Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 130

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 130
130 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 FÓLK F lugleiðahótel ehf. reka tvær hót el keðj ur, Icelandairhotels og Hótel Eddu. Fyrirtækið var stofnað 1998 þegar hótelin í eigu Flugleiða voru sameinuð í eitt sjálfstætt fyrirtæki í eigu FL Group. Í Hótel Eddu keðj- unni eru alls fimmtán sumar- hótel víðs vegar um land. Eddu- hótelin bjóða upp á ódýra en vandaða gistingu. Icelandair- hotelin er keðja átta heilsárs- hótela sem eru 3 og 4 stjarna. Stærstu Icelandairhótelin eru í Reykjavík, Hótel Nordica með 252 herbergi og Hótel Loft- leiðir með 220 herbergi. Arn- grímur Fannar Haraldsson er sölustjóri á innanlandsmarkaði Flugleiðahótela: „Ég hóf störf hjá Flugleiða- hótelum árið 2003 og þá í ráð- stefnudeild Hótel Nordica. Áður hafði ég m.a. starfað sem tónlistarmaður, ýmist í hluta- starfi eða aðalstarfi og þá lengst af með hljómsveitinni Skíta- móral. Frá stofnun hljómsveit- arinnar 1996 hef ég einnig verið framkvæmdastjóri hennar og sem slíkur séð um samninga- gerð, bókhald og bókanir. Í dag er tónlistin meira áhugamál og umboðsskrifstofan Concert sér um samningana.“ Vinnustaður Arngríms er á Hótel Loftleiðum sem hentar honum ágætlega: „Ég bý í Vest- urbænum og er þar af leiðandi ekki lengi í vinnuna. Ég fer samt yfirleitt á bíl vegna þess að oft þarf ég að fara á milli hótela eða skreppa á fundi úti í bæ. Ég er vaknaður kl. 7 á morgnana og mættur í vinnu kl. 8 og er yfirleitt ekki lengur en til 16:30 á skrifstofunni. Starf mitt er nokkuð fjölbreytt. Helstu verkefnin eru samninga- gerð við innlend fyrirtæki og félagasamtök, hönnun tilboða, ásamt hinum ýmsu markaðs- og kynningarmálum.“ Arngrímur er í sambúð með Yesmine Olsson, einkaþjálfara í World Class, Laugum. „Við eigum von á fyrsta barni okkar í lok september. Ég á fyrir son- inn Harald. Eftir að ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skóla Suðurlands árið 1997 liðu fjögur ár þar til ég hóf aftur nám við Háskóla Íslands þar sem ég útskrifaðist með BS- próf í ferðamálafræðum. Arngrímur segir reglu- bundna hreyfingu lífsnauðsyn- lega og hefur undanfarin ár æft af miklu kappi með Karatefé- lagi Reykjavíkur: „Það er góður andi í félaginu og gott að losa um streitu og spennu með því að púla og hamast á æfingum, sem eru þrjár í viku. Veiði er áhugamál fjölskyldunnar. Við förum árlega fjölskylduferð í Veiðivötn. Þar er skemmtilegt að vera og í síðustu ferð veiddi minnsti fjölskyldumeðlimur- inn flesta fiskana. Ég veiði eingöngu á flugu og í sumar verður farið víða og rennt bæði fyrir silung og lax. Við Yesmine erum einnig dugleg að ferðast og fórum í vetur í skíðaferð til Salt Lake City í Bandaríkjunum, og það er eitt besta frí sem við höfum farið í. Aðstaðan þar er frábær og skíðasvæðið á heimsmæli- kvarða. Í sumar stendur svo til að keyra hringveginn um landið og gista á Edduhótelum, enda ekki bjóðandi óléttri konu að sofa í tjaldi.“ Nafn: Arngímur Fannar Haraldsson. Fæðingarstaður: Selfoss, 23. 4. 1976. Foreldrar: Haraldur B. Arngrímsson og Klara Sæland. Maki: Yesmine Olsson. Börn: Haraldur Fannar 7 ára. Menntun: BS í ferðamálafræðum frá Háskóla Íslands. sölustjóri á innanlandsmarkaði Flugleiðahótela ehf. ARNGRÍMUR FANNAR HARALDSSON Arngrímur Fannar Haraldsson: „Gott að losa um streitu og spennu með því að púla og hamast á æfingum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.