Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
Þröstur Olaf Sigurjónsson var
kjörinn nýr formaður Félags við-
skiptafræðinga og hagfræðinga
á aðalfundi félagsins á dögunum.
Nokkrir sem fyrir sátu í stjórn-
inni skiptu um hlutverk. Ný inn
komu þau Guðný Sigurðardóttir
hjá Glitni, sem tók við embætti
gjaldkera, og Ásgeir Jónsson,
hagfræðingur við KB-banka og
kennari við Háskóla Íslands, með-
stjórnandi.
Starfsárið framundan hjá FVH
mun einkennast af áframhald-
andi grósku og vexti félagsins.
Á seinasta ári fjölgaði félags-
mönnum um fjórðung og telja
þeir nú á annað þúsund. Hádeg-
isfundir félagsins hafa heppnast
vel og er skemmst að minnast
seinasta fundar starfsársins
þegar fulltrúar Den Danske Bank
voru fengnir til að halda uppi
vörnum fyrir skýrslu sína um
stöðu íslensks efnahagslífs.
„Í FVH er ákaflega breiður
hópur fólks og á komandi starfs-
ári verður sérstök áhersla lögð á
að búa til fleiri stoðir sem geta
styrkt tengslanet félagsmanna,“
segir Þröstur Olaf sem telur fram-
tíð félagsins bjarta.
Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga:
Félögum fjölgaði um fjórðung á síðasta ári
Nýkjörin stjórn FVH. Frá vinstri talið, Þröstur Olaf Sigurjónsson, formaður, Guðni Rafn Gunnarsson, formaður kjaranefndar, Sigurður Snævarr,
fulltrúi hagfræðinga, Ásgeir Jónsson, meðstjórnandi, Jóhanna V. Guðmundsdóttir, formaður fræðslunefndar, Auður B. Guðmundsdóttir, vara-
formaður, Guðný Sigurðardóttir, gjaldkeri, og Benedikt Magnússon, formaður ritnefndar. Á myndina vantar Kristínu Sigurðardóttur, fulltrúa
VR, og Helga Gestsson, fulltrúa landsbyggðardeildar.
Fjölmenni var á morgun-
verðarfundi Hagvangs á
dögunum þar sem Baldur
G. Jónsson og Albert
Arnarson, sem báðir
eru sálfræðimenntaðir
og starfa sem ráðgjafar
hjá Hagvangi, kynntu
notkun mats- og þróunar-
stöðva. Sú aðferðafræði
hefur ekki verið notuð
hérlendis hingað til en
er óðum að ryðja sér til
rúms. Tilgangur fundar-
ins var aukinheldur að
kynna nýja ráðgjafadeild
Hagvangs en þangað
geta fyrirtæki leitað og
nýtt sér kosti þessara
stöðva. Kynnt voru
verkfæri, próf og tæki
sem notuð eru við upp-
setningu stöðva sem
þessara.
Hagvangur kynnir matsstöðvar
Fjölmenni var á morgunverðarfundi Hagvangs,
enda var þar fjallað um áhugavert efni.