Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
É
g vona að erlend fyrirtæki sjái að það er bæði
gott að starfa og fjárfesta á Íslandi. Íslenskir fjár-
festar hafa náð góðum árangri erlendis og við
myndum gjarnan vilja sjá fleiri erlenda banka og
fjármálastofnanir starfa hér og fjárfesta.“
Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í
svari sínu til Nenad Pacek, forstöðumanns greiningar-
deildar tímaritsins The Economist og ráðstefnustjóra, á
ráðstefnunni sem þetta virta tímarit hélt á Hótel Nordica
15. maí sl. í samvinnu við Viðskiptaráð Íslands.
Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,Alvöruóveður eða
stormur í vatnsglasi?“ Fluttir voru fjórir fyrirlestrar og
í kjölfar hvers og eins voru opnar umræður með ráð-
stefnugestum. Aðeins fyrirlestur Halldórs Ásgrímssonar
forsætisráðherra og umræðurnar í kjölfarið var þó opinn
fjölmiðlum.
Ástæða þess að ráðstefnan var að mestu lokuð fyrir
fjölmiðlum var að sögn ráðstefnuhaldara sú að þá gætu
þátttakendur rætt málin óhikað.
Kostendur ráðstefnunnar buðu á hana öllum helstu
ráðamönnum þjóðarinnar sem og vel þekktum inn-
lendum og erlendum athafna- og stjórnmálamönnum.
Auk forsætisráðherra héldu þar erindi eða tóku
þátt í pallborðsumræðum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, Jón Ásgeir Jóhannesson,
forstjóri Baugs, Hannes Smárason, forstóri FL Group,
Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, Halldór
Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Bernt Reitan,
aðstoðarforstjóri Alcoa, Thomas Pickering, aðstoðar-
forstjóri alþjóðatengsla The Boeing Company, og Swen
Estwall, aðstoðarforstjóri Visa í Norður-Evrópu og í
Eystrasaltsríkjunum.
Hvort sem ástæðan var nærvera fjölmiðla eða ekki
var sá hluti hennar, sem var opinn fjölmiðlum, býsna
bragðdaufur. Það kom á óvart því flestir áttu von á
fjörmiklum umræðum - og jafnvel átökum, enda hafa
efnahagsmálin á Íslandi verið í brennidepli hérlendis
sem erlendis undanfarnar vikur og hver skýrslan af
annarri verið gefin út af erlendum bönkum og greining-
ardeildum.
R Á Ð S T E F N A T H E E C O N O M I S T
DAUFAR
UMRÆÐUR
Unnur H. Jóhannsdóttir blaðamaður sat þann hluta ráðstefnu
The Economist sem var opinn fjölmiðlum. Hún varð fyrir
vonbrigðum og fannst umræðurnar með dauflegasta móti.
En heyrum frekari lýsingar hennar á þessari umtöluðu ráðstefnu.
TEXTI: UNNUR H. JÓHANNSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ræðustól.
Alvöruóveður eða stormur í vatnsglasi?