Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 TIM YEO Svona til að herða nú á hvað „back to basics“ stefnan væri hættuleg komst það upp 1993 að upprennandi stjórnmálastjarna, Tim Yeo, hefði átti barn utan hjónabands. Slík börn kallast svo skemmtilega „love child“ á ensku. Yeo hrökklaðist út úr stjórnmálum um tíma en hið sérstaka við sögu Yeos er að honum hefur tekist að komast aftur inn í stjórnmál, er nú áberandi í Íhaldsflokknum og líklegt ráðherraefni ef og þegar flokkurinn kemst í stjórn. STEPHEN MILLIGAN Árið 1994 var það aftur kyn- hvötin sem kom Íhaldsflokknum á forsíðurnar: þing- maðurinn Stephen Milligan fannst látinn, dánaror- sökin virtist vera sjálfsmorð. Samt ekki sjálfsmorð af einfaldari gerðinni - maðurinn fannst í sokkabanda- belti, hafði kafnað, virtist hafa kyrkt sig sjálfur. Það er ekki alveg auðvelt að útskýra hvað hér er á ferðinni án þess að lesendum kunni að svelgjast á kaffinu, en dauðsfallið var að öllum líkindum slys vegna hættulegs kynferðislegs athæfis. HARTLEY BOOTH OG PIERS MERCHANT Á næstu árum, 1995 og 1997, komust tveir íhaldsþingmenn, Hartley Booth og Piers Merchant, á forsíðurnar fyrir að gerast fjölþreifnir til kvenna sem störfuðu í námunda við þá. Málin, sem bæði má flokka sem kyn- ferðislega áreitni, kostuðu mennina þingsætin. Áðurnefnd mál snertu öll Íhaldsflokkinn. DAVID BLUNKETT Á fyrstu stjórnarárum Verka- mannaflokksins virtist siðprýðin ráða. David Blunkett, blindi innanríkisráðherrann, breytti því rækilega þegar hann varð að segja af sér sökum ást- arsambands við gifta konu, Kimberley Quinn, sem fæddi honum barn. Eins og oft er í svona málum þá var það ekki málið sjálft sem felldi hann heldur að hann sagði ósatt um afskipti sín af vegabréfs- áritun fyrir barnfóstru ástkonunnar auk þess sem hann ákvað að fara í mál við konuna til að sanna faðerni sitt. Hann höfðaði líka mál vegna annars barns sem konan átti, en það barn reyndist ekki hans. Hvort það var barn eiginmannsins hefur ekki verið gefið upp - kvæntur blaðamaður við Guardian viðurkenndi að hafa líka átt í ástarsambandi við konuna, alla vega um hríð, svo það komu hugs- anlega ýmsir til greina. JOHN PRESCOTT Nýupplýst framhjáhald John Prescotts kostaði hann ekki embættið, hann laug aldrei um það heldur viðurkenndi sökina um leið og málið varð lýðum ljóst. Sambýlismaður ástkon- unnar heyrði konuna tala upp úr svefni um bólfimi Prescotts, kíkti þá á skilaboðin í farsímanum hennar, sá ýmis boð þar sem glögglega áttu ekki við embættið - eða þannig var sagan sögð í síðdegisblöðunum. Ást- konan var ritari Prescotts, sá um að halda dagbókina hans, um 25 árum yngri en hinn 67 ára ráðherra. Málið kom upp rétt fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnar- kosningar þar sem Verkamanna- flokkurinn hlaut verstu útreið í rúma tvo áratugi, vísast að hluta af því að mál Prescotts fór ekki vel í kjósendur. Prescott hefur í hyggju að kæra fyrir siðanefnd fjölmiðla blöðin sem birtu lýsingar konunnar, þær séu ósannar. Spurning hvort hann láti verða af því þegar honum rennur reiðin því að þá þarf hann að sýna fram á lygar og hver er þá sannleikurinn? Það gæti reynst hættuleg upprifjun, því að þá dynur málið aftur yfir. Þegar rýnt er í ofangreind mál kemur í ljós að mál Blunketts er algjör undantekning í framhjáhaldssögunum að því leyti að hinn fráskildi ráðherra sótti sér ástkonu, Kimberley Quinn, sem er ekki í þjónustuhlutverki heldur er hún útgefandi tímaritsins „The Spect- ator“, gift auðmanni og því engin undirtylla. VALDAMIKLIR MENN OG UNDIRKONUR Annars snúast svona mál undantekningarlaust um erkiklisjur: Valdamiklir menn, undirkonur eða hreinlega vændiskonur - snúast um karlkyns valdbeitingu í grófri mynd: Í raun bæði dapurlegt og ósmekklegt. Svona mál velta gjarnan upp þeirri spurningu hvort Englend- ingar séu eitthvað bældari kynferðislega en nágrannaþjóðirnar. Erfitt að segja, en rétt eins og sumir halda því fram að samkyn- hneigð sé algengari í Englandi en víða í nágrannalöndunum vegna þess hvað mikið er um kyngreinda skóla, ekki síst heimavistar- skóla, þá má velta því fyrir sér hvort þessi aðgreining kynjanna ýti undir kynferðislega bælingu. STJÓRNMÁL PERSÓNULEG OG HARÐSNÚIN Þegar athugað er hvaða mál koma upp á yfirborðið varða þau nánast eingöngu stjórn- arþingmenn og ráðherra. Stjórnarandstaðan fær yfirleitt að vera í fríi nema málið sé því æsilegra. Það má því álykta að mál af þessu tagi séu soralegt innlegg í stjórnmálaumræðuna - dæmi um hvað stjórnmál eru að hluta til persónuleg og harðsnúin. Það er þó tæplega aðeins kynferðisleg bæling, öfund og harðsvíruð stjórnmál sem ýta undir mál af þessu tagi. Fjölmiðlar, einkum blöðin, eru meira en fús til að borga ógnarupphæðir fyrir góðar „kiss and tell“ sögur. L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R Nokkur nýleg dæmi: 1. David Mellor árið 1992 2. Tim Yeo árið 1993. 3. Stephen Milligan árið 1994. 4. Hartley Booth árið 1995. 5. Piers Merchant árið 1997. 6. David Blunkett árið 2004. 7. John Prescott árið 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.