Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 75
bók undir nafninu ,,Myrkraöfl markaðar-
ins“ eftir Bent Sofus Tranøy við háskól-
ann í Ósló. Þar er rakið hvernig svokall-
aðir ,,huldumenn markaðsaflanna“ sitja
á svikráðum við þjóðina og hvernig þeir
hafa á síðustu árum undirbúið að sleppa
,,markaðsöflunum lausum“ í landinu.
Síðan er nafngreint skuggalegt fólk sem
bak við tjöldin vinni að einkavæðingu og
sölu ríkisfyrirtækja. Ja, ljótt er ef satt er!
Helsta sönnunin fyrir samsærinu er
að á síðustu árum hefur ríkisfyrirtækj-
unum verið breytt í hlutafélög og þau
skráð í kauphöllinni. Þetta er stundum
kallað einkavæðing þótt ríkið eigi eftir
sem áður nær allt hlutaféð. Sett hafa verið
sérstök lög um hlutafélög í opinberri eigu.
Á Íslandi hefur Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, beitt sér
fyrir sams konar lögum.
Almenningi hefur verið gefinn kostur á að
kaupa bréf og í sumum tilvikum hefur allt að
15 prósent af hlutafénu verið sett á markað.
Kaupendurnir hafa einkum verið eftirlauna-
þegar og hlutabréfasjóðir. Hugmyndin er
að þessir ,,smásparendur“ komi í staðinn
fyrir raunverulegan hlutafjármarkað. Hlutur
þeirra er lítill en þeim er ætlað að veita
stjórnum fyrirtækjanna aðhald eins og um
raunverulegt hlutafélag væri að ræða.
Veikleikar ríkisrekstrar yfirunnir?
Veikleiki ríkisrekstrar er hættan á spill-
ingu og hættan á að pólitísk sjónarmið
ráði fremur en fagleg. Þetta einkenndi lengi
norsk ríkisfyrirtæki ekki síður en íslensk.
Ríkisfyrirtækjunum var - og er - stjórnað af
stjórnmálamönnum. Ríkishlutafélögin eru
stofnuð til að skilja á milli stjórnmála og
viðskipta. Félögin skráð í kauphöll, nokkur
hlutabréf seld og hlutahafafundir haldnir
þar sem rödd hins almenna fjárfestis fær að
hljóma. Ríkið hefur hin raunverulegu völd
eftir sem áður, oft með nær 90 prósent hlut.
Þetta er tilraun sem kemur í stað einka-
væðingar og hefur skilað nokkrum árangri.
Og það væri hægt að selja allt hlutaféð ef
áhugi og kaupendur væru fyrir hendi. Sam-
krullið, sem lengi hefur verið á milli stjórn-
mála, embættiskerfis og atvinnulífs, er enn
áberandi, en samt - ríkisforstjórarnir verða
að standa fyrir máli sínu á hluthafafundum
og hafa verið látnir taka pokann sinn. En
þetta er ekki einkavæðing heldur tilraun til
að gera ríkisrekstur samkeppnishæfan.
Og við hliðina á þessum stóra ríkisgeira
er svo tiltölulega lítill einkageiri þar sem
Kýpurbúar eins og John Fredriksen og þjóð-
hollir kapítalistar á borð við Kjell Inge
Rökke starfa. Oft eru þeir í samkeppni við
ríkið og þeir verða að sætta sig við strangar
reglur sem ríkið, helsti keppinautur þeirra,
setur. Það er eiginlega mesta furða að
nokkur skuli hafa orðið svo ríkur í Nor-
egi að hann sæi ástæðu til að flýja undan
sköttunum til Kýpur!
R Í K U S T U M E N N N O R E G S