð þeirra einna best.
Casa Lapostelle framleiðir hin hefðbundnu einnar þrúgu vín.
CASA LAPOSTOLLE
CHARDONNAY
Göfugt og fíngert,
ávaxtaríkt og ferskt,
talsvert bragðmikið
með góðum keim af
þroskuðum ávöxtum.
Létt eik. Vínið er
einstaklega ljúft
með fisk- og skelfisk-
réttum og ljósu kjöti.
Verð í vínbúð
1290 kr.
CASA LAPOSTOLLE
SAUVIGNON BLANC
Ferskt og snarpt,
suðrænir ávextir.
Gott jafnvægi í sýru.
Vínið hentar vel með
salötum, grilluðum
fiskréttum eða bara
eitt sér í góða veðr-
inu.
Verð í vínbúð
1240 kr.
CASA LAPOSTOLLE
MERLOT
Dimmfjólublátt vín.
Mikið af rauðum
berjum, mjúkt en
þétt og kryddað.
Langt eftirbragð.
Hentar með
kjúklingi, pasta,
lamba- og nauta-
kjöti.
Verð í vínbúð
1590 kr.
CASA LAPOSTOLLE
CABERNET SAUVIGNON
„CUVÉE ALEXANDRE“
Djúpur rúbínrauður litur.
Flókið og þétt vín, mikið
af sólberjum, rauðum
berjum og plómum.
Ristuð eik en þó ekki
yfirgnæfandi. Kröftugt
og „elegant“ í senn.
Kryddað, keimur af
sedrus og kaffi, langt
eftirbragð, mjúk tannín.
Gott með góðri steik
eða þroskuðum ostum.
Verð í vínbúð 2.290 kr.
CASA LAPOSTOLLE
SYRAH
„CUVÉE ALEXANDRE“
Djúpur dökkfjólublár
litur. Þétt og mikið vín
þar sem ristuð eik,
möndlur, beikon, reykur,
krydd og svört kirsuber
takast á. Ákveðið en þó
mjúkt eftirbragð. Hentar
vel með nautakjöti og
villibráð.
Verð í vínbúð 2.440 kr.
CLOS APALTA
Vínið fékk hæstu einkunn (94) sem Winespectator
hefur nokkru sinni gefið víni frá Chile. Það er úr 65%
Merlot Carmenere og 35% Cabernet Sauvignon.
Þrúgurnar eru handtíndar í smákörfur af 60 ára
gömlum vínviði. Djúpur, þéttur, rauður litur, flókin og
aðlaðandi angan af kirsuberjum, sólberjum og öðrum
dökkum berjum Sambland af léttum tónum af ristaðri
eik, súkkulaði og kaffi. Flauelsmjúkt, langt eftir-
bragð, fínt og göfugt tannín.
Verð í vínbúð 4.890 kr.
– ÁHERSLA LÖGÐ Á GÆÐI
OG FAGMENNSKU Í VÍNGERÐINNI