Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 75
bók undir nafninu ,,Myrkraöfl markaðar- ins“ eftir Bent Sofus Tranøy við háskól- ann í Ósló. Þar er rakið hvernig svokall- aðir ,,huldumenn markaðsaflanna“ sitja á svikráðum við þjóðina og hvernig þeir hafa á síðustu árum undirbúið að sleppa ,,markaðsöflunum lausum“ í landinu. Síðan er nafngreint skuggalegt fólk sem bak við tjöldin vinni að einkavæðingu og sölu ríkisfyrirtækja. Ja, ljótt er ef satt er! Helsta sönnunin fyrir samsærinu er að á síðustu árum hefur ríkisfyrirtækj- unum verið breytt í hlutafélög og þau skráð í kauphöllinni. Þetta er stundum kallað einkavæðing þótt ríkið eigi eftir sem áður nær allt hlutaféð. Sett hafa verið sérstök lög um hlutafélög í opinberri eigu. Á Íslandi hefur Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, beitt sér fyrir sams konar lögum. Almenningi hefur verið gefinn kostur á að kaupa bréf og í sumum tilvikum hefur allt að 15 prósent af hlutafénu verið sett á markað. Kaupendurnir hafa einkum verið eftirlauna- þegar og hlutabréfasjóðir. Hugmyndin er að þessir ,,smásparendur“ komi í staðinn fyrir raunverulegan hlutafjármarkað. Hlutur þeirra er lítill en þeim er ætlað að veita stjórnum fyrirtækjanna aðhald eins og um raunverulegt hlutafélag væri að ræða. Veikleikar ríkisrekstrar yfirunnir? Veikleiki ríkisrekstrar er hættan á spill- ingu og hættan á að pólitísk sjónarmið ráði fremur en fagleg. Þetta einkenndi lengi norsk ríkisfyrirtæki ekki síður en íslensk. Ríkisfyrirtækjunum var - og er - stjórnað af stjórnmálamönnum. Ríkishlutafélögin eru stofnuð til að skilja á milli stjórnmála og viðskipta. Félögin skráð í kauphöll, nokkur hlutabréf seld og hlutahafafundir haldnir þar sem rödd hins almenna fjárfestis fær að hljóma. Ríkið hefur hin raunverulegu völd eftir sem áður, oft með nær 90 prósent hlut. Þetta er tilraun sem kemur í stað einka- væðingar og hefur skilað nokkrum árangri. Og það væri hægt að selja allt hlutaféð ef áhugi og kaupendur væru fyrir hendi. Sam- krullið, sem lengi hefur verið á milli stjórn- mála, embættiskerfis og atvinnulífs, er enn áberandi, en samt - ríkisforstjórarnir verða að standa fyrir máli sínu á hluthafafundum og hafa verið látnir taka pokann sinn. En þetta er ekki einkavæðing heldur tilraun til að gera ríkisrekstur samkeppnishæfan. Og við hliðina á þessum stóra ríkisgeira er svo tiltölulega lítill einkageiri þar sem Kýpurbúar eins og John Fredriksen og þjóð- hollir kapítalistar á borð við Kjell Inge Rökke starfa. Oft eru þeir í samkeppni við ríkið og þeir verða að sætta sig við strangar reglur sem ríkið, helsti keppinautur þeirra, setur. Það er eiginlega mesta furða að nokkur skuli hafa orðið svo ríkur í Nor- egi að hann sæi ástæðu til að flýja undan sköttunum til Kýpur! R Í K U S T U M E N N N O R E G S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.