Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 128

Frjáls verslun - 01.04.2006, Page 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 FÓLK Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Íslenska ríkið keypti húsið árið 2002, þegar öld var liðin frá fæð- ingu skáldsins, og tveimur árum síðar var það opnað almenningi. Húsið er safn Halldórs Laxness þar sem heimili og vinnustaður hans eru látin haldast óbreytt. Forstöðumaður safnsins er Guðný Dóra Gestsdóttir: „Nú er sumarið framundan, sem er mikill annatími á Gljúfra- steini, og erum við í þann mund að ljúka við stefnumótunar- vinnu sem unnið hefur verið að í allan vetur. Út úr þeirri vinnu hefur meðal annars komið sú ákvörðun að hafa veg tónlistar sem mestan á Gljúfrasteini, enda var Halldór mikill tónlistarunn- andi og haldnir voru tónleikar í húsinu meðan hann bjó þar. Má nefna að forláta Steinway- flygill, sem var í eigu Halldórs, er hér til staðar. Við verðum með tónleika á sunnudögum í sumar, sem Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari hefur umsjón með. Annars hlökkum við mikið til sumarsins og von- umst til að sem flestir leggi leið sína til okkar.“ Guðný hóf störf á Gljúfra- steini í janúar 2004. Áður hafði hún unnið m.a. hjá Mosfellsbæ og kom að því að skipuleggja 100 ára afmæli Halldórs Lax- ness: „Ég hafði eins og allir þekkt ritverk skáldsins en því miður ekki þekkt hann persónu- lega. Í gegnum starf mitt hefur þekking mín á lífi hans aukist til muna og er alltaf að aukast, sem er eins gott þar sem við fáum ótrúlegustu spurningar um Halldór, eins og hver skó- stærð hans hafi verið og hver uppáhaldsmatur hans var, svo eitthvað sé nefnt.“ Allt frá opnun fyrir almenn- ing hefur aðsókn verið góð og hafa yfir 12000 manns heimsótt Gljúfrastein: „Mitt starf er að halda utan um reksturinn, sjá um kynningu og uppbyggingu á staðnum, en hér er ekki aðeins „Hús skáldsins“ aðdráttarafl heldur erum við í fögru lands- lagi með góðum gönguleiðum sem skáldið gekk um á sínum tíma.“ Guðný er fjölskyldumann- eskja og er eiginmaður hennar Þórður Sigmundsson, geðlæknir við Landspítala - háskólasjúkra- hús, og eiga þau tvær dætur. Hún segir áhugamál sín og fjölskyld- unnar tengjast útivist, veiðum og söng. „Við förum mikið á veiðar saman, veiðum aðallega silung, en stundum förum við með vinum okkar til Stykkis- hólms og veiðum þá þorsk, sem er mjög skemmtilegt. Útivistin tengist að hluta til hundinum okkar, Prins, sem er labrador- hundur, og dregur hann okkur út á hverjum degi. Auk þess höfum við gaman af að ferðast um landið og tímum aldrei að eyða besta hluta sumarsins í útlöndum. Það er svo margt að skoða hér heima á góðum sum- ardegi. Hvað varðar sönginn þá hef ég alla tíð verið í kórum og er nú í Dómkirkjukórnum, sem er mjög skemmtilegur félagsskapur. Stutt er síðan við komum frá Krakau í Póllandi, sem var frábær ferð.“ Í sumar er ýmislegt á prjónum hjá fjölskyldunni: „Við erum nýkomin frá Danmörku þar sem alltaf er notalegt að vera og í sumar ætlum við í Laxá í Laxárdal til að veiða urriða.“ TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON forstöðumaður Gljúfrasteins GUÐNÝ DÓRA GESTSDÓTTIR Guðný Dóra Gestsdóttir: „Útivistin tengist að hluta til hundinum okkar, Prins, sem er labradorhundur, og dregur hann okkur út á hverjum degi.“ Nafn: Guðný Dóra Gestsdóttir. Fæðingarstaður: Grund á Fellsströnd í Dalasýslu, 20. 3. 1961. Foreldrar: Gestur Sveinsson (látinn) og Guðrún Valdimarsdóttir. Maki: Þórður Sigmundsson. Börn: Ásgerður, 18 ára, og Helga, 14 ára. Menntun: BA í ferðamálafræði frá South Bank University í London
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.