Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
RE/MAX LIND:
„RE/MAX LIND skrifstofan í Kópavogi hefur starfað í þrjú ár. Þar er að
finna 16 manna hóp sölumanna, dugmikið fólk sem leggur sig fram um
að vinna vel fyrir viðskiptavini sína með því meðal annars að kynna sér
sem best allt sem kemur að gagni í fasteignasölu og fræðast og sækja nám-
skeið um það sem starfsmenn RE/MAX bæði hér á landi og um allan
heim eru að gera hverju sinni,“ segir Konráð Konráðsson, annar tveggja
framkvæmdastjóra skrifstofunnar, en auk hans gegnir Gunnar Valsson
því starfi. Þórarinn Jónsson er löggiltur fasteignasali skrifstofunnar.
RE/MAX er alþjóðleg sérleyfiskeðja, byggð upp af sjálfstæðum fast-
eignasölum sem reka skrifstofur sínar í samræmi við RE/MAX-kerfið.
Samkvæmt því eru allir sölufulltrúar hverrar skrifstofu sjálfstæðir rekstrar-
aðilar. RE/MAX-keðjan var stofnuð í Bandaríkjunum fyrir um fjörutíu
árum og í dag eru RE/MAX-skrifstofur í 63 löndum. Keðjan er stærsta
fasteignasölukeðja í heimi með 110 þúsund sölufulltrúa. Virkt samstarf
er milli sölufulltrúa bæði hér og erlendis og að sögn Konráðs kemur sér
vel að geta leitað ráða hjá samstarfsaðilum þar, t.d. þegar
Íslendingar eru að kaupa hús á Spáni og í Búlgaríu.
Vinna verður markvisst að sölunni Nýlega fóru
RE/MAX LIND-menn á árlega ráðstefnu sem haldin
var í Las Vegas. Þangað komu 11 þúsund manns, fólk
alls staðar að úr heiminum. Þar voru veitt verðlaun fyrir
vel unnin störf auk þess sem mönnum gafst færi á að
kynnast því hvað fólk er að gera í öðrum löndum.
„Þjónustustigið hjá RE/MAX er öðruvísi en á öðrum fasteignasölum.
Við lítum svo á að ekki nægi að setja eignir á söluskrá heldur verði að
vinna markvisst að því að selja þær. Það gerum við t.d. með því að fá fag-
ljósmyndara til að taka fallegar myndir. Við erum með stærri auglýsingar
og það sem skiptir ekki minnstu máli, við sýnum eignirnar sjálf. Á þann
hátt getum við hjálpað
kaupendum við að
skoða eignina og ekki
síður seljendum til að
draga fram það sem
getur skipt miklu máli
í söluferlinu, að benda
á kosti eins og góða
staðsetningu skóla og
leikskóla, hvar sund-
laugin sé og hvar
strætisvagnaleiðir liggi
í nágrenninu. Síðan
höldum við sölusýningar sem virka mjög vel. Þær skapa vissa eftirspurn
þegar fólk sér að aðrir eru að hugsa um fasteignina líka. Vegna þessa
fyrirkomulags getur hver sölufulltrúi aðeins verið með
ákveðinn fjölda eigna á sinni könnu til þess að geta
sinnt hverri eign nægilega vel.“
Eignavalið fjölbreytt RE/MAX LIND í Kópavogi
selur jöfnum höndum íbúðar- og atvinnuhúsnæði,
bæði á höfuðborgarsvæðinu og einnig úti á landi, enda
er mikið leitað til skrifstofunnar varðandi húsnæði
eða lóðir utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Skrifstofan
selur ennfremur nýjar íbúðir fyrir verktaka. „Við höfum einbeitt okkur
að Kópavoginum sem okkar aðalsvæði þótt við einskorðum okkur að
sjálfsögðu ekki við hann heldur seljum eignir hvar sem er,“ segir Konráð
Konráðsson, framkvæmdastjóri og sölufulltrúi hjá RE/MAX LIND í
Bæjarlind 12 í Kópavogi.
Hátt þjónustustig
hjá RE/MAX LIND
Sölumenn RE/MAX LIND
leggja sig fram um að
þekkja vel eignir sem
þeir eru með á söluskrá
og veita góða ráðgjöf.
Framkvæmdastjórarnir Konráð Konráðsson
og Gunnar Valsson við verðlaunaafhendingu
í Las Vegas.
Starfsmenn
RE/MAX LIND í
Kópavogi.
K
Y
N
N
IN
G
SUMARIÐ ER TÍMINN