Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 23

Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 23
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 23 FORSÍÐUEFNI kraftur í bjartsýninni og því að hafa trú á því sem maður er að gera. Vinnudagarnir geta oft orðið langir og við getum verið áræðin en reynum ávallt að lágmarka áhættuna með raunsæi,“ segir Sverrir. „Besta heilræðið sem ég hef fengið í viðskiptum er að vera ekki fyr- irsjáanlegur og reyna að gera hlutina öðruvísi en aðrir. Það að vera ekki fyrirsjáanlegur er gríðarlega sterkt vopn í samkeppni og það sem meira er, mér finnst fyrirsjáanlegt fólk leiðin- legt. Annað ráð sem ég hef fengið og er dýrmætt er að vanda vel val á viðskiptafélögum.“ „Skífan var sett til í sölu 2004. Mér leist vel á fyrirtækið og hafði mikinn áhuga á smásöluhluta þess. Í framhaldi af því keyptum við Róbert Melax Skífuna, útgáfuna, verslanirnar og kvik- myndahúsin, af Norðurljósum. Eftir kaupin tók ég við rekstrinum og fór fljótlega út í að aðskilja mis- munandi einingar og við stofnuðum Dag Group og Senu. Undir Dag féllu verslanirnar, Skífan, BT, Hljóðfærahúsið og Sony Center, sem eru í sjálfu sér sjálfstæðar einingar með eigin markmið og stefnur. Hlutverk Senu var aftur á móti að sjá um afþreyingarhlutann, kvikmyndahúsin, útgáfuna og dreifingu. Markmiðið með stofnun fyrirtækjanna var að losa um tengslin milli ólíkra þátta í starfseminni og í byrjun þessa árs seldum við Dags- brún Senu. Árdegi keypti í framhaldi af því Róbert út úr Nordex og Degi Group,“ segir Sverrir. Mjúkir og harðir pakkar Við fyrstu sýn mætti ætla að verslanir eins og Noa Noa og NEXT annars vegar og BT, Skífan, Hljóðfærahúsið og Sony Center hins vegar væru ólíkar í rekstri. Sverrir segir að svo sé ekki. „Öll smásala lítur svipuðum lögmálum, vör- urnar sem verið er að bjóða eru bara mismunandi. Við höfum stundum gantast með að við séum að selja bæði mjúka og harða pakka. Noa Noa og NEXT eru með mjúku pakkana en hinar verslan- irnar eru að selja harða pakka. Leynivopnið í fataverslununum er klárlega Ragn- hildur. Hún er alger snillingur í innkaupum, frábær stjórnandi og hefur gott auga fyrir því sem hún er að gera. Munurinn á Skífunni og BT hvað varðar afþreyingarvörur er sá að Skífan er það sem er kallað katalog-verslun og reynir að vera með sem mest framboð af titlum, BT er aftur á móti lágvöruverslun og selur það sem er vinsælast hverju sinni.“ Sverrir segir að þrátt fyrir að BT-verslanirnar séu vinsælar hafi þær þó ekki skilað nægilegri arðsemi í gegnum tíðina. „Reksturinn er hins vegar orðinn það stór í dag að við getum haldið áfram að Ég myndi örugglega vera flokkaður sem vinnualki ef út í það er farið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.