Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling. 22. maí Sterling hættir flugi frá Finnlandi Lággjaldaflugfélagið Sterling, dótturfélag FL Group, hefur ákveðið að hætta flugi frá Helsinki í Finnlandi, en félagið hóf áætlunarferðir þaðan í mars. Sterling hefur flogið frá Helsinki til átta evrópskra borga og verður flugi til Malaga á Spáni haldið áfram fram í október en öðru áætlunarflugi verður hætt í ágúst. Það hefur vakið mikla athygli í Finnlandi hve starfsemi Sterling reyndist stutt. 23. maí OECD vill hækka vexti frekar Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, segir að mikill hagvöxtur á Íslandi undanfarin tvö ár hafi leitt til alvarlegrar ofhitnunar í hagkerfinu eins og mikil verð- bólga og gríðarlegur viðskipta- halli séu til marks um. Telur OECD að Seðlabankinn verði að hækka stýrivexti enn frekar, en vextir bankans eru nú 12,25%. Þá verði stjórnvöld að draga úr útgjöldum. 23. maí Magasin kært fyrir villandi auglýsingu Umboðsmaður neytenda í Danmörku hefur kært verslunar- miðstöðina Magasin, sem er í eigu Íslendinga, til lögreglunnar fyrir að birta villandi auglýs- ingar um páskana. Magasin birti auglýsingar í sjónvarpi, blöðum, auglýsingaspjöldum og á póstkortum þar sem sagt var að 25% afsláttur yrði veittur af öllum vörum í þrjá daga fyrir páskana. Þessi setning var þó merkt með stjörnu og á öðrum stað í auglýsingunum var lóð- réttur texti með smáu letri þar sem stóð að afslátturinn gilti ekki fyrir valdar vörur og vöru- merki. Magasin sagði við umboðs- mann neytenda, að um það bil 75% af öllum vörum í versluninni hefðu verið lækkuð um 25% þessa daga. Umboðsmaður telur hins vegar, að þegar notuð séu orðin „allar vörur“, eigi tilboðið að gilda um allar vörur í verslun- inni. 24. maí Fríblaðastríð í Danmörku í haust Danska útgáfufyrirtækið Det Berlingske Officin, sem gefur m.a. út fríblaðið Urban á Sjá- landi, ætlar að taka virkan þátt í væntanlegu stríði fríblaðaútgáfu í Danmörku haust og bera blaðið í hús. 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar, er að undirbúa útgáfu nýs dagblaðs í haust, Nyhedsavisen, og boðar að það verði borið í hús að fyrir- mynd Fréttablaðsins hér á landi. Þá ætlar útgáfufélagið JP/Politi- kens Hus að koma með fríblað í haust. Søndagsavisen, sem kemur út um allt landið og er ókeypis, áformar að auka útgáf- una og koma einnig út á miðviku- dögum. 24. maí Halldór hættir eftir 25 ár Halldór Vilhjálmsson, fyrrum fjár- málastjóri Flugleiða, sem stýrt hefur Icelease ehf. frá stofnun þess fyrir rúmu ári, lætur af störfum að eigin ósk eftir 25 ára starf hjá Flugleiðum og síðan FL Group. Icelease ehf. er sérhæft fyrirtæki í flugvéla- viðskiptum á alþjóðlegum mark- aði, sem leitar fjárfestingatæki- færa í tengslum við kaup, sölu og langtímaútleigu flugvéla til erlendra flugfélaga og fjárfest- ingarsjóða. Kári Kárason hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Icelease frá og með 15. júní nk. 24. maí Excel stofnar flugfélag á Írlandi Excel Airways, dótturfyrirtæki Avion Group, hefur stofnað flug- félag á Írlandi. Flugfélagið verður alþjóðlegt leiguflugfélag með höfuðstöðvar í Dublin á Írlandi og kemur til með að fljúga undir merki Excel Airways. Bill Smith er forstjóri nýs félags og Carol Anne O’Neill, framkvæmdastjóri. 24. maí Hagnaður Haga undir væntingum Hagnaður Haga var langt undir væntingum á síðasta rekstrarári, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Hagn- aðurinn var um 1 milljarður króna borið saman við 1,3 milljarða árið áður. Hagar reka m.a. Bónus, Hagkaup, 10-11, Debenhams og fleiri verslanir. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 1,6 milljarðar króna. 25. maí Icelandair í 4. sæti yfir stundvísi Icelandair lendir í 4. sæti á lista yfir stundvísustu flugfélög í Evr- ópu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt frétt á vefnum takeoff.dk. Þar segir að félagið hafi sýnt stundvísi í 75% af áætl- �������������� ��� ������������������� ��� ��������������������������� ��� ������������������������������ ��� �������������� ����������������������� ���������������������� ��������������������������������� ��������������������������������������������� ������������������ �������������������������������������������������� ������ ��������������������������� ����������������������� Finnur Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.