Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
D A G B Ó K I N
aði kaupin en hluti kaupverðsins
verður greiddur með hlutabréfum
í Bakkavör Group. Ágúst Guð-
mundsson, forstjóri Bakkavarar,
segir að Laurens Patisseries sé
hágæðaframleiðandi á eftirréttum
með sterk viðskiptasambönd, sé
þekktur fyrir framúrskarandi þjón-
ustu og gæði og góðan árangur
fyrirtækisins megi rekja til öfl-
ugrar vöruþróunar.
1. maí
Kaupæði Íslendinga
á fasteignum
í Danmörku
Það er orðað þannig að kaupæði
hafi runnið á Íslendinga varðandi
kaup á fasteignum í Danmörku.
Sagt var frá því að Íslendingar
hefðu fjárfest fyrir um 44 millj-
arða króna á fyrstu fjórum
mánuðum ársins í fasteignum í
Danmörku. Eignarhaldsfélagið
Sadolin & Albæk gerði úttekt á
þessu og kom í ljós að á síðasta
ári hafi Íslendingar staðið á bak
við þriðju hver fasteignakaup í
Danmörku þar sem kaupverðið
var yfir 100 milljónir danskra
króna eða meira.
2. maí
Bankarnir fjórir
högnuðust um
61,3 milljarða
Kaupþing banki, Landsbanki,
Íslandsbanki og Straumur-Burða-
rás fjárfestingarbanki högnuðust
um 61,3 milljarða króna á fyrstu
þremur mánuðum ársins. Sömu
þrjá mánuði í fyrra högnuðust
bankarnir um 25 milljarða og
þótti sá hagnaður þá undrum
sæta og vera með hreinum
ólíkindum. Þessi mikli hagn-
aður bankanna var gott vopn
í höndum þeirra við að slá á
þá gagnrýni, sem á þeim hefur
dunið á þessu ári, um að staða
íslenska bankakerfisins sé ekki
öll þar sem hún sýnist og fyrir
vikið verði erfitt fyrir þá að endur-
fjármagna sig á erlendum mörk-
uðum á næstu misserum.
2. maí
Jóhanna á Bergi
Jóhanna á Bergi hefur verið ráðin
forstjóri Faroe Ship frá og með
22. maí. Jóhanna tekur við af
Árna Joensen, sem fer á eftirlaun
eftir tæplega 30 ára starf sem
forstjóri fyrirtækisins. Árni tekur
við stjórnarformennsku hjá Faroe
Ship. Faroe Ship er dótturfélag
Eimskips.
2. maí
Glitnir selur hlut
sinn í Sjóvá
Tilkynnt var
þennan dag
að Glitnir
hefði selt
33,4% hlut
sinn í Sjóvá
til Milestone.
Milestone átti
fyrir 66,6% í
Sjóvá þannig að eftir kaupin er
Sjóvá að fullu í eigu Milestone.
Karl Wernersson og systkini eru
eigendur Milestone. Með sölunni
innleysir bankinn á yfirstandandi
ársfjórðungi rúmlega 2,4 millj-
arða króna í söluhagnað.
3. maí
Þórólfur Árnason
forstjóri Skýrr
Þórólfur Árnason, fyrrverandi borg-
arstjóri, hefur verið ráðinn í starf
forstjóra Skýrr hf., dótturfélags
Kögunar, en Kögun er í meiri-
hlutaeigu Dagsbrúnar hf. Þórólfur
tekur við af Hreini Jakobssyni
sem hætti í kjölfar eigendaskipta
á Skýrr.
Þórólfur var framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs hjá Marel
í sex ár og sama starfi gegndi
hann síðar hjá Olíufélaginu hf.
Þórólfur varð fyrsti forstjóri síma-
fyrirtækisins Tals, síðar borgar-
stjóri í Reykjavík og svo forstjóri
Icelandic Group um tíma árið
2005.
Karl Werners-
son.
3. maí
SIGURÐUR OG HREIÐAR MÁR NÝTA KAUPRÉTT
Sagt var frá því þennan dag að Sig-
urður Einarsson, starfandi stjórn-
arformaður Kaupþings banka, og
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri
bankans, hafi hvor um sig nýtt
kauprétt að 1.624.000 hlutum í
bankanum á genginu 303 kr. á
hlut í samræmi við kaupréttará-
ætlun sem samþykkt var á aðal-
fundi bankans 27. mars 2004.
Þá hafi þeir hvor um sig keypt 1
milljón hluti í bankanum í byrjun
maí á genginu 740 kr. á hlut.
Sigurður Einarsson á
6.368.423 hluti í bankanum eftir
viðskiptin. Sigurður á nú kauprétt
að 1.624.000 hlutum í bank-
anum. Hreiðar Már Sigurðsson
á 5.423.239 hluti í bankanum
eftir viðskiptin. Hreiðar Már á nú
kauprétt að 1.624.000 hlutum í
bankanum.
Hlutir Sigurðar og Hreiðars Más í bankanum eru samtals um 8,7 milljarðar á markaðsvirði.