Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 E nginn er lengur ríkasti maður Nor- egs. Sætið er autt og óskipað. Núna er bara til annar ríkasti maður landsins. Maðurinn, sem var rík- astur, er nú orðinn norska vegabréf- inu sínu fátækari. Hann skilaði því inn í vor og hefur fengið ríkisfang og kosningarétt á Kýpur. John Fredriksen heitir hann og ku vera á flótta undan skattinum. Eða var hann ef til vill bara einmana? Það er skortur á ríkum mönnum í Noregi. Fredriksen er útgerðar- maður olíuskipa, risastórra tankskipa, sem hann gerir út í nafni fyrirtækisins Frontline en annars á hann ítök víða og marga pen- inga. Fredriksen hefur lengi átt lögheimili í Lundúnum og borgað skatt þar en verið norskur ríkisborgari. Hann hefur haft skrif- stofu bæði í Ósló og Lundúnum og hann mátti til skamms tíma vera allt að helm- ingi hvers árs í Noregi án þess að teljast búsettur þar og skattskyldur heima. Nú er búið að herða þessar reglur og Norðmaður með erlent lögheimili má ekki vera í Noregi meira en 90 daga á ári án þess að flytja lögheimili sitt heim og gera norska skattaskýrslu. ,,Níutíu dagar er of lítið,“ sagði vinur Fredriksen að hann hefði sagt. Fredrik- sen skilaði vegabréfinu og fékk nafn sitt strikað úr út norsku þjóðskránni. Hann er þó löngum stundum heima í Noregi. Sem löggiltur útlendingur getur hann dvalið í landinu að vild. Sjálfur hefur Fredriksen ekkert sagt um vistaskiptin. Hann talar aldrei opinberlega. Og þegar Fredriksen skilaði inn vega- bréfi sínu komust til dæmis stærstu lax- eldisfyrirtæki Noregs - Pan Fish og Fjord Seafood - í eigu útlendings. Fredriksen er fiskframleiðandi, sem slær sjálfum Kjell Inge Rökke við. Ljóti kapítalistinn Og vorin eru tími landsfunda stjórnmála- flokkanna. Flokkarnir sendu frá sér álykt- anir sínar um leið og auðmaðurinn Fredrik- sen sendi inn vegabréfið. Formaður flokks maóista, Thorstein Myhre, talaði örugglega fyrir munn mikils meirihluta norsku þjóðar- innar þegar kallaði Fredriksen sníkjudýr. Sagði að hann nyti góðs af samfélagsþjón- ustu í Noregi en borgaði ekki krónu heim í skatt. Þó eru eignir mannsins metnar á jafnvirði um 400 milljarða íslenskra króna. Hann er þrefalt ríkari en Rökke. En það er hlutverk maóista að skamma kapítalista. Hvað segja hægrimenn? Hvernig vilja þeir búa að kapítalistum landsins. Skatturinn er þar eitt atriði en það verður líka að vera pláss heima fyrir ríka menn, pláss vegna þess að í Noregi á ríkið mikið og vill ekkert selja. Þótt John Fredriksen skipti um ríkisfang hverfur hann ekki úr norsku fjármálalífi með því einu að skila inn vegabréfinu. Hann verður eftir sem áður umtalsverður kapítalisti og stór kall með mikla peninga í kauphöllinni í Ósló. Bara litlir karlar En Fredriksen og aðrir stórir kallar í kaup- höllinni eru allir til samans bara smákallar við hliðina á stóra, stóra kapítalistanum í kauphöllinni. Einn fjármagnseigandi í Nor- egi á meira en helminginn af hlutafénu sem er á markaði í landinu. Þetta er norska ríkið. Menn eins og John Fredriksen, Kjell Inge Rökke, Stein Erik Hagen, Odd Reitan og Olaf Thon kroppa bara til sín molana, sem falla af borði ríkisins Og þá segja menn: Nú það er ekki skrýtið; norska ríkið á olíusjóðinn upp á meira en eina billjón íslenskra króna. R Í K U S T U M E N N N O R E G S Hvernig er að vera ríkur maður í landi eins og Noregi þar sem ríkið á allt? RÍKUSTU NOR ÐMENNIRNIR TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: ÝMSIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.