Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
E
nginn er lengur ríkasti maður Nor-
egs. Sætið er autt og óskipað. Núna
er bara til annar ríkasti maður
landsins. Maðurinn, sem var rík-
astur, er nú orðinn norska vegabréf-
inu sínu fátækari. Hann skilaði því inn í vor
og hefur fengið ríkisfang og kosningarétt
á Kýpur.
John Fredriksen heitir hann og ku vera á
flótta undan skattinum. Eða var hann ef til
vill bara einmana? Það er skortur á ríkum
mönnum í Noregi. Fredriksen er útgerðar-
maður olíuskipa, risastórra tankskipa, sem
hann gerir út í nafni fyrirtækisins Frontline
en annars á hann ítök víða og marga pen-
inga.
Fredriksen hefur lengi átt lögheimili í
Lundúnum og borgað skatt þar en verið
norskur ríkisborgari. Hann hefur haft skrif-
stofu bæði í Ósló og Lundúnum og hann
mátti til skamms tíma vera allt að helm-
ingi hvers árs í Noregi án þess að teljast
búsettur þar og skattskyldur heima.
Nú er búið að herða þessar reglur og
Norðmaður með erlent lögheimili má ekki
vera í Noregi meira en 90 daga á ári án þess
að flytja lögheimili sitt heim og gera norska
skattaskýrslu.
,,Níutíu dagar er of lítið,“ sagði vinur
Fredriksen að hann hefði sagt. Fredrik-
sen skilaði vegabréfinu og fékk nafn sitt
strikað úr út norsku þjóðskránni. Hann er
þó löngum stundum heima í Noregi. Sem
löggiltur útlendingur getur hann dvalið í
landinu að vild. Sjálfur hefur Fredriksen
ekkert sagt um vistaskiptin. Hann talar
aldrei opinberlega.
Og þegar Fredriksen skilaði inn vega-
bréfi sínu komust til dæmis stærstu lax-
eldisfyrirtæki Noregs - Pan Fish og Fjord
Seafood - í eigu útlendings. Fredriksen er
fiskframleiðandi, sem slær sjálfum Kjell
Inge Rökke við.
Ljóti kapítalistinn
Og vorin eru tími landsfunda stjórnmála-
flokkanna. Flokkarnir sendu frá sér álykt-
anir sínar um leið og auðmaðurinn Fredrik-
sen sendi inn vegabréfið. Formaður flokks
maóista, Thorstein Myhre, talaði örugglega
fyrir munn mikils meirihluta norsku þjóðar-
innar þegar kallaði Fredriksen sníkjudýr.
Sagði að hann nyti góðs af samfélagsþjón-
ustu í Noregi en borgaði ekki krónu heim
í skatt. Þó eru eignir mannsins metnar á
jafnvirði um 400 milljarða íslenskra króna.
Hann er þrefalt ríkari en Rökke.
En það er hlutverk maóista að skamma
kapítalista. Hvað segja hægrimenn? Hvernig
vilja þeir búa að kapítalistum landsins.
Skatturinn er þar eitt atriði en það verður
líka að vera pláss heima fyrir ríka menn,
pláss vegna þess að í Noregi á ríkið mikið
og vill ekkert selja.
Þótt John Fredriksen skipti um ríkisfang
hverfur hann ekki úr norsku fjármálalífi
með því einu að skila inn vegabréfinu.
Hann verður eftir sem áður umtalsverður
kapítalisti og stór kall með mikla peninga í
kauphöllinni í Ósló.
Bara litlir karlar
En Fredriksen og aðrir stórir kallar í kaup-
höllinni eru allir til samans bara smákallar
við hliðina á stóra, stóra kapítalistanum í
kauphöllinni. Einn fjármagnseigandi í Nor-
egi á meira en helminginn af hlutafénu
sem er á markaði í landinu. Þetta er norska
ríkið. Menn eins og John Fredriksen, Kjell
Inge Rökke, Stein Erik Hagen, Odd Reitan
og Olaf Thon kroppa bara til sín molana,
sem falla af borði ríkisins
Og þá segja menn: Nú það er ekki
skrýtið; norska ríkið á olíusjóðinn upp á
meira en eina billjón íslenskra króna.
R Í K U S T U M E N N N O R E G S
Hvernig er að vera ríkur maður í landi
eins og Noregi þar sem ríkið á allt?
RÍKUSTU NOR ÐMENNIRNIR
TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON
MYNDIR: ÝMSIR