Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 J afet Ólafsson þekkja allir í viðskipta- lífinu. Nafn hans kemur þó sjaldnast upp þegar rætt er um bankastjóra. Hann er hins vegar forstjóri VSB fjár- festingarbankans. Þegar rætt er um banka á Íslandi er yfirleitt átt við viðskipta- bankana þrjá; KB, Landsbanka og Glitni. Þó er oft talað um „bankana fjóra“, en þá er Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka bætt við í hópinn. Verðbréfastofan, sem tók til starfa árið 1996, breyttist í banka í nóvember sl. og tók upp nafnið VBS fjárfestingarbanki. Af öðrum bönkum fyrir utan risana fjóra má nefna Frjálsa fjárfestingarbankann, MP fjár- festingabanka og Sparisjóðabankann. Jafet segir að bankinn sé eðlilegt fram- hald af Verðbréfastofunni og ekki hafi verið þeyttir lúðrar vegna breytinganna heldur hafi verið leitað eftir viðskiptavinum. Ástæða breytinganna sé fyrst og fremst sú að auka svigrúmið í sambandi við lánamál og þátttöku í fjárfestingum. „Við höfum verið að hjálpa mönnum að fjármagna verkefni erlendis og þau verk- efni eru í vinnslu núna. Það verður greint frá þeim þegar þeim er lokið, líklega í haust,“ segir Jafet. „Við erum með stóra eignastýringu fyrir fyrirtæki og einstaklinga og miðlun hluta- bréfa, bæði innanlands og erlendis, og við höfum t.d. selt mikið Carnegie-sjóðina sem hafa staðið sig frábærlega í ávöxtun en VBS er umboðsaðili Carnegie á Íslandi þótt Landsbankinn hafi verið stór eigandi þar.“ Jafet segir að bankinn hafi ennfremur einbeitt sér að verkefnafjármögnun. „Við höfum verið mjög stórir í því að fjármagna byggingu íbúðarhúsnæðis fyrir verktaka hér innanlands, en það er skammtíma- fjármögnun. Við höfum sérhæft okkur í þessum viðskiptum og náð góðum tökum á þeim markaði. Við sáum fljótlega að það var þörf fyrir okkur á þeim markaði fyrir verktaka. Byggingatími er orðinn miklu styttri en áður og því mikilvægt að hafa fjármögnun- ina í lagi. Síðan hafa íbúðalán bankanna og Íbúðalánasjóður komið til skjalanna þegar kemur að því að ljúka framkvæmdum og selja eignirnar. Stundum höfum við verið að fjármagna íbúðarhúsnæði úti á landi þar sem fyrir hefur legið lánsloforð Íbúðalána- sjóðs vegna félagslegra íbúða, en einhver þarf að fjármagna framkvæmdirnar þar til þeim lýkur og kemur að sölu.“ Að sögn Jafets er VBS fjárfestingabank- inn í samkeppni við allar fjármálastofn- anir á þessum markaði, þ.e. fjármögnun byggingaframkvæmda á byggingatíma. Þó aðeins að takmörkuðu leyti í samkeppni við stóru bankana. En samkeppnin sé mikil við Frjálsa fjárfestingabankann sem hafi sinnt þessum markaði mest til þessa, en ekki stóru bankarnir. „Íbúðalánasjóður á rétt á sér“ En hvað með Íbúðalánasjóð. Telur Jafet að hann sé tákn liðins tíma? „Ég er þeirrar skoðunar að Íbúðalánasjóður eigi rétt á sér, ekki síst hvað varðar byggingu íbúða á landsbyggðinni. Ég tel að bankarnir og Íbúðalánasjóður geti starfað saman á þessum markaði. En það er mjög jákvæð þróun að breyta Íbúðalánasjóði að hluta til í heildsölubanka sem menn geta leitað til með sölu á fasteignaskuldabréfum. Bæði við og stóru bankarnir geta þá gengið að því vísu að það séu sömu kjör fyrir alla. Mér finnst ekkert óeðlilegt að Íbúðalánasjóður láni til bygginga á stöðum þar sem uppgangur er lítill sem enginn ef húsbyggjendurnir geta sýnt fram fjárhags- lega getu til að kljúfa dæmið. Íbúðalána- Þegar rætt er um banka á Íslandi er yfirleitt rætt um viðskiptabankana þrjá en þó einnig oft um „bankana fjóra“, þ.e. Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka er þá bætt við. En það eru fleiri bankar á markaðnum. Einn þeirra er VBS fjárfestingarbankinn sem Jafet Ólafsson stýrir. F J Á R M Á L TEXTI: GEIR A. GUÐSTEINSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON TIL ERU FLEIRI BANKAR EN „BANKARNIR FJÓRIR“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.