Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6
FÓLK
Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu
hans um hálfrar aldar skeið.
Íslenska ríkið keypti húsið árið
2002, þegar öld var liðin frá fæð-
ingu skáldsins, og tveimur árum
síðar var það opnað almenningi.
Húsið er safn Halldórs Laxness
þar sem heimili og vinnustaður
hans eru látin haldast óbreytt.
Forstöðumaður safnsins er
Guðný Dóra Gestsdóttir:
„Nú er sumarið framundan,
sem er mikill annatími á Gljúfra-
steini, og erum við í þann mund
að ljúka við stefnumótunar-
vinnu sem unnið hefur verið að
í allan vetur. Út úr þeirri vinnu
hefur meðal annars komið sú
ákvörðun að hafa veg tónlistar
sem mestan á Gljúfrasteini, enda
var Halldór mikill tónlistarunn-
andi og haldnir voru tónleikar
í húsinu meðan hann bjó þar.
Má nefna að forláta Steinway-
flygill, sem var í eigu Halldórs,
er hér til staðar. Við verðum
með tónleika á sunnudögum í
sumar, sem Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari hefur
umsjón með. Annars hlökkum
við mikið til sumarsins og von-
umst til að sem flestir leggi leið
sína til okkar.“
Guðný hóf störf á Gljúfra-
steini í janúar 2004. Áður hafði
hún unnið m.a. hjá Mosfellsbæ
og kom að því að skipuleggja
100 ára afmæli Halldórs Lax-
ness: „Ég hafði eins og allir
þekkt ritverk skáldsins en því
miður ekki þekkt hann persónu-
lega. Í gegnum starf mitt hefur
þekking mín á lífi hans aukist
til muna og er alltaf að aukast,
sem er eins gott þar sem við
fáum ótrúlegustu spurningar
um Halldór, eins og hver skó-
stærð hans hafi verið og hver
uppáhaldsmatur hans var, svo
eitthvað sé nefnt.“
Allt frá opnun fyrir almenn-
ing hefur aðsókn verið góð og
hafa yfir 12000 manns heimsótt
Gljúfrastein: „Mitt starf er að
halda utan um reksturinn, sjá
um kynningu og uppbyggingu á
staðnum, en hér er ekki aðeins
„Hús skáldsins“ aðdráttarafl
heldur erum við í fögru lands-
lagi með góðum gönguleiðum
sem skáldið gekk um á sínum
tíma.“
Guðný er fjölskyldumann-
eskja og er eiginmaður hennar
Þórður Sigmundsson, geðlæknir
við Landspítala - háskólasjúkra-
hús, og eiga þau tvær dætur. Hún
segir áhugamál sín og fjölskyld-
unnar tengjast útivist, veiðum
og söng. „Við förum mikið á
veiðar saman, veiðum aðallega
silung, en stundum förum við
með vinum okkar til Stykkis-
hólms og veiðum þá þorsk, sem
er mjög skemmtilegt. Útivistin
tengist að hluta til hundinum
okkar, Prins, sem er labrador-
hundur, og dregur hann okkur
út á hverjum degi. Auk þess
höfum við gaman af að ferðast
um landið og tímum aldrei að
eyða besta hluta sumarsins í
útlöndum. Það er svo margt að
skoða hér heima á góðum sum-
ardegi. Hvað varðar sönginn þá
hef ég alla tíð verið í kórum
og er nú í Dómkirkjukórnum,
sem er mjög skemmtilegur
félagsskapur. Stutt er síðan við
komum frá Krakau í Póllandi,
sem var frábær ferð.“
Í sumar er ýmislegt á
prjónum hjá fjölskyldunni: „Við
erum nýkomin frá Danmörku
þar sem alltaf er notalegt að
vera og í sumar ætlum við í
Laxá í Laxárdal til að veiða
urriða.“
TEXTI:
HILMAR KARLSSON
MYNDIR:
GEIR ÓLAFSSON
forstöðumaður Gljúfrasteins
GUÐNÝ DÓRA GESTSDÓTTIR
Guðný Dóra Gestsdóttir:
„Útivistin tengist að hluta til
hundinum okkar, Prins, sem er
labradorhundur, og dregur hann
okkur út á hverjum degi.“
Nafn: Guðný Dóra Gestsdóttir.
Fæðingarstaður: Grund á Fellsströnd í
Dalasýslu, 20. 3. 1961.
Foreldrar: Gestur Sveinsson (látinn)
og Guðrún Valdimarsdóttir.
Maki: Þórður Sigmundsson.
Börn: Ásgerður, 18 ára,
og Helga, 14 ára.
Menntun: BA í ferðamálafræði frá
South Bank University í London