Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 116
116 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
SUMARIÐ ER TÍMINN
„Þegar ég vann hjá Tæknivali
var starfsmönnum boðið upp
á golfnámskeið sem ég sótti,“
segir Sigríður Olgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ax. ,,Ég tók í kjöl-
farið þátt í golfmóti Tæknivals.“
Boltinn fór að rúlla og hefur
ekki stöðvast síðan. Ax heldur
golfmót fyrir viðskiptavini sína
og er það meðal annars Sigríði
að þakka.
„Það sem mér finnst mest
heillandi við golfið er útiveran
og góð hreyfing, félagsskapur-
inn og það að keppa við sjálfan
sig. Golfið krefst einbeitingar
og er góð slökun frá erli dags-
ins.“
Sígríður segir að hún sé
búin að draga alla fjölskylduna
í þetta. Yfir sumartímann er
hún og eiginmaðurinn stundum
mætt upp á golfvöll klukkan
átta á morgnana og oftar en
ekki snúast fríin um golfið. Fjöl-
skyldan fór til Flórída um pásk-
ana gagngert til að spila golf í
tvær vikur. „Við fórum nýlega
í borgarferð til Barcelona með
vinnufélögum mannsins míns
og við sáumst varla; við vorum
alltaf í golfi.“
Sigríður segir að golfvöllur
GKG sé uppáhaldsvöllurinn.
Hún nefnir líka Þorlákshafnar-
völl. „Hann er skemmtilegur.
Hann er við sjóinn og þar er
sandur og svolítið öðruvísi
umhverfi. Hann er auk þess
krefjandi.“
Fríin snúast oft um golfið
Sigríður Olgeirsdóttir:
Pétur Pétursson, framkvæmda-
stjóri vátrygginga- og fjár-
málaþjónustu Tryggingami›st
ö›varinnar, vann vi› vegager›
á Vesturlandi í nokkur sumur
á sínum tíma. „Þegar ma›ur
starfar á valtara þá gerast hlut-
irnir hægt eins og gefur a› skilja.
Ma›ur var einn me› sjálfum sér
og haf›i nægan tíma til a› velta
hlutunum fyrir sér í rómantík
og titringi. Vi› slíkar a›stæ›ur
lær›i ma›ur a› meta náttúruna á
annan hátt.“
Sí›an þá hefur Borgar-
fjör›urinn, M‡rarnar og
Snæfellsnes veri› í uppáhaldi.
„Ég fer vestur nokkrum
sinnum á ári. Ég fer hins vegar
ekki á þessa sta›i til a› ganga á
fjöll og njóta náttúrunnar á þann
hátt. Ég hef ekki þolinmæ›i í
slíkt. Ég ver› a› hafa eitthva›
fyrir stafni. Ég n‡t náttúrunnar
helst í bland vi› áhugamálin
hverju sinni, sem hafa undanfarin
ár veri› skotvei›i, golf og lax- og
silungsvei›i.“
Þegar Pétur er spur›ur hva›
honum finnst mest heillandi vi›
Ísland segir hann: „Hreinleikinn,
andstæ›urnar, kyrr›in, formin og
birtan.“
Vesturland í uppáhaldi
Pétur Pétursson:
Pétur Pétursson.
Sigríður Olgeirsdóttir.