Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 112
112 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
ICELANDAIR HOTELS:
F lugleiðahótel starfrækja alls 23 hótel undir tveimur vörumerkjum: Icelandair hótelin átta, sem öll eru þriggja og fjögurra stjarna og taka á móti gestum allan ársins hring, og Edduhótelin, sumarhót-
elin 15, sem eru dreifð um allt land. Þau eru tveggja og þriggja stjarna.
Allt eru þetta vinsælir gististaðir einstaklinga og hópa, jafnt innlendra
sem erlendra, sem kunna að meta góða þjónustu, gistingu svo ekki sé
minnst á gæði í mat, sem mikið er lagt upp úr á öllum hótelunum.
Icelandair hótelin eru átta talsins: Nordica hótel og Hótel Loftleiðir í
Reykjavík, Hótel Flúðir, Rangá og Klaustur á Suðurlandi, Hótel Hérað
á Austurlandi og svo nýjasta hótelið í keðjunni, Hótel Hamar í Borgar-
nesi. Hótelin eru álitin þau bestu í sínum flokki hér á landi, enda þurfa
þau öll að uppfylla strangar gæðakröfur keðjunnar. Lagður er mikill
metnaður í að veita fyrsta flokks þjónustu og öll eru hótelin rómuð fyrir
góðan mat. Við þetta bætist að alls staðar er boðið upp á góða fundar-
aðstöðu en að auki hefur hvert hótel sína sérstöðu. Þannig er Nordica
hótel stærsta ráðstefnuhótel á landinu með frábæra aðstöðu og án efa
einn besta veitingastað í Skandínavíu, VOX. Brönsinn á VOX hefur
slegið í gegn í vetur og verður áfram í boði í sumar. Hann er framreiddur
á hverjum sunnudegi og hefur notið geysilegra vinsælda, m.a. hjá fjöl-
skyldufólki, enda hafa leiklistarnemar haft ofan af fyrir börnunum svo
að fullorðna fólkið geti notið matarins í ró og næði. Hótel Loftleiðir
er 40 ára í ár, en í tilefni þessara tímamóta verður lagt í spennandi
breytingar á hótelinu sem betur verða
kynntar síðar. Bæði Nordica hótel og
Loftleiðir eru fjögurra stjarna hótel.
Hótel á 12. holu
Nýjasta Icelandair hótelið utan Reykja-
víkur er Hótel Hamar, golfhótelið í Borgarnesi. Það er frábærlega staðsett
á miðjum golfvelli við holu númer 12! Aðstaða er meiriháttar fyrir golf-
unnendur eða aðra sem vilja bregða sér út fyrir bæjarmörkin á góðum
degi. Gestir geta gengið beint út á golfvöllinn úr herbergjum sínum og
útsýni hótelsins er hreint frábært. Hótel Flúðir og Hótel Rangá á Suð-
urlandi eru heldur ekki langt frá Reykjavík, og njóta fá hótel á landinu
jafnmikillar hylli meðal innlendra ferðamanna, sem sækja bæði hótelin
hvort sem er að vetri eða sumri. Hótel Klaustur er frábærlega staðsett
fyrir þá sem vilja sækja heim helstu náttúruperlur landsins á Suðurlandi.
Hótel Hérað er einn vinsælasti fundarstaður athafnamanna og kvenna
á Austurlandi og ekki má gleyma nýuppgerðu Flughóteli í Keflavík þar
sem fólk gistir gjarnan nóttina fyrir flug og þiggur skutl á flugvöllinn.
Icelandair hótel setja hótelum sínum mjög stranga gæðastaðla sem
samræmdir eru milli hótelanna átta. Árangurinn eru ánægðir viðskipta-
vinir sem geta gengið að fyrsta flokks gistingu, fundaraðstöðu og veit-
ingum vísum.
Rómuð eru gæði matar,
gistingar og þjónustu
Sameiginleg bókun-
armiðstöð er fyrir
Icelandair hotels og
Edduhótelin. Bóka má
á www.icehotels.is. eða
með því að hringja í
síma +354 444 4000.
Fjölmargar nýjungar
verða í boði hjá hótel-
unum í allt sumar og
ný og spennandi tilboð
kynnt vikulega á heima-
síðu þeirra.
K
Y
N
N
IN
G
SUMARIÐ ER TÍMINN
Frá VOX á Nordica hóteli,
einum besta veitingastað
á Norðurlöndum.
Nordica hótel. Hótel Rangá. Hótel Flúðir.