Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
SUMARIÐ ER TÍMINN
„Ég er hóflegur göngugarpur,“
segir Hallgrímur Snorrason hag-
stofustjóri. „Ég geng langmest
þennan fína göngustíg sem
er meðfram strandlengjunni; í
Fossvogsdalnum, við Ægisíðu,
á Seltjarnarnesi og í Kársnes-
inu. Sveitarfélögin eiga heiður
skilinn fyrir göngustíginn.
Austur í Landbroti, í paradís
fjölskyldunnar, eru ljómandi
gönguleiðir í Landbrotshraun-
inu. Það er líka skemmtilegt að
ganga upp á heiðina fyrir ofan
Kirkjubæjarklaustur því þar er
svo fallegt útsýni. Ég geng líka
í Skaftafelli og þá gjarnan inn á
heiðina og inn í Morsárdal.“
Þegar hagstofustjórinn
er spurður hvað gangan gefi
honum segir hann: „Að fá
ferskt loft í lungun, hreyfa
skrokkinn og sveifla útlimunum
og koma þreyttur og endur-
nærður til baka; ekki „sísetu-
þreyttur“.“
Hóflegur göngugarpur
Hallgrímur Snorrason:
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, á
afmæli í júlí og heldur upp á þann
mánuð öðrum fremur, enda seg-
ist hann vera mikill sumarmaður
í sér.
„Sumarið er tíminn. Sumar-
mánuðirnir eru skemmtilegir og
ég reyni þá að verja tíma með
fjölskyldunni.“
Ari og fjölskylda fara í sumar-
bústað auk þess sem hann er
mikið fyrir laxveiði. ,,Stundum fer
eiginkonan með og kemur fyrir
að barn sláist í hópinn. Ég fer
hingað og þangað til að veiða
en mest í Laxá í Leirársveit og í
Norðurá. Þegar ég byrjaði í veið-
inni tengdist það aðallega því
að mér fannst gaman að ferðast
um landið og vera með góðum
vinum. Svo fór veiðimennskan að
vaxa sem áhugamál.“
Ari hefur gaman af að mat-
reiða laxinn og grillar hann
gjarnan úti í garðinum sem búið
er að breyta. „Við létum minnka
svæðið þar sem var gras og í
staðinn eru komnir pallar og skjól-
veggir.“ Ari segist annars ekki
vinna mikið í garðinum. „Ég reyni
aðallega að halda niðri viðgangi
fíflastofnsins.“
Laxinn á grillið
Ari Edwald:
Ari Edwald.
Hallgrímur Snorrason.