Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
Í S L E N S K I R S T J Ó R N E N D U R Í A U G U M N O R Ð U R L A N D A B Ú A
Íslendingar eru almennt vanir lengri vinnudegi en tíðkast á
Norðurlöndum og íslenskir stjórnendur óvanir sterkum ítökum
verkalýðsfélaga. Því ber við að afstaðan gagnvart starfsfólkinu
stangist á við það sem þeir þekkja að heiman. Sænskur stjórnandi
hafði á orði að íslenskir stjórnendur væru „mjög kröfuharðir á
starfsfólkið og gleyma því gjarnan að við hér getum ekki pressað
starfsfólkið á sama hátt og virðist hægt á Íslandi“.
Hversu íslensk eru íslensk fyrirtæki?
Íslenskum stjórnendum finnst almennt ekki að fyrirtækin sem
hafa haslað sér völl erlendis séu sérlega íslensk lengur. „Ég held
við séum að renna okkar skeið í þessari útrás sem íslensk fyrir-
tæki,“ sagði íslenskur stjórnandi. „Útrásin er ekki lengur leidd af
lokuðum hópi Íslendinga.“ Miðað við viðhorf útlendinga er þetta
þó óskhyggja fremur en lýsing á raunveruleikanum.
Erlendum stjórnendum finnst þvert á móti að fyrirtækin séu
mjög íslensk og mjög lokuð. „Allir í innsta hringnum eru íslenskir
og það er skiljanlegt. En það má auðveldlega gagnrýna svona
þrönga hópa. Hingað til hefur þetta auðvitað gengið vel, en
fyrr eða síðar verður að opna hópinn, taka útlendinga inn í yfir-
stjórnina, því að nauðsynlegt er að hrista upp í svona einsleitum
hópi.“ Sænskur stjórnandi hafði á orði að það yrði að hleypa inn
alþjóðlegum vindum, „hvort sem það er gert með því að færa höf-
uðstöðvarnar, taka inn útlendinga í stjórnunarteymið eða hvort
tveggja.“
Flestir útlendinganna nefna að íslensku eigendurnir virðist,
þrátt fyrir að vera lærdómsfúsir, hrærast í lokuðum hópi landa
sinna. Að hluta til sé skýringin sú að fyrirtækin séu enn á útþenslu-
og hraðvaxtarskeiði sem mótist af íslenskum frumkvöðlaanda.
Önnur sjónarmið og fjölbreyttari þurfa þó að komast að - og þá
er það skýr skoðun flestra erlendu viðmælendanna að slíkt þurfi
að koma annars staðar að en frá Íslandi. „Meðan fyrirtækin eru
svona alíslensk þá verða þau alltaf stimpluð sem íslensk og hætta
á að þau verði ekki nógu alþjóðlega sinnuð,“ benti norskur stjórn-
andi á.
Ör vöxtur er iðulega nefndur sem áhættuþáttur í íslenskum
fyrirtækjum - af því menn sjá þar vaxtartölur sem eru nokkuð ein-
stakar í norrænu (og reyndar víðara!) samhengi. Hættan í hröðum
vexti er einnig þekkingarlegs eðlis: „Hættan er að fyrirtækið vaxi
hraðar en hæfileikarnir. Þó stjórnendurnir séu góðir á Íslandi þá
eru þeir kannski ekki með réttu hæfnina til að starfa í alþjóðlegu
fyrirtæki,“ sagði norskur stjórnandi.
Margir íslensku stjórnendanna eru sér meðvitaðir um að hæfi-
leikar íslenskra fyrirtækja liggi fremur í að vaxa og þenjast út og
Frá aðalfundi Útflutningsráðs.