Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
J
afet Ólafsson þekkja allir í viðskipta-
lífinu. Nafn hans kemur þó sjaldnast
upp þegar rætt er um bankastjóra.
Hann er hins vegar forstjóri VSB fjár-
festingarbankans. Þegar rætt er um
banka á Íslandi er yfirleitt átt við viðskipta-
bankana þrjá; KB, Landsbanka og Glitni.
Þó er oft talað um „bankana fjóra“, en þá er
Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka bætt
við í hópinn.
Verðbréfastofan, sem tók til starfa árið
1996, breyttist í banka í nóvember sl. og
tók upp nafnið VBS fjárfestingarbanki. Af
öðrum bönkum fyrir utan risana fjóra má
nefna Frjálsa fjárfestingarbankann, MP fjár-
festingabanka og Sparisjóðabankann.
Jafet segir að bankinn sé eðlilegt fram-
hald af Verðbréfastofunni og ekki hafi verið
þeyttir lúðrar vegna breytinganna heldur
hafi verið leitað eftir viðskiptavinum.
Ástæða breytinganna sé fyrst og fremst sú
að auka svigrúmið í sambandi við lánamál
og þátttöku í fjárfestingum.
„Við höfum verið að hjálpa mönnum að
fjármagna verkefni erlendis og þau verk-
efni eru í vinnslu núna. Það verður greint
frá þeim þegar þeim er lokið, líklega í
haust,“ segir Jafet.
„Við erum með stóra eignastýringu fyrir
fyrirtæki og einstaklinga og miðlun hluta-
bréfa, bæði innanlands og erlendis, og við
höfum t.d. selt mikið Carnegie-sjóðina sem
hafa staðið sig frábærlega í ávöxtun en
VBS er umboðsaðili Carnegie á Íslandi þótt
Landsbankinn hafi verið stór eigandi þar.“
Jafet segir að bankinn hafi ennfremur
einbeitt sér að verkefnafjármögnun. „Við
höfum verið mjög stórir í því að fjármagna
byggingu íbúðarhúsnæðis fyrir verktaka
hér innanlands, en það er skammtíma-
fjármögnun. Við höfum sérhæft okkur í
þessum viðskiptum og náð góðum tökum
á þeim markaði. Við sáum fljótlega að það
var þörf fyrir okkur á þeim markaði fyrir
verktaka.
Byggingatími er orðinn miklu styttri en
áður og því mikilvægt að hafa fjármögnun-
ina í lagi. Síðan hafa íbúðalán bankanna og
Íbúðalánasjóður komið til skjalanna þegar
kemur að því að ljúka framkvæmdum og
selja eignirnar. Stundum höfum við verið
að fjármagna íbúðarhúsnæði úti á landi þar
sem fyrir hefur legið lánsloforð Íbúðalána-
sjóðs vegna félagslegra íbúða, en einhver
þarf að fjármagna framkvæmdirnar þar til
þeim lýkur og kemur að sölu.“
Að sögn Jafets er VBS fjárfestingabank-
inn í samkeppni við allar fjármálastofn-
anir á þessum markaði, þ.e. fjármögnun
byggingaframkvæmda á byggingatíma. Þó
aðeins að takmörkuðu leyti í samkeppni
við stóru bankana. En samkeppnin sé mikil
við Frjálsa fjárfestingabankann sem hafi
sinnt þessum markaði mest til þessa, en
ekki stóru bankarnir.
„Íbúðalánasjóður á rétt á sér“
En hvað með Íbúðalánasjóð. Telur Jafet
að hann sé tákn liðins tíma? „Ég er þeirrar
skoðunar að Íbúðalánasjóður eigi rétt á
sér, ekki síst hvað varðar byggingu íbúða
á landsbyggðinni. Ég tel að bankarnir
og Íbúðalánasjóður geti starfað saman á
þessum markaði. En það er mjög jákvæð
þróun að breyta Íbúðalánasjóði að hluta til
í heildsölubanka sem menn geta leitað til
með sölu á fasteignaskuldabréfum.
Bæði við og stóru bankarnir geta þá
gengið að því vísu að það séu sömu kjör
fyrir alla. Mér finnst ekkert óeðlilegt að
Íbúðalánasjóður láni til bygginga á stöðum
þar sem uppgangur er lítill sem enginn ef
húsbyggjendurnir geta sýnt fram fjárhags-
lega getu til að kljúfa dæmið. Íbúðalána-
Þegar rætt er um banka á Íslandi er yfirleitt rætt um viðskiptabankana þrjá en þó
einnig oft um „bankana fjóra“, þ.e. Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka er þá bætt
við. En það eru fleiri bankar á markaðnum. Einn þeirra er VBS fjárfestingarbankinn
sem Jafet Ólafsson stýrir.
F J Á R M Á L
TEXTI: GEIR A. GUÐSTEINSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON
TIL ERU FLEIRI BANKAR
EN „BANKARNIR FJÓRIR“