Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 K Y N N IN G SUMARIÐ ER TÍMINN FOSSHÓTEL: F osshótel halda upp á 10 ára afmæli í ár. Fyrirtækið er með tvö vörumerki á sinni könnu, Fosshótel, sem eru 12 hótel í kringum landið, og Inns of Iceland sem eru tvö gistiheimili í Reykjavík. Fyrsta Fosshótelið var Fosshótel Lind í Reykjavík en nú eru þrjú Fosshótel í höfuðborginni auk Inns of Iceland gistiheimilanna tveggja. Utan Reykjavíkur eru níu Fosshótel sem öll eru nálægt helstu nátt- úruperlum landsins og nærri hringveginum. Stefnt er að því að Fosshótelin teygi anga sína inn í menningartengda ferðaþjónustu með því að gera hvert hótel að svokölluðu þemahóteli. Framkvæmdastjóri Fosshótela er Renato Grünenfelder frá Sviss. Hann segir að uppruni sinn hafi vissulega áhrif á rekstur hótelanna. „Markaðssetningin fer að miklum hluta fram erlendis og miðast við þarfir og áhuga erlendra ferðamanna. Hins vegar hefur verið mikill kraftur í markaðsstarfi okkar innanlands að undanförnu og þess má geta að nýr íslenskur bæklingur hefur litið dagsins ljós. Á Fosshót- elunum 12 eru veitingastaðir og öll hótelin bjóða upp á herbergi með baði og morgun- verði og á nokkrum hótelum eru einnig her- bergi án baðs. Herbergin á Inns of Iceland gistihúsunum í Reykjavík eru baðlaus og þar er ekki veitingarekstur.“ Þemahótel með fjölbreytt markmið „Rekstur Fosshótela hefur blómstrað síðustu fjögur ár og við höfum getað lagt í fjárfestingar og endurbætur á hótelhúsnæðinu. Þar við bætist að við ætlum nú að fara að leggja áherslu á menningartengda ferðaþjónustu í auknu mæli. Okkar fyrsta þemahótel er Fosshótel Reykholt í Borgarfirði. Þar er lögð áhersla á goðafræði, íslenskar bókmenntir og klassíska tónlist. Á hótelinu var jafnframt verið að opna þrjá heilsubrunna undir greinum trésins Yggdrasils og heilsusetur þar sem gyðjan Iðunn með eplin vakir yfir gestum og heldur þeim síungum, eins og segir í goðafræðinni. Á Fosshóteli Húsa- vík er verið að fjölga herbergjum og byrjað er að setja þar upp hvalaþema. Stefnt er að því að á Fosshóteli Hallormsstað verði skógarþema, hreindýraþema á Fosshóteli Valaskjálf og jökla- þema á Fosshóteli Vatnajökli. Ætlunin er að öll Fosshótel verði þematengd árið 2008.“ Markaðssetning Fosshótela miðar að því að ferðamenn leiti fyrst að áhugaverðu umhverfi og velji síðan hótelið og byggist því öll kynningin á umhverfi Fosshótelanna og náttúruperlunum í nágrenni þeirra. Einnig er fólk upplýst um hvað, hvenær og hvar sjá megi ýmislegt eftirsóknarvert. Allt þetta og miklu meira má finna á heimasíðu Fosshótela, www. fosshotel.is Þar má oftar en ekki finna frábær tilboð og hægt er að bóka herbergi á öllum Fosshótelunum beint af síðunni. Vingjarnleiki og góð þjónustu er alls staðar í fyrirrúmi á Fosshótelunum! Öll Fosshótelin verða þemahótel Niðurstöður þjón- ustukannana árið 2005 sýna að 96,5% gesta gáfu Fosshótelum ágæt- iseinkunn fyrir vingjarn- legt viðmót og 93,7% sögðu dvölina á Fosshót- elum hafa verið mjög ánægjulega. Snorralaug í Reykholti. Renato Grünenfelder framkvæmda- stjóri Fosshótela. Fosshótel - fánaborg.Drangey við sólarlag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.