Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 64

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 É g vona að erlend fyrirtæki sjái að það er bæði gott að starfa og fjárfesta á Íslandi. Íslenskir fjár- festar hafa náð góðum árangri erlendis og við myndum gjarnan vilja sjá fleiri erlenda banka og fjármálastofnanir starfa hér og fjárfesta.“ Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í svari sínu til Nenad Pacek, forstöðumanns greiningar- deildar tímaritsins The Economist og ráðstefnustjóra, á ráðstefnunni sem þetta virta tímarit hélt á Hótel Nordica 15. maí sl. í samvinnu við Viðskiptaráð Íslands. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,Alvöruóveður eða stormur í vatnsglasi?“ Fluttir voru fjórir fyrirlestrar og í kjölfar hvers og eins voru opnar umræður með ráð- stefnugestum. Aðeins fyrirlestur Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og umræðurnar í kjölfarið var þó opinn fjölmiðlum. Ástæða þess að ráðstefnan var að mestu lokuð fyrir fjölmiðlum var að sögn ráðstefnuhaldara sú að þá gætu þátttakendur rætt málin óhikað. Kostendur ráðstefnunnar buðu á hana öllum helstu ráðamönnum þjóðarinnar sem og vel þekktum inn- lendum og erlendum athafna- og stjórnmálamönnum. Auk forsætisráðherra héldu þar erindi eða tóku þátt í pallborðsumræðum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Hannes Smárason, forstóri FL Group, Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, Halldór Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa, Thomas Pickering, aðstoðar- forstjóri alþjóðatengsla The Boeing Company, og Swen Estwall, aðstoðarforstjóri Visa í Norður-Evrópu og í Eystrasaltsríkjunum. Hvort sem ástæðan var nærvera fjölmiðla eða ekki var sá hluti hennar, sem var opinn fjölmiðlum, býsna bragðdaufur. Það kom á óvart því flestir áttu von á fjörmiklum umræðum - og jafnvel átökum, enda hafa efnahagsmálin á Íslandi verið í brennidepli hérlendis sem erlendis undanfarnar vikur og hver skýrslan af annarri verið gefin út af erlendum bönkum og greining- ardeildum. R Á Ð S T E F N A T H E E C O N O M I S T DAUFAR UMRÆÐUR Unnur H. Jóhannsdóttir blaðamaður sat þann hluta ráðstefnu The Economist sem var opinn fjölmiðlum. Hún varð fyrir vonbrigðum og fannst umræðurnar með dauflegasta móti. En heyrum frekari lýsingar hennar á þessari umtöluðu ráðstefnu. TEXTI: UNNUR H. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ræðustól. Alvöruóveður eða stormur í vatnsglasi?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.