Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 129

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 129
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 129 Karl Jóhann Jóhannsson er nýráðinn aðstoðar-fram kvæmda stjóri Flügger á Íslandi. Um starf sitt segir Karl að það felist í almennri stjórnun á fyrirtæk- inu, fjármálastjórn, umsjón með starfs manna mál um, stefnumótun og markaðs- málum. Stefnumótunin og markaðsmálin eru unnin í nánu samstarfi við aðalstöðv- arnar í Danmörku, en Flügger er með yfir 520 verslanir um allan heim. Áður starfaði Karl hjá Opnum kerfum þar sem hann var ráðgjafi á sviði stefnumót- unar, gæðamála og viðskipta- tengsla. Þá hefur Karl verið kennari í viðskiptadeild Háskól- ans á Bifröst samhliða vinnu og er leiðbeinandi í BS lokaverk- efnum í viðskiptadeild. Það hefur verið mikið að gera hjá Karli að undanförnu: „Ég hef verið að setja mig inn í rekstur Flüggers, sem er viða- mikill og í mörg horn að líta. Fjármálastjóri fyrirtækisins er nú að hætta eftir 17 ára starf og ég mun einnig taka við verkefnum hans, sem eru ansi margbreytileg, fyrir utan aðra stjórnun hjá fyrirtækinu.“ Eiginkona Karls er Guð- björg Kr. Ingvarsdóttir skart- gripahönnuður sem rekur fyr- irtækið Aurum í Bankastræti. „Við hjónum stofnuðum fyrir- tækið árið 1999 og hefur Guð- björg rekið það frá upphafi. Ég hef komið nálægt rekstr- inum með mína þekkingu á viðskiptum.“ Guðbjörg og Karl eiga tvær ungar dætur, átta og þriggja ára. Þegar kemur að áhuga- málum þá er laxveiði ofarlega á blaði: „Fyrir utan að njóta þess að vera með fjölskyldunni þá er laxveiði stærsta áhuga- málið og ég verð að komast í nokkrar laxveiðiferðir á hverju ári til að geta sinnt þörfinni. Það má segja að ég hafi alist upp í laxveiði þar sem faðir minn var mikill laxveiðimaður og var farið í margar veiðiferðir á mínum yngri árum. Einu sinni á ári fer ég með fjölskyldunni í veiði í laxveiðiá í Dölunum, en þangað fór ég með foreldrum mínum frá tveggja ára aldri. Í þessari ferð er aðalatriðið að borða góðan mat og leyfa krökkunum að veiða. Ég og Guðbjörg förum síðan með öðrum hjónum í minnst eina veiðiferð á sumri og svo er það „strákaferðin“ þar sem ég er í góðra vina hópi við veiði og aðra skemmtun. Ég fór í sjö eða átta laxveiðitúra í fyrra, en á von á því að þeir verði færri í sumar. Við hjónin höfum gaman að fara á skíði, Guð- björg keppti áður á skíðum og kenndi og er stefnan að við förum til Austurríkis í janúar með vinahópi úr Round table 1, en það er klúbbur sem ég hef verið meðlimur í sl. 6 ár. Á vet- urna er ég með tveimur vinum mínum í veggtennis.“ Síðasta frí sem Karl og Guð- björg fóru í var til London í mars: „Við gistum á frábæru „hóteli“ í Notting Hill með þremur öðrum pörum. Húsið er í eigu Martin Miller, sem er þekktur fyrir Miller’s gin og lík- ist meira heimili heldur en hót- eli. Óhætt er að segja að mjög sérstakt var að dvelja þarna. Þetta er stórt hús og leigir Miller herbergi út og býr einnig sjálfur í húsinu. Eitt skiptið var hann með viðskiptafund í stofunni þegar við félagarnir sátum í næsta sófa, slöppuðum af og drukkum Miller’s gin. Markmiðið með ferðinni var að slappa vel af og borða góðan mat á góðum veitingastöðum og heppnaðist það í alla staði frábærlega vel. Í ágúst ætlum við að fara til Spánar. Þar eigum við raðhús, sem við reynum að komast í þegar tækifæri gefst. Þá eigum við sumarbústaðarlóð í Gríms- nesinu (1 hektara), höfum átt hana í fimm ár og erum ekki enn byrjuð að byggja. Og þar sem ég sé ekki fram á að ég byrji nokkurn tímann þá er svo komið að ég ætla að flytja inn sumarbústað sem verður settur upp fyrir okkur. Ekki það að við séum sumarbústaðalaus. Með fjölskyldu Guðbjargar eigum við sumarbústað á Snæfjalla- strönd sem er algjör paradís á sumrin.“ Nafn: Karl Jóhann Jóhannsson. Fæðingarstaður: Ólafsvík, 14. 6. 1967. Foreldrar: Ingibjörg Gunnlaugsdóttir húsmóðir og Jóhann Jónsson kaup- maður (látinn). Maki: Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir. Börn: Ásgerður Diljá, 8 ára, og Karlotta Kara, 3 ára. Menntun: MBA og M.Sc. (sérsvið: skipulagning og stjórnun fyrirtækja). FÓLK Karl Jóhann Jóhannsson: „Það má segja að ég hafi alist upp í laxveiði þar sem faðir minn var mikill laxveiðimaður og var farið í margar veiðiferðir á mínum yngri árum.“ aðstoðarframkvæmdastjóri Flügger á Íslandi KARL JÓHANN JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.