Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjóvár, stjórnaði hring- borðsumræðum með forsætisráðherra. Hann taldi framlag íslenskra frumkvöðla í viðskipta- og fjármálageiranum hafa skipt miklu máli í þeirri uppbyggingu sem átt hefði sér stað undanfarin ár. Þór sagði það einnig mikilvægt að koma erlendum fjár- festum og fjölmiðlum í skilning um hvers vegna Íslendingar hefðu svo mikið sjálfs- traust, verandi aðeins 300 þúsund á eyju í Norðurhöfum. ,,Ég man þegar við fórum mörg úr við- skipta- og fjármálageiranum ásamt forseta Íslands til Kína á mjög stóra viðskiptaráð- stefnu og Kínverjarnir fóru að spyrja okkur út í mannfjöldann á Íslandi, þá svöruðum við yfirleitt: ,,Eitthvað undir milljón.“ Það hljómaði einfaldlega aðeins betur. Stað- reyndin er þó sú að mannfjöldinn skiptir ekki öllu máli heldur hugarfarið,“ bætti hann við. Þór benti líka á að Íslendingar væru að koma sterkir inn í mörgum Evrópulöndum þar sem t.d.skortur væri á frum- kvöðlum. ,,Íslenskir fjárfestar uppgötvuðu að víða í Evrópu væri samkeppnin ekki eins mikil og þeir hugðu og þeir fundu sér leið.“ Þór, Halldór og fleiri ráðstefnugestir lögðu áherslu á mik- ilvægi þess að leggja rækt við og efla atvinnugreinar eins og banka- og ferðaþjónustu, orku- og lyfjaframleiðslu, líftækni- og hugbúnaðargeirann, sem auka fjölbreytnina í íslensku atvinnulífi - og þar með líkurnar á jafnvægi í hagkerfinu. Atkvæðagreiðsla um ESB Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, spurði forsætisráðherra út í fjölbreytileika atvinnulífsins með þessum orðum: ,Hugtakið þekkingarþjóðfélag er oft notað eins og það sé eins og andstæða við uppbyggingu í ál- og orkuiðnaði. Ég undrast oft þessa orðræðu þar sem tækni- og verkfræðikunn- átta er nauðsynleg í iðnaði, en af umræðunni mætti reyndar stundum ráða að í fyrirtækjunum í þeim geira starfi eintómir fábjánar. Ég tel að þessar mótsagnir væru ekki eins gegnum- gangandi ef dregið yrði úr pólitískum afskiptum og ákvörð- unum um fjárfestingar í orkuiðnaði og hann einkavæddur. Ertu sammála þessari greiningu?“ Halldór svaraði því til að í framtíðinni sæi hann fyrir sér að sjóðir fjárfestu frekar í orkuiðnaði, en að ekki væru uppi neinar áætlanir um að ríkið seldi sinn hlut í Landsvirkjun nú. ,,Það hefur verið opnað fyrir það í lögum landsins að ný fyrirtæki komi inn í orkuiðnaðinn og að samkeppni verði aukin, sem er gott mál,“ sagði Halldór. Forsætisráðherra var einnig jákvæður í svari til Þórs Sigfússonar sem spurði hvort til greina kæmi að opna fyrir fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi. ,,Ef þú hefðir spurt mig fyrir tíu árum hefði ég verið annarrar skoðunar og talið það áhættusamt fyrir Íslendinga. En núna tel ég rétt að endur- skoða lög sem koma í veg fyrir slíkar fjárfestingar.“ Í kjölfar fyrirspurnar frá erlendum gesti um Ísland og Evr- ópusambandið bað Pacek ráðstefnustjóri þá fundargesti sem fylgjandi væru inngöngu í Evrópu- sambandið um að lyfta upp hendi. Þessi óformlega atkvæðagreiðsla virtist koma flatt upp á gesti og sáust ekki margar hendur á lofti, ef til vill um fimmtungur. Það sama gilti um atkvæðagreiðsluna sem fylgdi í kjöl- farið þegar hann spurði um upptöku evrunnar, en svo virtist sem hún ætti heldur ekki miklu fylgi að fagna hjá fundargestum. Hvort niðurstaða þessarara óvæntu skoðanakannana á fundinum um aðild að Evrópusambandinu og um upptöku evrunnar sé lýsandi fyrir afstöðu forkólfa við- skipta- og stjórnmálalífsins til þessara mála skal ósagt látið. En niðurstaðan kom mér vissulega á óvart þar ég hefði búist við að fleiri væru fylgjandi. Sjálfsagt hafa margir gesta kosið að sitja hjá í atkvæða- greiðslunni og því ekki rétt upp hönd. Forsætisráðherra þræddi líka milliveginn og sagði að aðild hefði bæði kosti og galla. Hann gæti á þessari stundu ekki gefið einfalt svar við spurningunni um aðild að Evrópusambandinu. Það væri spurning sem svara þyrfti í framtíðinni og ekkert væri úti- lokað í þeim efnum. Glíman við verðbólgudrauginn Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sagði að ef við værum raunsæ þá væri ljóst að Íslendingar myndu alltaf þurfa að glíma við meiri verðbólgu upp að vissu marki en önnur lönd vegna smæðar hagkerfisins, sjálfstæðs gjaldmið- ils og stórra framkvæmda. Þórður beindi þeirri spurningu til Halldórs hvernig hins vegar hægt væri að hafa betri stjórn á verðbólgunni án þess að stjórnunin kæmi niður á vexti viðskiptalífsins. ,,Það er alltaf hætta á verðbólgu þegar vöxtur er mikill og hraður og það er það sem við höfum verið að upplifa. Það er ekkert einfalt svar til um hvernig best sé að leysa þetta mál, en jafn og stígandi vöxtur er vissulega það sem við sækjumst eftir,“ sagði Halldór og bætti við. „Í framtíðinni myndi ég vilja sjá 2-4% hagvöxt á hverju ári.“ Pacek spurði forsætisráðherra í kjölfarið hvað honum fyndist um þá tillögu Frederic S. Mishkin og Tryggva Þórs Herbertssonar, sem kom fram í skýrslu þeirra fyrir Viðskipta- ráð Íslands, að taka húsnæðiskostnað út úr neysluvísitölunni og mæla hann frekar með sérstökum aðferðum sem t.d. R Á Ð S T E F N A T H E E C O N O M I S T ,,Ef þú hefðir spurt mig fyrir tíu árum hefði ég talið það áhættusamt fyrir Íslendinga að opna fyrir fjárfestingar útlend- inga í sjávarútvegi. En núna tel ég rétt að endurskoða lög sem koma í veg fyrir slíkar fjárfest- ingar,“ sagði Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.