Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
Ingimundur Sigurpálsson.
25. apríl
Ingimundur varar
við verðbólgunni
Ingimundur Sigurpálsson, for-
maður Samtaka atvinnulífsins,
gerði kostnað og óhagræði
vegna verðbólgunnar að umræðu-
efni á aðalfundi félagsins. En
verðbólga og viðskiptahalli eru
núna helstu efnahagsvandamál
Íslendinga. Ingimundur sagði að
heimili með verðtryggð lán yrðu
enn skuldugri í mikilli verðbólgu
og að dýrmætur tími stjórnenda
færi í auknum mæli í að kljást
við afleiðingar verðbólgunnar á
reksturinn.
26. apríl
FL Group með mikið
fé handa á milli
Hannes Smárason, forstjóri
FL Group, sagði á fundi í við-
skipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands að FL Group hefði úr 600
milljónum evra að spila til að fjár-
festa á árinu. Þetta eru um 56
milljarðar króna. Hannes sagði
á fundinum að félagið myndi
einblína á fjárfestingar á Norður-
löndum og í Bretlandi og horfði
fyrst og fremst til stærri fjárfest-
inga og færri þar sem miðað væri
við að heildarvirði hverrar fjár-
festingar yrði vart undir 20 millj-
örðum króna. Hann sagði mark-
mið félagsins jafnframt að skapa
sér áhrifastöðu í hverju félagi og
vera þar inni í 3 til 5 ár að jafn-
aði. FL Group er núna skilgreint
sem fjárfestingafélag en var áður
flugfélag. Sá angi starfseminnar
er núna hjá Icelandair Group.
25. apríl
Bankarnir stóðust
álagspróf
Fjármálaeftirlitið gerði öðru sinni
á skömmum tíma álagspróf fyrir
viðskiptabankana og stærstu
sparisjóðina. Útkoman var sú
sama og í marsmánuði; bank-
arnir stóðust þetta álagspróf
sem og sex stærstu sparisjóðir
landsins. Fjármálaeftirlitið kom
með viðbótaráföll í þessu prófi,
m.a. nokkra aukningu í töpuðum
útlánum erlendis og innanlands.
Lækkun á eiginfjárhlutfalli, til
viðbótar við niðurstöðuna í mars,
nam hálfu prósentustigi fyrir
bankana og 1,1% fyrir stærstu
sparisjóðina.
26. apríl
Magnús aftur
varaformaður
Eftir talsvert fjölmiðlafár um
aðalfund Straums-Burðaráss
fjárfestingabanka í byrjun mars
og óvænt kjör Eggerts Magn-
ússonar til varaformennsku í
stjórn félagsins ákvað stjórn
félagsins að færa verkaskipting-
una innan stjórnar til fyrra horfs
þannig að Magnús Kristinsson,
útgerðarmaður í Eyjum,
tæki aftur við vara-
formennsku
félagsins.
D A G B Ó K I N
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
Ragnhildur
Geirsdóttir,
forstjóri Promens.
25. apríl
PROMENS KAUPIR
BANDARÍSKT FYRIRTÆKI
Fyrirtækið Promens, sem er
í eigu Atorku Group og Ragn-
hildur Geirsdóttir stýrir sem
forstjóri, er að tvöfalda starf-
semi sína í Bandaríkjunum.
Það hefur keypt öll hlutabréf
í bandaríska félaginu Elkhart
Plastics sem rekur fjórar hverfi-
steypuverksmiðjur í Bandaríkj-
unum.
Kaupin hafa það í för með
sér að umsvif Promens í Banda-
ríkjunum tvöfaldast og er
heildarvelta starfseminnar þar
áætluð um 100 milljónir dollara
á þessu ári. Velta Promens er
núna um 16 milljarðar á ári og
hjá samsteypunni starfa um
1.600 manns í tíu löndum í Evr-
ópu, Bandaríkjunum og Asíu.
Hannes Smárason.