Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 37
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 37 D A G B Ó K I N Önnur stærstu hlutabréfavið- skipti hérlendis, eða frá einka- væðingu Símans, voru í höfn þennan dag. Þetta voru kaup Exista á 80% hlutafjár í VÍS og þar með yfirtöku á félaginu, en til stendur að sameina félögin. Exista átti fyrir um 20% hluta- fjár í VÍS. Kaupverðið á 80% hlutnum í VÍS var 53,2 milljarðar og verður sú fjárhæð greidd með nýju hlutafé í Exista. Heildarverð- mæti VÍS í kaupunum var metið á 65,8 milljarða króna. Hið sameinaða félag Exista og VÍS er metið á 288 milljarða króna og verður það annað verðmætasta félagið í Kauphöll Íslands. Þessi kaup eru liður í frekari breytingu á Exista í sept- ember næstkomandi en hún gengur út á að skera að fullu á krosstengslin milli Exista og Kaupþings banka. Exista á um 25% í Kaupþingi banka og bankinn hefur átt um 19% hlutafjár í Exista á móti. Til að leysa þessi krosstengsl upp, sem mjög hafa farið fyrir brjóstið á erlendum greiningarfyr- irtækjum, mun stjórn Kaupþings banka leggja það til við hlut- hafafund að um helmingur eign- arhlutar bankans í Exista verði greiddur til hluthafa bankans sem auka arðgreiðsla. Þar með munu um 33 þúsund hluthafar í KB banka eignast hlutabréf í Exista. Þá mun bankinn selja hluti í Exista til fagfjárfesta í tengslum við skráninguna. Er markmið bankans að eignarhald bankans í Exista verði óverulegt. Finnur Ingólfsson, sem hefur verið forstjóri eignarhaldsfé- lags VÍS, lætur af því starfi og verður starfandi stjórnarformaður vátryggingafélagsins VÍS. Lýður Guðmundsson, starf- andi stjórnarformaður Exista, verður það áfram eftir samein- inguna en hann er jafnframt starfandi stjórnarformaður Bakka- varar Group. 31. maí EXISTA VERÐUR ANNAÐ STÆRSTA FÉLAGIÐ Í KAUPHÖLLINNI - krosstengsl við KB banka leyst upp Lýður Guðmundsson, starfandi stjórnarfor- maður Exista. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista. Finnur Ingólfsson, starf- andi stjórnarformaður VÍS vátryggingafélags. unarflugi sínu á tímabilinu. Í fyrsta sæti lendir KLM með 80,7% stundvísi. 27. maí Björgólfsfeðgar styrkja sig í Straumi Félög á vegum feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar hafa styrkt sig í sessi í Straumi- Burðarási fjárfestingabanka og eiga þar núna um 38% hlut og ráða þar örugglega ferðinni. Innan viðskiptalífsins hefur því verið haldið fram að þetta sé angi af máli Magnúsar Kristins- sonar, útgerðarmanns í Eyjum, en hann náði ekki kjöri sem varaformaður stjórnar í kringum aðalfund félagsins í mars, en í byrjun þessa mánaðar kom hann inn aftur sem varafor- maður stjórnar. Helstu eigendur Straums- Burðaráss hafa verið Lands- bankinn í Lúxemborg 16%, Fjárfestingafélagið Grettir 16%, Landsbankinn eignarhaldsfélag 6%, Magnús Kristinsson 15%, Kristinn Björnsson og tengdir aðilar 10% og lífeyrissjóðirnir 12%. Flestir hafa talið að Björgólfs- feðgar réðu ferðinni að fullu í Fjárfestingafélaginu Gretti, sem er stærsti hluthafinn í Straumi- Burðarási og er í eigu Lands- bankans, TM og Sunds - þótt Landsbankinn væri ekki þar með meirihluta. Eftir viðskiptin hinn 26. maí sl. þar sem Ópera fjárfestingar, félag þeirra Björgólfsfeðga, keypti um 16% hlut af Sundi í Gretti, liggur fyrir að félög tengd þeim feðgum eru komin með 51% hlut í Gretti og meiri- hluta þar. Þá má geta þess að þennan sama dag var tilkynnt til Kaup- hallarinnar að Samson, eignar- haldsfélag þeirra feðga, hefði aukið hlut sinn í Landsbank- anum og væri hluturinn orðinn 41,2% eftir viðskiptin. Fari eign- arhald eins aðila í 45% myndast yfirtökuskylda. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burða- ráss fjárfestingafélags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.