Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 23
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 23
FORSÍÐUEFNI
kraftur í bjartsýninni og því að hafa trú á því sem maður er að gera.
Vinnudagarnir geta oft orðið langir og við getum verið áræðin en
reynum ávallt að lágmarka áhættuna með raunsæi,“ segir Sverrir.
„Besta heilræðið sem ég hef fengið í viðskiptum er að vera ekki fyr-
irsjáanlegur og reyna að gera hlutina öðruvísi en aðrir. Það að vera
ekki fyrirsjáanlegur er gríðarlega sterkt vopn í samkeppni og það
sem meira er, mér finnst fyrirsjáanlegt fólk leiðin-
legt. Annað ráð sem ég hef fengið og er dýrmætt
er að vanda vel val á viðskiptafélögum.“
„Skífan var sett til í sölu 2004. Mér leist vel á
fyrirtækið og hafði mikinn áhuga á smásöluhluta
þess. Í framhaldi af því keyptum við Róbert
Melax Skífuna, útgáfuna, verslanirnar og kvik-
myndahúsin, af Norðurljósum. Eftir kaupin tók ég
við rekstrinum og fór fljótlega út í að aðskilja mis-
munandi einingar og við stofnuðum Dag Group
og Senu. Undir Dag féllu verslanirnar, Skífan, BT, Hljóðfærahúsið
og Sony Center, sem eru í sjálfu sér sjálfstæðar einingar með
eigin markmið og stefnur. Hlutverk Senu var aftur á móti að sjá
um afþreyingarhlutann, kvikmyndahúsin, útgáfuna og dreifingu.
Markmiðið með stofnun fyrirtækjanna var að losa um tengslin milli
ólíkra þátta í starfseminni og í byrjun þessa árs seldum við Dags-
brún Senu. Árdegi keypti í framhaldi af því Róbert út úr Nordex og
Degi Group,“ segir Sverrir.
Mjúkir og harðir pakkar
Við fyrstu sýn mætti ætla að verslanir eins og Noa Noa og NEXT
annars vegar og BT, Skífan, Hljóðfærahúsið og Sony Center hins
vegar væru ólíkar í rekstri. Sverrir segir að svo sé
ekki. „Öll smásala lítur svipuðum lögmálum, vör-
urnar sem verið er að bjóða eru bara mismunandi.
Við höfum stundum gantast með að við séum að
selja bæði mjúka og harða pakka. Noa Noa og
NEXT eru með mjúku pakkana en hinar verslan-
irnar eru að selja harða pakka.
Leynivopnið í fataverslununum er klárlega Ragn-
hildur. Hún er alger snillingur í innkaupum, frábær
stjórnandi og hefur gott auga fyrir því sem hún er að
gera. Munurinn á Skífunni og BT hvað varðar afþreyingarvörur er
sá að Skífan er það sem er kallað katalog-verslun og reynir að vera
með sem mest framboð af titlum, BT er aftur á móti lágvöruverslun
og selur það sem er vinsælast hverju sinni.“
Sverrir segir að þrátt fyrir að BT-verslanirnar séu vinsælar hafi
þær þó ekki skilað nægilegri arðsemi í gegnum tíðina. „Reksturinn
er hins vegar orðinn það stór í dag að við getum haldið áfram að
Ég myndi
örugglega vera
flokkaður sem
vinnualki ef út í
það er farið.