Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 37
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 37
D A G B Ó K I N
Önnur stærstu hlutabréfavið-
skipti hérlendis, eða frá einka-
væðingu Símans, voru í höfn
þennan dag. Þetta voru kaup
Exista á 80% hlutafjár í VÍS og
þar með yfirtöku á félaginu, en
til stendur að sameina félögin.
Exista átti fyrir um 20% hluta-
fjár í VÍS. Kaupverðið á 80%
hlutnum í VÍS var 53,2 milljarðar
og verður sú fjárhæð greidd með
nýju hlutafé í Exista. Heildarverð-
mæti VÍS í kaupunum var metið
á 65,8 milljarða króna.
Hið sameinaða félag Exista
og VÍS er metið á 288 milljarða
króna og verður það annað
verðmætasta félagið í Kauphöll
Íslands. Þessi kaup eru liður í
frekari breytingu á Exista í sept-
ember næstkomandi en hún
gengur út á að skera að fullu
á krosstengslin milli Exista og
Kaupþings banka.
Exista á um 25% í Kaupþingi
banka og bankinn hefur átt um
19% hlutafjár í Exista á móti.
Til að leysa þessi krosstengsl
upp, sem mjög hafa farið fyrir
brjóstið á erlendum greiningarfyr-
irtækjum, mun stjórn Kaupþings
banka leggja það til við hlut-
hafafund að um helmingur eign-
arhlutar bankans í Exista verði
greiddur til hluthafa bankans
sem auka arðgreiðsla. Þar með
munu um 33 þúsund hluthafar
í KB banka eignast hlutabréf í
Exista. Þá mun bankinn selja
hluti í Exista til fagfjárfesta í
tengslum við skráninguna. Er
markmið bankans að eignarhald
bankans í Exista verði óverulegt.
Finnur Ingólfsson, sem hefur
verið forstjóri eignarhaldsfé-
lags VÍS, lætur af því starfi og
verður starfandi stjórnarformaður
vátryggingafélagsins VÍS.
Lýður Guðmundsson, starf-
andi stjórnarformaður Exista,
verður það áfram eftir samein-
inguna en hann er jafnframt
starfandi stjórnarformaður Bakka-
varar Group.
31. maí
EXISTA VERÐUR ANNAÐ STÆRSTA FÉLAGIÐ Í KAUPHÖLLINNI
- krosstengsl við KB banka leyst upp
Lýður Guðmundsson,
starfandi stjórnarfor-
maður Exista.
Erlendur Hjaltason,
forstjóri Exista.
Finnur Ingólfsson, starf-
andi stjórnarformaður VÍS
vátryggingafélags.
unarflugi sínu á tímabilinu.
Í fyrsta sæti lendir KLM með
80,7% stundvísi.
27. maí
Björgólfsfeðgar
styrkja sig í Straumi
Félög á vegum feðganna
Björgólfs Guðmundssonar og
Björgólfs Thors Björgólfssonar
hafa styrkt sig í sessi í Straumi-
Burðarási fjárfestingabanka og
eiga þar núna um 38% hlut og
ráða þar örugglega ferðinni.
Innan viðskiptalífsins hefur því
verið haldið fram að þetta sé
angi af máli Magnúsar Kristins-
sonar, útgerðarmanns í Eyjum,
en hann náði ekki kjöri sem
varaformaður stjórnar í kringum
aðalfund félagsins í mars, en
í byrjun þessa mánaðar kom
hann inn aftur sem varafor-
maður stjórnar.
Helstu eigendur Straums-
Burðaráss hafa verið Lands-
bankinn í Lúxemborg 16%,
Fjárfestingafélagið Grettir 16%,
Landsbankinn eignarhaldsfélag
6%, Magnús Kristinsson 15%,
Kristinn Björnsson og tengdir
aðilar 10% og lífeyrissjóðirnir
12%.
Flestir hafa talið að Björgólfs-
feðgar réðu ferðinni að fullu í
Fjárfestingafélaginu Gretti, sem
er stærsti hluthafinn í Straumi-
Burðarási og er í eigu Lands-
bankans, TM og Sunds - þótt
Landsbankinn væri ekki þar
með meirihluta.
Eftir viðskiptin hinn 26. maí
sl. þar sem Ópera fjárfestingar,
félag þeirra Björgólfsfeðga,
keypti um 16% hlut af Sundi
í Gretti, liggur fyrir að félög
tengd þeim feðgum eru komin
með 51% hlut í Gretti og meiri-
hluta þar.
Þá má geta þess að þennan
sama dag var tilkynnt til Kaup-
hallarinnar að Samson, eignar-
haldsfélag þeirra feðga, hefði
aukið hlut sinn í Landsbank-
anum og væri hluturinn orðinn
41,2% eftir viðskiptin. Fari eign-
arhald eins aðila í 45% myndast
yfirtökuskylda.
Björgólfur Thor Björgólfsson,
stjórnarformaður Straums-Burða-
ráss fjárfestingafélags.