Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 30

Frjáls verslun - 01.04.2006, Side 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 Ingimundur Sigurpálsson. 25. apríl Ingimundur varar við verðbólgunni Ingimundur Sigurpálsson, for- maður Samtaka atvinnulífsins, gerði kostnað og óhagræði vegna verðbólgunnar að umræðu- efni á aðalfundi félagsins. En verðbólga og viðskiptahalli eru núna helstu efnahagsvandamál Íslendinga. Ingimundur sagði að heimili með verðtryggð lán yrðu enn skuldugri í mikilli verðbólgu og að dýrmætur tími stjórnenda færi í auknum mæli í að kljást við afleiðingar verðbólgunnar á reksturinn. 26. apríl FL Group með mikið fé handa á milli Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sagði á fundi í við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands að FL Group hefði úr 600 milljónum evra að spila til að fjár- festa á árinu. Þetta eru um 56 milljarðar króna. Hannes sagði á fundinum að félagið myndi einblína á fjárfestingar á Norður- löndum og í Bretlandi og horfði fyrst og fremst til stærri fjárfest- inga og færri þar sem miðað væri við að heildarvirði hverrar fjár- festingar yrði vart undir 20 millj- örðum króna. Hann sagði mark- mið félagsins jafnframt að skapa sér áhrifastöðu í hverju félagi og vera þar inni í 3 til 5 ár að jafn- aði. FL Group er núna skilgreint sem fjárfestingafélag en var áður flugfélag. Sá angi starfseminnar er núna hjá Icelandair Group. 25. apríl Bankarnir stóðust álagspróf Fjármálaeftirlitið gerði öðru sinni á skömmum tíma álagspróf fyrir viðskiptabankana og stærstu sparisjóðina. Útkoman var sú sama og í marsmánuði; bank- arnir stóðust þetta álagspróf sem og sex stærstu sparisjóðir landsins. Fjármálaeftirlitið kom með viðbótaráföll í þessu prófi, m.a. nokkra aukningu í töpuðum útlánum erlendis og innanlands. Lækkun á eiginfjárhlutfalli, til viðbótar við niðurstöðuna í mars, nam hálfu prósentustigi fyrir bankana og 1,1% fyrir stærstu sparisjóðina. 26. apríl Magnús aftur varaformaður Eftir talsvert fjölmiðlafár um aðalfund Straums-Burðaráss fjárfestingabanka í byrjun mars og óvænt kjör Eggerts Magn- ússonar til varaformennsku í stjórn félagsins ákvað stjórn félagsins að færa verkaskipting- una innan stjórnar til fyrra horfs þannig að Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Eyjum, tæki aftur við vara- formennsku félagsins. D A G B Ó K I N TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens. 25. apríl PROMENS KAUPIR BANDARÍSKT FYRIRTÆKI Fyrirtækið Promens, sem er í eigu Atorku Group og Ragn- hildur Geirsdóttir stýrir sem forstjóri, er að tvöfalda starf- semi sína í Bandaríkjunum. Það hefur keypt öll hlutabréf í bandaríska félaginu Elkhart Plastics sem rekur fjórar hverfi- steypuverksmiðjur í Bandaríkj- unum. Kaupin hafa það í för með sér að umsvif Promens í Banda- ríkjunum tvöfaldast og er heildarvelta starfseminnar þar áætluð um 100 milljónir dollara á þessu ári. Velta Promens er núna um 16 milljarðar á ári og hjá samsteypunni starfa um 1.600 manns í tíu löndum í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hannes Smárason.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.