Frjáls verslun - 01.04.2006, Blaðsíða 125
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 6 125
Þorlákur Magnús
Níelsson, framkvæmda-
stjóri Gæðakokka ehf.
Æskumyndin er af Magnúsi Nielsson Hansen,
framkvæmdastjóra Gæ›akokka ehf. Magnús
skorar á Runólf B. Gíslason, eiganda og for-
stjóra eggjabúsins Au›sholts í Hverager›i,
a› láta birta af sér næstu æskumynd. Þeir
kynntust í kringum 1990 en þá keypti
Magnús vei›ileyfi af Runólfi. Upp frá því fór
hann a› kaupa af honum egg og í framhaldi
af því fóru þeir a› stunda vei›i saman og
sí›ar skotvei›i. Einnig hefur Magnús fari›
me› honum í smalamennsku á haustin.
Æskumyndin:
Frjáls verslun
fyrir 31 ári:
Tangó:
KARLINN, KONAN OG TÓNLISTIN
Halldóra Bragadóttir, arkitekt
og einn eigenda teiknistofunnar
Kanon arkitekta, hefur æft
tangó í Kramhúsinu í sex ár.
Hún æfir einu sinni í viku auk
þess sem hún mætir stundum
á tangókvöld í Kramhúsinu og
Alþjóðahúsinu.
„Ég heillaðist fyrst af tangó-
tónlistinni en tónlistin er svo
stór partur af þessu; ég lærði á
fiðlu í mörg ár og nálgun mín er
í gegnum tónlistina sem vakti
áhuga minn á tangó.“
Hún segir tangó vera spuna;
karlinn leiði dömuna og um sé
að ræða samspil á milli karls-
ins, konunnar og tónlistarinnar.
,,Þegar ég er að dansa þá veit
ég ekki hvað gerist næst. Það
fylgir þessu eftirvænting og það
er spennandi að setja grunn-
sporin saman. Konan skynjar það
sem karlinn gerir; þetta er „dans
augnabliksins“.“
Halldóra segist vinna mikið og
að það sé gott að eiga athvarf
í öðru til ánægju og yndisauka.
„Ég er í núinu þegar ég dansa.
Þá er ég til dæmis ekki með hug-
ann við verkefni sem eru fram
undan.“ „Konan skynjar það sem karlinn gerir; þetta er „dans augnabliksins“.“
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og
Vodafone, hefur stundað líkams-
rækt í fjölda ára. Hann vaknar
um klukkan hálfsex á virkum
dögum og er mættur í Laugar um
klukkan sex. Þar æfir hann í um
einn og hálfan klukkutíma á þrek-
hjóli, hlaupabretti og í tækjum.
Svo fer hann beint í vinnuna og
tekst á við verkefni dagsins.
,,Þetta gefur mér heilmikla
útrás og er mannbætandi. Ég er
ómögulegur ef ég kemst ekki
í líkamsrækt og ég er á því að
þetta sé afkastahvetjandi. Í
Laugum vinn ég upp þrek og
þol og það er betra fyrir menn í
góðu líkamlegu ástandi að fara í
gegnum erfiðan dag en aðra. Það
eru sífellt fleiri stjórnendur farnir
að stunda líkamsrækt.“
Árni Pétur æfir ekki eingöngu
í Laugum. Þegar hann fer í vinnu-
ferðir til útlanda reynir hann að
velja hótel þar sem eru líkams-
ræktarstöðvar.
„Í Laugum vinn ég upp þrek og þol,“ segir Árni Pétur Jónsson.
Líkamsrækt:
ÞETTA ER MANNBÆTANDI