Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 33 D A G B Ó K I N 5. maí Eigið fé RÚV neikvætt um 186 milljónir Eigið fé RÚV var neikvætt um 186 milljónir króna í lok síðasta árs en hafði verði 10,2 milljónir í upphafi ársins. Tap á rekstri RÚV var 196,2 milljónir á síð- asta ári. Rekstrartekjur RÚV voru tæpir 3,6 milljarðar króna. Fyrir Alþingi liggur frum- varp um að breyta RÚV í hlutafélag og að sú formbreyting taki gildi 1. júlí. Ætlunin er að eigin- fjárhlutfall RÚV hf. verði 10% í upphafi eða sem nemur um 500 milljónum. Skýrslan um efnahags- ástandið hér á landi eftir þá Tryggva Þór Herberts- son, pró- fessor og for- stöðumann Hagfræðistofnunar Háskólans, og Frederic S. Mishkin, pró- fessor við Columbia háskóla í New York, hefur vakið mikla athygli. Hún var fyrst kynnt í New York. Viðskiptaráð Íslands stóð að gerð skýrslunnar sem ber yfirskriftina „Financial Stability in Iceland“. Þeir Tryggvi og Mishkin nefna í skýrslunni fjögur atriði sem gætu haft áhrif til hins betra á stöðugleika í íslensku efnahagslífi í framtíðinni. Fyrir það fyrsta nefna þeir að Fjár- málaeftirlitið verði fært inn í Seðlabanka Íslands, þannig verði það skilvirkara. Þeir leggja til að viðskiptabankarnir veiti meiri og betri upplýs- ingar um starfsemi sína. Þá nefna þeir að dregið verði úr áhrifum húsnæðis á vísitölu neysluverðs sem mælir verðbólg- una. Loks hvetja þeir til þess að ríkisstjórnin búi til fjár- málareglu sem dragi úr áhrifum hagsveifl- unnar í íslensku viðskiptalífi. Í skýrslunni segir að grunn- stoðir íslensks efnahags séu traustar. Á fundi í New York þar sem skýrslan var kynnt sagði Mishkin að íslenska hagkerfið væri verulega sveigjanlegt og hann varaði við að líta á viðskiptahallann sem mikið hættumerki. Ef litið væri til þess hvað lægi að baki honum þá væri viðskiptahalli vegna lántöku til arðbærra fjárfesting- arverkefna ekki slæmur þar sem þær fjárfestingar myndu í framtíðinni standa undir endur- greiðslu á lánum. Hann hafði orð á því að staða ríkissjóðs á Íslandi væri sterk vegna mikilla niðurgreiðslna skulda á undan- förnum árum. 3. maí TRYGGVI ÞÓR OG MISHKIN Tryggvi Þór Herbertsson Frederic S. Mishkin. 8. maí Til hvers að taka upp evru? Hervé Carré, forstjóri Hagstofu ESB, sagði á fundi um hlutverk evrunnar, að Íslendingar gætu tekið upp evruna án aðildar að Evrópusambandinu. En hann spurði á móti: Hver er tilgang- urinn með því? Hann sagði að ekki væri nóg að taka upp ein- hvern gjaldmiðil án þess að taka þátt í gjaldeyrissamstarfi. Benti hann á að einhver lönd noti Bandaríkjadal sem gjaldmiðil, m.a. Panama, en land á borð við Ísland glími ekki við sömu vanda- mál og þau lönd. 16. maí Starfsmenn Singer & Friedlander eftirsóttir Það verður ekki annað séð en að starfsmenn Singer & Fried- lander séu eftirsóttir. Fréttavefur Financial Times sagði frá því þennan dag að fjárfestingafé- lagið Ingenious Media, sem er í eigu Patrick McKenna, fyrrum forstjóra leikhúsfélags Lloyd Webber, hefði ráðið til sín fimm starfsmenn frá Singer & Fried- lander. Þess má geta að fyrr á árinu missti Singer & Friedlander 11 starfsmenn til samkeppnisað- ilans Close Brothers. 17. maí FL Group með yfir 20% í Glitni FL Group er núna komið með yfir 20% eignarhlut í Glitni eftir að félagið hefur verið að bæta þar við hlut sinn jafnt og þétt undan- farna mánuði. FL Group keypti 80 milljón hluti á nafnverði í Glitni hinn 16. maí á genginu 17,1 króna á hlut eða fyrir um 1,4 milljarða. Eftir þau kaup átti FL Group um 20% af hlutafé í Glitni. Áður, eða 5. maí, hafði FL Group keypt um 2,7% hlut í Glitni fyrir rúma 6 milljarða. Þá keypti félagið um miðjan apríl sl. hlut í Glitni fyrir um 1,3 milljarða. 18. maí Bræðurnir hafa vistaskipti Bræðurnir í Bakkavör, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, hafa haft vistaskipti hjá fyrirtækinu. Ágúst er orðinn forstjóri (tók formlega við 26. maí) og Lýður stjórnar- formaður. Áður hefur komið fram að Lýður verður starfandi stjórnarformaður Exista og mun einbeita sér að fjárfestingum félagsins meira en áður. Bræðurnir í Bakkavör. Þeir hafa haft vistaskipti. 18. maí Seðlabanki hækkar og hækkar vexti Seðlabankinn tilkynnti þennan dag að hann ætlaði að hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig hinn 23. maí eða í 12,25%. Þetta var fjórtánda vaxta- hækkun Seðlabankans á tveimur Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.