Frjáls verslun - 01.04.2006, Qupperneq 33
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 33
D A G B Ó K I N
5. maí
Eigið fé RÚV
neikvætt um
186 milljónir
Eigið fé RÚV var neikvætt um
186 milljónir króna í lok síðasta
árs en hafði verði 10,2 milljónir
í upphafi ársins. Tap á rekstri
RÚV var 196,2 milljónir á síð-
asta ári. Rekstrartekjur RÚV
voru tæpir 3,6 milljarðar króna.
Fyrir Alþingi
liggur frum-
varp um að
breyta RÚV
í hlutafélag
og að sú
formbreyting
taki gildi 1.
júlí. Ætlunin
er að eigin-
fjárhlutfall RÚV hf. verði 10% í
upphafi eða sem nemur um 500
milljónum.
Skýrslan um
efnahags-
ástandið hér
á landi eftir
þá Tryggva
Þór Herberts-
son, pró-
fessor og for-
stöðumann
Hagfræðistofnunar Háskólans,
og Frederic S. Mishkin, pró-
fessor við Columbia háskóla í
New York, hefur vakið mikla
athygli. Hún var fyrst kynnt í
New York. Viðskiptaráð Íslands
stóð að gerð skýrslunnar sem
ber yfirskriftina „Financial
Stability in Iceland“.
Þeir Tryggvi og Mishkin
nefna í skýrslunni fjögur atriði
sem gætu haft áhrif til hins
betra á stöðugleika í íslensku
efnahagslífi í framtíðinni. Fyrir
það fyrsta nefna þeir að Fjár-
málaeftirlitið verði fært inn í
Seðlabanka Íslands, þannig
verði það skilvirkara. Þeir
leggja til að viðskiptabankarnir
veiti meiri og betri upplýs-
ingar um starfsemi sína. Þá
nefna þeir að dregið verði úr
áhrifum húsnæðis á vísitölu
neysluverðs
sem mælir
verðbólg-
una. Loks
hvetja þeir
til þess að
ríkisstjórnin
búi til fjár-
málareglu
sem dragi úr áhrifum hagsveifl-
unnar í íslensku viðskiptalífi.
Í skýrslunni segir að grunn-
stoðir íslensks efnahags séu
traustar.
Á fundi í New York þar
sem skýrslan var kynnt sagði
Mishkin að íslenska hagkerfið
væri verulega sveigjanlegt
og hann varaði við að líta á
viðskiptahallann sem mikið
hættumerki. Ef litið væri til
þess hvað lægi að baki honum
þá væri viðskiptahalli vegna
lántöku til arðbærra fjárfesting-
arverkefna ekki slæmur þar
sem þær fjárfestingar myndu í
framtíðinni standa undir endur-
greiðslu á lánum. Hann hafði
orð á því að staða ríkissjóðs á
Íslandi væri sterk vegna mikilla
niðurgreiðslna skulda á undan-
förnum árum.
3. maí
TRYGGVI ÞÓR OG MISHKIN
Tryggvi Þór
Herbertsson
Frederic S.
Mishkin.
8. maí
Til hvers að
taka upp evru?
Hervé Carré, forstjóri Hagstofu
ESB, sagði á fundi um hlutverk
evrunnar, að Íslendingar gætu
tekið upp evruna án aðildar að
Evrópusambandinu. En hann
spurði á móti: Hver er tilgang-
urinn með því? Hann sagði að
ekki væri nóg að taka upp ein-
hvern gjaldmiðil án þess að taka
þátt í gjaldeyrissamstarfi. Benti
hann á að einhver lönd noti
Bandaríkjadal sem gjaldmiðil,
m.a. Panama, en land á borð við
Ísland glími ekki við sömu vanda-
mál og þau lönd.
16. maí
Starfsmenn Singer
& Friedlander
eftirsóttir
Það verður ekki annað séð en
að starfsmenn Singer & Fried-
lander séu eftirsóttir. Fréttavefur
Financial Times sagði frá því
þennan dag að fjárfestingafé-
lagið Ingenious Media, sem er
í eigu Patrick McKenna, fyrrum
forstjóra leikhúsfélags Lloyd
Webber, hefði ráðið til sín fimm
starfsmenn frá Singer & Fried-
lander. Þess má geta að fyrr á
árinu missti Singer & Friedlander
11 starfsmenn til samkeppnisað-
ilans Close Brothers.
17. maí
FL Group með
yfir 20% í Glitni
FL Group er núna komið með yfir
20% eignarhlut í Glitni eftir að
félagið hefur verið að bæta þar
við hlut sinn jafnt og þétt undan-
farna mánuði. FL Group keypti
80 milljón hluti á nafnverði í
Glitni hinn 16. maí á genginu
17,1 króna á hlut eða fyrir um
1,4 milljarða. Eftir þau kaup átti
FL Group um 20% af hlutafé í
Glitni. Áður, eða 5. maí, hafði
FL Group keypt um 2,7% hlut í
Glitni fyrir rúma 6 milljarða. Þá
keypti félagið um miðjan apríl sl.
hlut í Glitni fyrir um 1,3
milljarða.
18. maí
Bræðurnir
hafa vistaskipti
Bræðurnir í Bakkavör, Ágúst og
Lýður Guðmundssynir, hafa haft
vistaskipti hjá fyrirtækinu. Ágúst
er orðinn forstjóri (tók formlega
við 26. maí) og Lýður stjórnar-
formaður. Áður hefur komið
fram að Lýður verður starfandi
stjórnarformaður Exista og mun
einbeita sér að fjárfestingum
félagsins meira en áður.
Bræðurnir í Bakkavör. Þeir hafa
haft vistaskipti.
18. maí
Seðlabanki hækkar
og hækkar vexti
Seðlabankinn tilkynnti þennan
dag að hann ætlaði að hækka
stýrivexti um 0,75 prósentustig
hinn 23. maí eða í 12,25%.
Þetta var fjórtánda vaxta-
hækkun Seðlabankans á tveimur
Páll Magnússon,
útvarpsstjóri
RÚV.